Hagtíðindi - 01.04.1920, Blaðsíða 3
1920
HAGTÍÐINDI
11
Verðhækkun í april 1920
siðan i siðan i siðan i
júli 1914 apríl 1919 jan. 1920
Brauð (3 teg.) 311 °/o 19 °/o 19 °/o
Kornvörur (11 teg.) 329 — 11 — 9 —
Kálmeti og ávextir (9 teg.) 265 — 22 8 —
Sykur (4 teg.) 333 — 87 — 11 —
Kaffi, te, súkkulaði og kakaó (6 teg.) 131 — 7 — 3 —
Feiti, mjólk, ostur og egg (8 teg.) .. 318 — -r- 2 3 —
Kjöt (9 teg.) 358 — 70 — 1 —
Fiskur (5 teg.) 273 — 44 — 4 —
Salt (1 teg.) 281 — -f- 8 — 13 —
Sódi og sápa (4 teg.) 433 — -í- 17 — 3 —
Steinolía (1 teg.) 344 — 43 — 19 —
Steinkol (1 teg.) 596 — 0 — 0 —
Svo sem yíirlitið sýnir hefur verðhækkun orðið á síðasta árs-
fjórðungi á öllum þessum vöruflokkum, nema kolum. En þau voru
ófáanleg þegar skýrslan var gerð. Hinsvegar seldi þá landsverslunin
kóks fyrir 330 kr. tonnið (kr. 52.80 skpd.). Á steinolíu og brauðum
hefur verðhækkunin á síðasta ársfjórðungi numið næstum %. Á
sykri og kornvörum hefur einnig orðið mikil hækkun (11 og 9 °/0)-
Hækkunin á kornvörunum stafar mestmegnis frá hveitiverðinu, sem
hefur hækkað hjerumbil um þriðjung, og hækkunin á brauðunum
stafar eingöngu frá hveitibrauðunum, sem hækkað hafa í verði nál.
um 30 %. Einstaka vara hefur þó lækkað í verði, saltað og reykt
kjöt tiltölulega mest (um 13 og 12 %).
Ef verðið á öllum þeim vörum, sem j'firlitið tilgreinir, er talið
100 i júlímánuði 1914 eða rjett áður en stríðið byrjaði, þá hefur
það að meðaltali verið 344 í apríl 1919, 386 í janúar 1920 og
409 í apríl 1920. Hafa þá vörur þessar hækkað i verði að meðal-
tali um 309 % síðan stríðið byrjaði, um 19 % síðan í fyrravor
og um 6 °/o á síðastliðnum ársfjórðungi.
Vörur þær, sem hjer eru laldar, eru íleslar matvörur, 56 teg.
af 62, en auk matvaranna er teldð með sódi og sápa, steinolía og
kol. Er verðhækkunin. á þessum vörum heldur meiri heldur en á
matvörunum. Ef matvörurnar eru teknar út af fyrir sig, hafa þær
allar (56 teg.) að meðaltali hækkað i verði um 294 % síðan í
striðsbyrjun, um 24 % síðan í fyrravor og um 6 % á síðastliðnum
ársfjórðungi.
Þess ber að gæta, að tölur þær, sem hjer hafa verið greindar
sýna ekki beinlínis og út af fyrir sig, hve miklu dýrara sje orðið
að lifa bjer í Reykjavík heldur en var fyrir stríðið. Ef menn vilja
fá fulla vitneskju um það, verður að taka með fleiri útgjaldaliði