Hagtíðindi - 01.07.1924, Page 5
1924
H A (í T Í Ð I N D I
37
innflutningur af þessum vínum margfalt minni (1919: 14 200 lítrar,
1920 og 1921: 5300 lítrar). — Af öðrum vinföngum, svo sem rauövíni,
messuvíni o. fl., svo og af ávaxtasafa fluttist árið 1923 alls inn 18 382
lítrar. Er það heldur með minna móti eftir því sem innflutni.ngurinn
hefur verið undanfarin ár (1918: 16 þús. lítrar, 1919: 25 þús. lítrar,
1920: 24 þús. lítrar, 1921: 17 þús. lítrar, 1922: 34 þús litrar). —
Innflutningur á öllum þeim vínföngum, sem nefnd hafa verið, að
undanskildum ávaxtasafa, er í höndum áfengisverslunar ríkisins.
Af öli (óáfengu) fluttist inn 94 454 lítrar. Er það meira heldur
en næsta ár á undan, en þá var innflutningur af öli með minsta
móti. Síðan 1912 hefur innflutningur á óáfengu öli verið þessi:
1912 . . 75 pús. lítrar 1918 ... 36 þús. lítrar
1913 . . 83 — — 1919 ... 247 — —
1914 . . 125 — — 1920 ... 148 — —
1915 . . 233 — — 1921 ... 96 - —
1916 . . 202 — — 1922 ... 71 — —
1917 . . 76 — — 1923 ... 94 — —
Af sódavatni flluttusf inn 1700 lítrar. Innflutningur af því hefur
undanfarið verið lítill, en breytilegur (1919: 3100 lítrar, 1920: 1300
lítrar, 1921: 200 lítrar, 1922: 1300 lítrar).
Af menguðum vinanda til eldsneytis og iðnaðar voru fluttir inn
6589 lítrar. Næsta ár á undan var innflutningurinn aðeins 945 litrar,
en 1921 var hann 40 þús. lítrar og 24 þús. litrar árið 1920. Lækk-
unin mun mikið stafa af því, að farið er að tíðkast að menga vfn-
anda innanlands, er nota á til eldsneytis og iðnaðar, og flyst vínand-
inn þá inn ómengaður. — Af ilmvötnum og hárlgfjum voru fluttir
inn 272 lítrar. Er það töluvert minna en undanfarin ár (1920: 1800
lítrar, 1921: 700 lítrar, 1922: 700 lítrar).
Tóbak og vindlar.
Af alls konar tóbaki fluttust inn 74 679 kg. og af vindlum og
vindlingum 16 122 kg. Bæði tóbaks- og vindlainnflutningurinn hefur
verið töluvert meiri heldur en næsta ár á undan. Á síðastliðnum 5
árum hefur innflutningur af tóbaki og vindlum verið þessi:
Tóbak Vindlar og vindlingar
1919 .... 126 þús. kg 43 þús. kg
1920 .... 118 — — 19 — —
1921 .... 56 — — 22 - -
1922 .... 52 - — 13 - —
1923 .... 75 — - 16 — —