Hagtíðindi - 01.02.1959, Blaðsíða 4
16
HACTIÐINDI
1959
þess að breyting afurðaverðs megi eiga sér stað. Þá er og framleiðsluráði landbún-
aðarins framvegis heimilt að hækka afurðaverð til framleiðenda svarandi til þess,
að vinnuliður verðlagsgrundvallar sé fœrður til samrœmis við þá hœkkun, sem orðið
hefur á grunnkaupi í almennri verkamannavinnu í Reykjavík. Áður var vinnuliður
verðlagsgrundvallar, og raunar allir liðir bans, ákveðnir fyrir eitt ár í senn, og
þurfti sérstaka lagasetningu til að breyta honum, eftir að liann hafði verið ákveð-
inn á hverju hausti.
í lögunum var enn fremur ákveðið, að skiptaverð það á fiski til bátasjómanna,
sem ákveðið hafði verið um áramótin, skyldi frá 1. febrúar 1959 lækka í sama
hlutfalli og nemur lækkun kaupgreiðsluvísitölu úr 185 stigum í 175 stig. Hið sama
skyldi gilda um fiskverð það, sem aflaverðlaun togarasjómanna miðast við. Hvað
snertir verðlagsuppbót á kauptryggingu bátasjómanna ákváðu lögin hins vegar,
að hún skyldi greidd eftir kaupgreiðsluvísitölu 185. Var þannig sama látið gilda
í þessu efni um kauptryggingu bátasjómanna sem um bótaupphæðir almannatrygg-
inga og atvinnuleysistrygginga samkvæmt framangreindu.
Niðurfærslulögin voru samþykkt á Alþingi 30. janúar 1959 og var því ekki
tími til að láta verðlækkanir almennt koma til framkvæmda þegar 2. febrúar,
sem var mánudagur. Var af þeim sökum ákveðið í lögunum, að vísitala fram-
færslukostnaðar í febrúar 1959 skyldi miðuð við verðlag 6. dag mánaðarins.
Niðurfærslan í framkvæmd. Heildarlækkun vísitölunnar vegna niðurfærslu-
ráðstafananna hefur orðið 6,8 stig, þar af 3,3 stig vegna verðlækkunar landbún-
aðarvara og 3,5 stig vegna lækkunar á öðrum vörum og þjónustu. Gera má ráð
fyrir, að rúmlega 2% stig af heildarlækkuninni hafi verið niðurfelling verðhækk-
ana, sem höfðu átt sér stað vegna hækkunar kaupgreiðsluvísitölu úr 185 stigum
í 202 stig frá 1. des. 1958. Hefur því lœkkun vegna niðurfœrslu kaupgreiðsluvísitölu
úr 185 stigum í 175 stig verið 4,3 vísitölustig. Hér er um að ræða hin beinu áhrif
niðurfærslunnar, en hún hefur auk þess komið í veg fyrir hækkanir, sem hefðu
orðið, ef niðurfærsla hefði ekki átt sér stað. Lækkun vísitölunnar hefði með öðrum
orðum orðið meiri, ef búið hefði verið að færa allt verðlag í landinu til samræmis
við hækkun kaupgreiðsluvísitölu og grunnkaups á síðasta ári, þá er niðurfærslan
kom til framkvæmda, en svo var ekki.
Eftirfarandi yfirlit sýnir breytingar framfœrsluvísitölunnar frá 1. desember 1958
til 1. marz 1959 (framfærsluvísitalan 1. marz 1959 liggur fyrir, þegar þetta er ritað):
Vísitala Vis 1958 .......................................... 220,4
Hækkanir til */» 1959 (nettó, þ. e. að frádregnum lækkunum,
sem ekki eru vegna niðurfærslu):
Ýmsar hækkanir í des. 1959 ........................... 3,8
Hækkanir 8/x—'/2 1959 ................................ 0,8
.. 7/s—Vs 1959 ............*................... 0,8 5,4
Lækkanir tU >/» 1959: 225,8
Auknar niðurgreiðslur frá */i 1959 .................... 12,6
Lækkanir vegna niðurfærslu ............................ 6,8
Auknar niðurgreiðslur frá V» 1959, til þess að visitalan
verði 202 stig þann dag ......................... ca. 4,0 23,4
Vísitala 1. marz 1959 202,4
Þess skal getið, að innan skamms verður birt í Hagtíðindum greinargerð um
niðurgreiðslur vöruverðs, eins og þær eru nú orðnar.
Nýr grundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar og ný ákvæði um greiðslu verð-
lagsuppbótar á laun. Kauplagsnefnd og Hagstofan gerðu á sínum tíma rannsókn á