Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1968, Blaðsíða 1

Hagtíðindi - 01.05.1968, Blaðsíða 1
H A G T í Ð I N D I GEFIN ÚT AF HAGSTOFU ÍSLANDS 53. árgangur Nr. 5 Maí 1968 Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík í maíbyrjun 1968. Útgjaldaskipting Vísitölur. miðuð við 10.000 kr. Janúar nettóútgj. á grunntíma 1968 = 100 Jan. Febr. Maí Febr. Maí 1968 1968 1968 1968 1968 A. Vörur ogþjónusta: Matvörur 2.671 2.693 2.701 101 101 Þar af: Brauð, kex, mjölvara (277) (281) (286) 101 103 Kjöt og kjötvörur (743) (763) (765) 103 103 Fiskur og fiskvörur (219) (219) (235) 100 107 Mjólk, mjólkurvörur, feitmeti, egg (755) (757) (761) 100 101 Ávextir (235) (228) (226) 97 96 Aðrar matvörur (442) (445) (428) 101 97 Drykkjarvörur (kaffl, gosdrykkir, áfengi o. fl.) 345 345 380 100 110 Tóbak 262 262 285 100 109 Föt og skófatnaður 1.159 1.180 1.211 102 104 Hiti og rafmagn 384 391 391 102 102 Heimilisbúnaður, hreinlætisvörur o. fl 795 797 821 100 103 Snyrtivörur og snyrting 171 172 174 101 102 Heilsuvernd 197 213 216 108 110 Eigin bifreið 867 888 920 102 106 Fargjöld o.þ.h 159 162 178 102 112 Síma- og póstútgjöld 128 128 128 100 100 Lestrarefni, hljóðvarp, sjónvarp, skemmtanir o. fl 1.082 1.089 1.098 101 101 Annað 126 128 139 102 110 Samtals A 8.346 8.448 8.642 101 104 B. Húsnœði 1.608 1.608 1.608 100 100 C. Gjöld til opinberra aðila (almannatryggingaiðgjald, sjúkrasamlagsgjald o. fl.) 342 342 346 100 101 Samtals 10.296 10.398 10.596 101 103 Frá dregst: Fjölskyldubætur 296 296 296 100 100 Vísitaia framfœrslukostnaðar 10.000 10.102 10.300 101 103 Vísitala framfærslukostnaðar í byrjun maí 1968 var 103,0 stig. í febrúarbyrjun 1968 var hún 101,0 stig. Helztu breytingar frá febrúarbyrjun til maíbyrjunar voru þessar: I matvöruflokknum varð hækkun á mörgum liðum. í kjölfar gengisbreytingarinnar í nóvember 1967 hækkaði enn meðalverð á mörgum erlendum vörum og á hliðstæðum innlendum. Þá hækkaði verð á fiski og fiskvörum, sem svarar 0,15 stigum. Verð á nýrri ýsu, slægðri og hausaðri, hækkaði úr kr. 15,00 í kr. 18,00 á kg, og verð á ýsuflökum, þorski og þorskflökum hækkaði til samræmis, svo og verð á unnum vörum úr þessum fiski. Á hinn bóginn var um að ræða verðlækkanir á nokkr- um matvörum vegna tollalækkana í febrúar s. 1., og mikla verðlækkun á kartöflum. í apríllok komu á markað erlendar kartöflur í stað innlendu framleiðslunnar, sem gengin var til þurrðar. Kartöflu- verð (2. fl.) lækkaði úr kr. 12,00 í kr. 8,77 á kg. —• í drykkjarvöruflokknum urðu verðhækkanir, sem ollu 0,35 stiga vísitöluhækkun. Verð á kaffi hækkaði úr kr. 92,00 í kr. 105,00 á kg, og verð á áfengi um ca. 10%. Einnig hækkaði verð á gosdrykkjum og ávaxtasöfum. — Tóbaksverð hækkaði ca. 11% (0,23 stig). Hækkun varð á strætisvagnafargjöldum (0,16 stig) og á liðnum „eigin bifreið“ vegna hækkunar benzínverðs o. fl. (0,32 stig). — Verðhækkun varð á nokkrum þjónustuliðum og á mörgum vörum í flestum vísitöluflokkum, en verðlækkanir urðu einnig á nokkrum vörum vegna tollabreytinganna.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.