Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1959, Blaðsíða 3

Hagtíðindi - 01.02.1959, Blaðsíða 3
19S9 HACTlÐINDl 15 Þá er og kveðið á um niðurfærslu landbúnaðarvöruverðs og fiskverðs, sem háseta- hlutur og aflaverðlaun reiknast eftir, og verður vikið nánar að þessu hér á eftir. Loks eru svo almenn ákvæði í 10. gr. laganna um, að framleiðendur hvers konar vöru og þjönustu skuli þegar eftir gildistöku laganna lœkka söluverð til samræmis við þá lækkun launakostnaðar, sem leiðir af niðurfærslu kaupgreiðsluvísitölu í 175 stig og af annarri lækkun tilkostnaðar vegna ákvæða laganna, svo og svarandi til þess, að hagnaður framleiðenda lækkaði í hlutfalli við niðurfærslu kaupgreiðsluvísitöl- unnar. Þessi ákvæði taka til niðurfærslu svo að segja alls verðlags í landinu, nema húsaleigu og þess verðlags, sem sérstök ákvæði eru um í lögunum. Yerðlagsyfir- völd liófu þegar útgáfu nýrra verðlagsákvœða á grundvelli þessara fyrirmæla, og komu þau til framkvæmda fyrstu daga febrúarmánaðar. Verðlagsyfirvöld ákváðu almennt, að álagning á vörur í heildsölu og smásölu og álagning framleiðenda iðnaðarvara skyldi þegar lækka um 5 %, en sérstök hámarksákvæði voru sett um margar innlendar iðnaðarvörur og ýmsa þjónustu. í lögunum var enn fremur ákveðið, að vísitala viðhaldskostnaðar húsa í Reykjavík 1. des. 1958 skyldi reiknuð á ný til samræmis við kaupgreiðsluvísitölu 175 stig að því er snerti launaliði fyrr nefndrar vísitölu, og að eftir henni skyldi reiknuð ný húsaleiguvísitala, er að öðru leyti væri miðuð við 1. des. 1958. Húsaleiguvísitalan frá 1. jan., reiknuð eftir upphaflegri vísitölu viðhaldskostnaðar 1. des. 1958, sem var miðuð við kaupgreiðsluvísitölu 202, var 290 stig, en lækkaði nú frá 1. febrúar 1959 í 275 stig (1939=100). Þetta hefur aðeins þýðingu, þegar húsaleiga fylgir húsaleiguvísitölu samkvæmt leigusamningi, en slíkt er fágætt, nema við leigu á atvinnuhúsnæði. — Umrædd lækkun vísitölu viðhaldskostnaðar húsa í Reykjavík var úr 1 367 stigum í 1 264 stig (1939=100). — Jafnframt ákváðu lögin, að við útreikning vísitölu framfærslukostnaðar 1. febrúar og 1. marz 1959 skyldi miða húsnæðislið hennar við hina endurreiknuðu vísitölu viðhaldskostnaðar, að svo miklu leyti sem húsnæðisliður vísitölu framfærslukostnaðar fylgir vísitölu við- haldskostnaðar. Framfærsluvísitalan 6. febrúar 1959 lækkaði um 0,7 stig af þess- um sökum, og var þar með felld niður jafnmikil hækkun hennar 2. janúar 1959 vegna hækkunar þeirrar á vísitölu viðhaldskostnaðar, sem leiddi af hækkun kaup- greiðsluvísitölu úr 185 stigum í 202 stig frá 1. desember 1958. Afurðaverð til framleiðenda landbúnaðarvara skyldi samkvæmt ákvæðum lag- anna lækka í hlutfalli við lækkun þá á lieildarupphæð verðlagsgrundvallar land- búnaðarvara, sem leiddi af niðurfærslu vinnuliðs lians vegna lækkunar kaupgreiðslu- vísitölu úr 185 stigum í 175 stig. Vinnuliður verðlagsgrundvallar landbúnaðarvara fyrir framleiðsluárið 1958—59 var miðaður við kaupgreiðsluvísitölu 185, sem gilti þegar hann var ákveðinn. Samkvæmt þessu lækkaði afurðaverð til bænda frá 1. febrúar 1959 sem liér segir: Dilka- og geldfjárkjöt 1. fl. úr kr. 22,20 í kr. 21,34 á kg, mjólk úr kr. 3,92 í kr. 3,79 á lítra, og kartöflur (1. fl.) úr kr. 3,10 í kr. 3,00 á kg. Samkvæmt fyrirmælum laganna var ákveðinn samsvarandi lœkkun á reikn- uðum vinnslu- og dreifingarkostnaði afurða, en smásöluálagning á kindakjöt og kartöflur hélzt óbreytt að krónutölu, þar sem álagning í krónum á þessar vörur hafði verið lækkuð um 20 % og jafnvel meira, þá er niðurgreiðslur voru auknar frá ársbyrjun 1959. Hliðstætt því ákvæði laganna, að skiptaverð á fiski til báta- sjómanna og fiskverð það, sem aflaverðlaun togarasjómanna miðast við, skuli frá 1. maí 1959 breytast samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu eftir sömu reglum og gilda um greiðslu verðlagsuppbótar á laun, er framleiðsluráði landbúnaðarins framvegis heimilað að hœkka og lœkka afurðaverð til framleiðenda samkvœmt kaupgreiðsluvísi- tölu á sama hátt. Þó skal breyting kaupgreiðsluvísitölu nema a. m. k. 2 stigum til

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.