Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.12.1939, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.12.1939, Blaðsíða 6
106 HAGTlÐI NDI 1939 Hjónavígslur, fæðingar og marndauði árið 1938. Hjónavígslur. Árið 1938 var tala hjónavígslna á öllu landinu 644. Meðalmannfjöldi ársins samkvæmt prestamannatölum í byrjun og lok ársins hefur verið 118 290 (sem reyndar mun vera heldur lægri en hinn raunverulegi mann- fjöldi). Hafa þá komið 5.4 hjónavígslur á hvert þúsund landsmanna, og er það svipað hlutfall eins og tvö næstu árin á undan, en töluvert lægra heldur en undanfarin ár annars, svo sem sjá má á eftirfarandi yfirliti: Hjónavígslur Hjónavígslur 1916-20 meðaltal . . . 594 6.5 %0 1935 .. . . . 735 6 4 % 0 1921-25 — . 571 6.9 — 1936 ... . . . 628 5.4 — 1926—30 — . 691 6.6 — 1937 ... ... 650 5.5 — 1931—35 — . 721 6.4 — 1938 ... . .. 644 5.4 — Fæðingar. Árið 1938 var tala lifandi fæddra barna 2 326 eða 19.7 á hvert þús. landsmanna. Er það nokkru lægra .hlutfall en næstu ár á undan, og hefur hlutfallið farið sílækkandi á undanförnum árum, svo sem eftir- farandi yfirlit sýnir: Fæddir lifandi Fæddir lifandi 1916 — 20 meðallal ... 1921-25 — 1826-30 — 1931-35 - 2 443 26.7 °/oo 2 568 26.5 — 2 662 25.6 — 2 636 23.5 — 1935 ... . 2551 22.1 °/oo 1936 .... 2 557 22.0 — 1937 .... 2 393 20.4 — 1938 ..'. . 2 326 19.7 — Andvana fædd börn voru 62 árið 1938 en 58 árið á undan. Alls hafa þá fæðst 2 388 börn lifandi og andvana árið 1938, þar af 1235 sveinbörn, en 1 153 meybörn. Á móts við hvert þúsund meybarna hafa þá fæðst 1 071 sveinbörn. Af öllum fæddum börnum 1938 voru 563 eða 23.6 °/o óskilgetin. Er það töluvert hærra hlutfall heldur en undanfarin ár. Hefur hlutfallstala óskilgetinna barna hækkað mikið síðustu árin, svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir, og undanfarin 100 ár hefur hún aldrei verið eins há og árið 1938. 1916-20 . . . . . . . 13.1 % 1935 . . . . . . . 20.4 % 1921—25 .... .. . 13.5 — 1936 ... . . . . 21 8 — 1926-30 . ... ... 145 — 1937 ... . . . . 21.1 — 1931—25 .. .. ... 18 6 — 1938 ... . . . . 23.6 — Manndauði. Árið 1938 dóu hér á landi 1 204 manns eða 10.2 af hverju þús. landsmanna. Er þaðl lægra manndauðahlutfall heldur en nokkurt undan- farið ár, en lægst hefur það verið áður 10.3 (árið 1933). Á síðari árum hefur manndauðinn verið svo sem hér segir:

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.