Hagtíðindi - 01.04.1944, Síða 5
1944
H AGTÍ Ð I N D I
45
Yíirlitið hér á undan sýnir byggingarkostnað slíks húss, sem að framan
er skýrt frá, á ári hverju 1939—1943, bæði í heild og skipt niður á ýmsa
kostnaðarliði. Ekki er miðað við almanaksár, heldur er árið látið byrja
1. október og reiknað til septemberloka. Fyrsta árið gildir fyrir tímabilið
Vio 1938 — 30/9 1939 og síðasta árið Vio 1942— 30/g 1943. Vísitala þessi
á að sýna hinar almennu verðbreytingar á byggingarefnum og byggingar-
vinnu á þessum tíma, en hins vegar má ekki búast við, að unnt sé að
heimfæra hana upp á hvert einstakt hús, sem byggt hefur verið á þessum
árum. Húsin eru svo margvísleg að efni og gerð, og auk þess geta verið
ýmsar sérstakar ástæður, er gera það að verkum, að samskonar hús
verður dýrara eða ódýrara í einu tilfelli heldur en öðru.
Eitt af því, sem gert hefur húsbyggingar dýrari á síðusfu árum en
ella mundi, er það, að vinnukraftur hefur verið af svo skornum skammti,
að nota hefur orðið að nokkru leyti yfirvinnu og helgidagavinnu, sem er
miklu dýrari heldur en almenn vinna, og hafa menn stundum jafnvel ekki
fengizt í vinnu, nema þeim væri jafnframt tryggð einhver viss yfirvinna_
Að vísu hafa verið misjafnlega mikil brögð að þessu, en það hefur þó
verið svo almennt, að sjálfsagt hefur þótt að taka tillit til þessa við kostn-
aðarreikning hús þess, sem hér er miðað við. Hefur þá verið miðað við
það yfirvinnu- og helgidagavinnumagn, sem algengast hefur verið á hverju
ári, eftir þeim upplýsingum, sem skrifstofa húsameistara hefur getað
aflaðsér.
í áætlun þeirri, sem hér er miðað við, er gert ráð fyrir sama vinnu-
magni við húsbygginguna á hverju ári, þ. e. sama vinnusfundafjölda. Því
hefur reyndar verið haldið fram, að vinnan hafi ekki verið jafnafkastamikil
allt það tímabil, sem hér er um að ræða, og fleiri vinnustundir hafi þurft
síðustu árin heldur en fyrir stríðið til þess að framkvæma sama verkið,
svo að hver vinnustund verði þeim mun dýrari. Nokkur rök mun mega
færa fyrir þessari skoðun, svo sem að líklegt sé, að menn afkasti ekki
jafnmiklu verki á hverri klukkustund, ef þeir að staðaldri vinna yfirvinnu
og helgidagavinnu, og auk þess sé ekki ólíklegt, að verkafólksskorturinn
síðari árin hafi orðið þess valdandi, að menn hafi orðið að nota meira
af lélegum vinnukrafti heldur en áður. En hvað sem um þetta er, þá
hefur ekki þótt fært að taka tillit til þessa við kostnaðarreikning þann,
sem hér er um að ræða, því að ekki hafa verið fyrir hendi neinar ábyggi-
legar upplýsingar um breytingar á afköstum vinnunnar. Hefur því verið
gert ráð fyrir. að þau hafi haldizt óbreylt síðan fyrir stríð. En þar sem
svo hefur verið ástatt, að unnið hefur verið með minni afköstum heldur
en fyrir stríð, þá hefur kostnaðarhækkunin, að öðru jöfnu, verið meiri
heldur en tölur þær sýna, sem hér eru tilfærðar.
í síðari hluta töflunnar á bls. 43 er sýnt með vísilölum, hve mikið