Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.07.1924, Page 4

Hagtíðindi - 01.07.1924, Page 4
H A G T1 Ð I N D í 1924 íiG ársfjórðungi, mest sykur, en nokkuð líka garðávexlir, aldini og kornvörur, og brauð hafa staðið í stað, en aftur á móti hafa hinir matvöruflokkarnir hækkað því meir, langmest kjöt og þar næst fisk- ur. Ef útgjöldin til matvara, eldsneytis og ljósmetis væru reiknuð eftir verðlaginu í júlí þ. á., en aðrir útgjaldaliðir óbreyttir eins og siðastliðið haust, mundi það hækka aðalvisistöluna frá i haust úr 277 upp í 299 eða um 8 %• Innfluttar tollvörur árið 1923. Eftirfarandi yfirlit er gert samkvæmt tollskilagreinum lögreglu- stjóranna, sem hagstofan fær eftirrit af. Síðan vorutollurinn komst á, eru ílestallar vörur tollskyldar, og má þá af yfirlitinu gera sjer grein fyrir, hve miklir vöruflutningarnir hafa verið í heild sinni. Frá innflutningnum til Reykjavíkur sjerstaklega, bæði á hverjum árs- fjórðungi fyrir sig og öllu árinu, hefur áður verið skýrt í Hagtíðind- um 5. og 6. tölubl. f. á. og 1. og 4. tölubl. þ. á. Vinandi, vínföng og gosdrykkir. Af ómenguðum vínanda var síðastliðið ár flutt til landsins 38 365 lítrar (talið í 16°). Næsta ár á undan var innflutningurinn aðeins 15 680 lítrar, en árið þar áður (1921) aftur á móti 40 848 lítrar. — Af kognaki var innflutningurinn árið 1923 (talið í 8°) 2304 lítrar. Árið áður var innflutningurinn aðeins 1800 lítrar, en árið 1921 var hann nál. 6000 lítrar. — Frá því aðflutningsbannlögin gengu i gildi hefur löglegur innflutningur á ómenguðum vínanda og kog- naki (hvorttveggja talið í 8°) verið svo sem hjer segir. 1913 ... 6 pús. lítrar 1919 ... 116 þús. lltrar 1914 ... 12 - - 1920 ... 82 — — 1915 ... 19 - — 1921 ... 88 — — 1916 ... 24 — - 1922 ... 33 — — 1917 1918 ... 30 — — ... 53 — - 1923 ... 79 — — Hjer eru þessi vínföng talin í 8°, svo að hver lítri af hreinum vínanda er talinn 2 lítrar. Af sherrg, portvini og malaga var innflutningur árið 1923 alls 106 995 litrar. Næsta ár á undan var þessi innfiutningur 87 þús. lítrar, en það var fyrsta árið, sem undanþágan var veitt frá bann- lögunum með lögum 31. maí 1922 (Spánarvinin). Þar á undan var

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.