Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.07.1924, Side 11

Hagtíðindi - 01.07.1924, Side 11
1924 HAGTlÐINDI 43 ávaxtasafa, 28 þús. kr. af öli og 13 þús. kr. af menguðum vínanda. Árið 1922 var vínfangatollurinn 367 þús. kr. og 357 þús. kr. áriðl921, en 305 þús. kr. árið 1920. Á miðju ári 1921 var tollgjaldið hækkað töluvert. Tóbakstollurinn var 428 þús. kr. árið sem leið, þar af 299 þús. kr. af tóbaki og 129 þús kr. af vindlum og vindlingum, en árið 1922 var hann 315 þús. kr. og 399 þús. kr. árið 1921. Kaffi- og sykurtollurinn hefur orðið 822 þús. kr., en árið áður var hann 882 þús. kr. og 728 þús. kr. árið 1921, en á miðju ári 1921 var kaffitollurinn hækkaður. Af tollinum 1923 var 458 þús. kr. af sykri, en 364 þús. kr. af kaffi (227 þús. kr. af óbrendu kaffi, 13 þús. kr. af brendu kaffi og 124 þús. kr. af kaffibæti). Te- og súkkulaðitollurinn hefur orðið 111 þús. kr., en 1922 var hann 119 þús. kr. og 79 þús. kr. árið 1921, en á miðju ári 1921 var tollurinn hækkaður bæði á tei, súkkulaði og kakaó. Af tollupp- hæðinni 1923 kemur 54 þús. kr. á súkkulaði, 9 þús. kr. á kakaó, 4 þús. kr. á te og 44 þús. kr. á brjóstsykur og konfekt. Vörotollur. Árið 1923 varð vörutollurinn 1 031 þús. kr. Næsta ár á undan var hann 887 þús. kr„ en 579 þús. kr. árið 1921 og 731 þús. kr. árið 1920. í marslok 1922 fjell niður hinn sjerstaki salttollur og í árslok 1922 hinn sjerstaki kolatollur og greiddist eftir það vörutollur af báðum þessum vörum, en aftur á móti fjell niður vörutollur af steinolíu eftir 10. febr. 1923, er landsstjórnin tók einkasölu á henni. Vörutollurinn skiftist þannig niður á tollflokkana síðastliðið ár. 1. flokkur: Kornvara, sement, kalk o. fl... 131 pús. kr. 2. — Ýmsar járnvörur, veiðarfæri o. fl. 185 — — 3. — Vefnaðarvörur og fatnaður ........ 100 — — 4. — a. Salt ........................... 72 — — b. Kol ........................... 212 — - 5. — Trjáviður o. fl.................... 46 — — 6. — Leikföng og dýrgripir ............. 13 — — 7. — Aðrar gjaldskyldar vörur ......... 272 — — Samtals .. 1 031 pús. kr. Útflutningsgjald. Útflutningsgjald af sild, fóðurmjöli, fóðurkökum og áburðarefni, sem er leifar af útflutningsgjaldinu gamla, varð síðastliðið ár 396 þús. kr., þar af 372 þús. kr. af sild, 21 þús. kr. af fóðurmjöli og fóðurkökum og 3 þús. kr. af áburðarefnum. Árið 1922 var útflutn- ingsgjaldið af sildinni 383 þús. kr„ en 387 þús. kr. árið 1921. Þó að

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.