Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.07.1924, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.07.1924, Blaðsíða 7
1924 HAOTlÐlNDI 39 Vörur, sem vörutollnr er greiddur af. Undir 1. flokk vörutollsins falla kornvörur og jarðepli, semenl, kalk, tjara og nokkrar fleiri vörur. Fram að 10. febr. 1923, er einka- sala landsins á steinoliu hófst, heyrði steinolían undir þennan flokk vörutollsins, en síðan fjell burtu vörutollur af steinolíunni. Árið 1923 nam innflutningur af þessum vörum alls 21 813 850 kg. Jafnvel þótt tekið sje tillit til þess, að steinolían er fallin burtu, þá hefur inn- flutningur á þeim vörum, sem falla undir þennan flokk, verið minni heldur en næsta ár á undan, er hann var 30.i milj. kg. 1 2. flokki vörutollsins er mesti fjöldi af harla óskyldum vör- um, svo sem ýmsar járnvörur, tómar tunnur, ýms veiðarfœri, skepnu- fóður og margt fleira. Af þessum vörum fluttust inn árið 1923 alls 9 260 750 kg. Er það heldur meira heldur en árið á undan, er inn- flutningur í þessum fiokki var 8.s milj. kg. í 3. flokki er alls konar vefnaðarvara, fatuaður (nema olíufatn- aöur), tvinni og garn. Árið 1923 var innflutningur þessara vara 555 640 kg. Er það miklu minna heldur en næsta ár á undan, er þessi innflutningur var 659 þús. kg. í 4. flokki er salt og kol. Árið 1923 flultist inn 48 087 tonn af salti og 70 518 tonn af kolum. Er það hvorttveggja töluvert minna heldur en árið næst á undan, einkum af saltinu. Siðastliðin 5 ár hefur innflutningur á salti og kolum verið svo sem hjer segir: Salt Kol 1919 ... 45 pús. tonn 23 þús. tonn 1920 ... 31 - — 41 — — 1921 ... 35 — — 45 — — 1922 ... 60 - - 75 — — 1923 ... 48 — — 71 — — í 5. ftokki vörutollsins er trjávibur, hurðir, gluggar, húsalistar, þakspónn og trjespónn. Af þessum vörum fluttist inn árið 1923 alls 510 043 teningsfet og er það töluvert meira en árið á undan, er inn- flutningur þessi var aðeins 417 þús. teningsfet. 6. flokkur vörutollsins er allskonar leikföng, allskonar munir, sem eingöngu eru œtlaðir til skrauts, úr hvaða efni sem er, svo og plettvarningur og munir, sem að meira hluta efnis eða að verði til eru úr gulli, silfri, plalínu eða gimsteinum. Af þessum vörum flutt- ust árið 1923 inn 13 076 kg, en árið áður var þessi innflutningur 11 V* þús. kg, 1 7. flokki vörutollsins er allar aðrar gjaldskgldar vörur. Inn- flutningurinn í þessum flokki var árið 1923 alls 4 527 320 kg. Er það heldur minna en árið áður, er innflutningur þessi var 4.9 milj. kg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.