Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1955, Blaðsíða 12

Hagtíðindi - 01.02.1955, Blaðsíða 12
24 HAGTÍÐINDI 1955 frá degi til dags og er því lítið að marka þcssa hækkun þeirra frá 1952 til 1953. Á móti innlánsaukningunni var eignamegin um að ræða hækkun á víxlum, um 11,4 millj., og hækkun skuldabréfa og verðbréfa, um 17,7 millj. kr. Eign spari- sjóðanna af handbæru fé (inneign í bönkum og peningar í sjóði) hækkaði á árinu úr 25,2 millj. kr. í 32.6 millj. kr. Síðar nefnda talan nemur 15,3% af samanlögðum eignum allra sparisjóðanna. Tekjuafgangur af rekstri sparisjóðanna, miðað við meðaltal af eignum í árs- byrjun og árslok, var 0,67% árið 1952, en 0,76% árið 1953. Tilsvarandi tala 1939 var 1,7%. Síðan 2. apríl 1952 hafa innlánsvextir bankanna verið sem hér segir: Vextir af almennu sparifé 5%, vextir af sparifé, sem bundið er til 6 mánaða, 6%, og vextir af fé, sem bundið er til 10 ára, 7%. Vextir af fé í ávísanabókum hafa verið 2yz%. Sparisjóðirnir hafa yfirleitt haft sömu innlánsvexti og bankarnir, en þó sumir heldur hærri. Hér fer á eftir yfirht um spariinnlán, heildarútlán (að meðtalinni verðbréfa- eign) og niðurstöðutölu efnahagsreiknings í árslok 1953 hjá 10 stærstu sparisjóð- unum, miðað við uppliæð spariinnlána. Hér fer á eftir yfirlit um spariinnlán, heildarútlán (að meðtalinni verðbréfa- eign) og niðurstöðutölu efnahagsreiknings í árslok 1953 hjá 10 stærstu sparisjóð- unum, miðað við upphæð spariinnlána (í þús. kr.): Spari- Heildar- Niðurst.tala innlán útlán efnahagoreikn. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 37 758 36 491 40 143 „ Hafnarfjarðar 22 044 25 344 „ Keðavíkur 15 340 15 846 20 018 „ Akraness 12 844 12 466 16 593 „ Mýrasýslu, Borgarnesi 12 600 13 955 15 165 „ Akureyrar 6 929 6 877 7 681 „ Siglufjarðar 5 819 7 019 9 121 „ Sauðárkróks 5 020 6 724 8 952 „ Glœsibæjarhrepps 3 588 2 840 3 828 „ Stykkishólms 3 526 3 125 3 975 Sparisjóðsfé í innlánsstofnunum hefur í lok áranna 1939 og 1950—1953 alls numið sem hér segir (í millj. kr.): 1939 1950 1951 1952 1933 Ðankar 55,6 459,6 468,2 546,7 693,2 Sparisjóðir 14,2 121,2 128,3 144,3 178,4 Söfnunarsjóður íslands 4,5 12,4 13,7 14,5 14,6 Innlánsdeildir kaupfélaga ... 1,9 44,3 46,9 49,2 57,9 Samtals 76,2 637,5 657,1 754,7 944,1 RíkisprentBmiðjan Cutenberg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.