Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.11.1961, Page 18

Hagtíðindi - 01.11.1961, Page 18
158 HAGTlÐINDI 1961 Gulrófur og næpur Sýslur (frh.) 1958 1959 1960 1958 1959 1960 Akranes 112 161 376 _ 57 54 ísafjörður 2 7 28 - _ 5 bauðárkrókur .. 200 54 54 _ — _ Siglufjörður ... _ _ - _ _ - Ólafsfjörður ... - 50 - - - - Akureyri 2 929 3 230 3 488 115 115 129 Húsavík 70 - 350 _ _ _ Seyðisfjörður .. 50 - - _ - _ JNeskaupstaður . 452 500 704 - - - V est mannaeyj ar 265 226 129 133 131 30 Kaupstaðir samtals 16 377 12 486 17 667 1 870 2 358 3 365 Alls 71 013 63 806 97 649 5 755 7 818 8 744 Skipakomur á íslenzkar hafnir, vöruflutningar með skipum og aflamagn á einstökum útgerðarstöðum 1959 og 1960. í júlíblaði Hagtíðinda 1960 voru birtar töflur um skipakomur á einstakar hafnir, vöruflutninga með skipum o. fl. fyrir árin 1958 og 1959, og nú er bætt þar við árinu 1960, að rnestu leyti í sama formi. Ýmsar dreifðar upplýsingar um skipakomur og vöruflutninga er t. d. að finna i ársskýrslum skipaútgerða, Árbók Reykjavíkur, árbókum Landsbankans og síðar i Fjármálatíðindum, prentuðum skýrslum Ilagstofunnar um skipa- komur 1913—1917, fjölrituðu áliti samgöngumálanefndar 1958, skýrslum hér- aðsdómara til endurskoðunardeildar fjármálaráðuneytisins og inn- og útflutn- ingsskýrslum Hagstofunnar. Reynir Hagstofan að nýta sumar af jiessum heim- ildum til skýrslugerðar, en hafnarstjórnirnar munu þó sjálfar liafa með hönd- um einna beztar upplýsingar til þess að gera heildarskýrslu um þýðingu ein- stakra hafna fyrir samgöngur á sjó. Fiskifélag íslands hefur liins vegar upp- lýsingar um þýðingu liafnanna sem útgerðarstaða. í marz 1959 sneri Hagstofan sér til allra héraðsdómara utan Reykjavikur og óskaði eftir því, að þeir söfnuðu skýrslum, á þar til gerðum eyðublöðum, um komin og farin skip árið 1958, frá öllum hafnarstjórnum í umdæmi sinu. Þessi skýrslusöfnun gekk ekki vel og skýrslum hefur þvi ekki verið safnað fyrir árin 1959 og 1960. Vonir standa til, að skýrslur fáist frá hafnarstjórnunum fyrir árið 1961 í nokkuð breyttu formi. í töflum þeim, sem hér eru birtar, hafa ýmsar heimildir verið notaðar í staðinn fyrir skýrslur liafnarstjórnanna, og er þeirra getið í skýringum við hverja töflu sérstaklega. Til þess að gefa hugmynd um þýðingu hafnanna sem útgerðarstaða eru töflur 1 a og b. Þýðing einstakra hafna fyrir innanlandssiglingarnar kemur fram i töflu 2 og skýringum með henni. í töflu 3 sést þýðing hafnanna i hverju héraðsdómaraumdæmi fyrir vöriiflutninga milli landa, og í skýringum við töfl- una er greint frá viðkomu annarra erlendra skipa. í töflu 4 er magn og verð- mæti vöruflutninga milli íslands og annarra landa greint sundur eftir þjóðcrni skipa. í töflu 5 er yfirlit yfir vöruflutninga nokkurra islenzkra skipaútgerða sérstaklega, og i töflu 6 er sérstakt yfirlit yfir skipakomur á Reijkjavíkurhöfn. Loks er i töflu 7 yfirlit yfir vöruflutninga til landsins og frá þvi með erlendum skipum, eftir vörutegundum og þjóðerni flutningaskipa.

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.