Hagtíðindi - 01.07.1924, Qupperneq 8
40
HAGTÍÐINDI
1924
t’yngd varanna.
Með þvi að gera áætlun um þyngd þeirra vörutegunda, sem
gefnar eru upp til tolls í litrum og teningsfetum má fara nærri um,
hve mikil hefur verið þyngd allra tollvaranna í heild sinni. þegar svo
þar við er bætt steinoliu, sem landseinkasala er á, er fenginn mest-
allur vöruflutningur til landsins. Telst svo til, að þyngdin hafi verið
svo sem hjer segir 5 síðustu árin (talið í þús. kg.)
1919 1920 1921 1922 1923
Vörutollsvörur Steinolía | 118 618 124 094 116 607 187 630 | 164 466 4 779
Aðrar vörur 5 157 2 827 3 867 4 228 4127
Samtals ., , 123 775 126 921 120 474 191 OO Oi 00 173 372
Yfirlitið sýnir, að siðastliðið ár hefur þyngd varanna í heild
sinni verið verið töluvert minni heldur en næsta ár á undan, en þó
miklu meiri heldur en árin 1919—21. Lækkunin frá 1922 til 1923
nemur rúml. 18 þús. tonnum. Stafar sú lækkun að langmestu leyti
frá kolum og salti, því að innflutningur af þeim hefur lækkað um
16 þús. tonn.
Af innfluttum tollvörum komu á Reykjavik (voru tollaðar þar)
91 873 tonn eða rúml. helmingurinn og er það likt hlutfall eins og
undanfarin ár. Steinolían er ekki talin með síðasta árið, því hún
var þá hvergi tolluð.
Þess ber að gæta, að vörutollurinn greiðist jafnt af umbúðum
varanna sem af vörunum sjálfum, og eru því umbúðirnar taldar
með í þyngd vörutollsvaranna. Gömlu tollvörurnar eru aftur á móti
tollaðar án umbúða, og táknar þyngdin þar því einungis sjálfar vör-
urnar umbúðalausar. Steinolian er hjer einnig talin án umbúða
síðasta árið.
Steinoliuinnfl utningur og steinoliusala Landsverslunar árið 1923.
Samkvæmt heimild í lögum nr. 77, 14. nóv. 1917 tók lands-
stjórnin upp einkasölu á steinolíu frá 10. febr. 1923 og hefur Lands-
verslunin hana síðan á höndum. Frá þeim tíma fjell niður vörutollur
af steinolíu, en í stað þess á einkasalan að greiða sjerstakt gjald í
landssjóð, 2 kr. af hverju steinoliufati (150 kg nettó), sem hún selur
hjer á landi. Árið 1923 flutti Landsverslunin inn steinoliu eins og
hjer segir.