Hagtíðindi - 01.05.1960, Síða 12
60
HAGTlÐINDI
1960
Enginn nýr sparisjóður bættist við á árinu.
Sparisjóðsinnstæðuféð óx á árinu um 99,3 millj. kr. og hlaupareikningsinn-
stæður hækkuðu um 7,8 millj. kr. Síðar nefndar innstæður eru mjög breytilegar
frá degi til dags. Á móti innlánsaukningunni var eignamegin um að ræða hækkun
á víxlum, um 74,4 millj., og hækkun skuldabréfa og verðbréfa, um 21,2 millj. kr.
Eign sparisjóðanna af handbæru fé (inneign í bönkum og peningar í sjóði) hækkaði
á árinu úr 77,2 millj. kr. í 84,2 millj. kr. og var 13,5% af samanlögðum eignum
allra sparisjóðanna í árslok 1958.
Tekjuafgangur af rekstri sparisjóðanna, miðað við meðaltal af eignum í árs-
byrjun og árslok, var 1,0% árið 1956, en 0,9% árin 1957 og 1958, hvort um sig.
Tilsvarandi tala 1939 var 1,7%.
Á tímabilinu 2. apríl 1952—1958 voru innlánsvextir bankanna sem hér segir:
Vextir af almennu sparifé 5%, vextir af sparifé með 6 mánaða uppsagnarfresti
6%, og vextir af fé, sem bundið er til 10 ára, 7%. Vextir af fé í ávísanabókum
voru 21/2^0 til 1. júlí 1956, en frá þeim tíma voru þeir 4%, reiknaðir af lægstu
innstæðu á hverju 10 daga tímabili, þ. e. frá 1.—10., 11.—20. og 21. til loka hvers
mánaðar. — Sparisjóðirnir hafa yfirleitt haft sömu innlánsvexti og bankarnir.
Hér fer á eftir yfirlit um spariinnlán, heildarútlán (að meðtahnni verðbréfa-
eign) og niðurstöðutölu efnahagsreiknings í árslok 1958 hjá 10 stærstu sparisjóð-
unum, miðað við upphæð spariinnlána (í þús. kr.):
Verzlunarsparisjóðurinn, Rvík .. Spari- innlán 88 277 Heildar- útlán 102 952 Niðurst.tala efnahagsreikn. 1)9 248
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis . 87 951 87 158 94 217
Sparisjóðurinn í Keflavík 39 359 40 451 49 772
Sparisjóður Hafnarfjarðar 39 399 44 626
Samvinnusparisjóðurinn, Rvík . 31005 28 559 31 587
Sparisjóður Akraness 30 173 39 104
„ Mýrasýslu, Borgarnesi 22 555 25 241 29 765
„ Akureyrar 15 992 18 995
„ Glæsibæj arhrepps, Akureyri .. 13 978 11 209 14 770
„ Siglufjarðar 10 361 10 968 15 757
Sparisjóðsfé í innlánsstofnunum hefur í lok áranna 1939 og 1954—1958 t
numið sem hér segir (í millj. kr.): 1939 1954 1955 1956 1957 1958
Bankar 55,6 834,2 908,1 982,5 1 073,6 1 185,7
Sparisjóðir 14,2 229,3 268,1 337,9 420,9 520,2
Söfnunarsjóður íslands 4,5 14,9 15,3 16,1 16,7 17,0
Innlánsdeildir kaupfélaga ... 1,9 84,1 110.2 139,4 164,8 197,6
Samtals 76,2 1 162,5 1 301,7 1 475,9 1 676,0 1 920,5
Ríkiiprentstxiiðjan Gutenbarg.