Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.01.1970, Side 20

Hagtíðindi - 01.01.1970, Side 20
16 HAGTÍÐINDI 1970 o. s. frv. — Við útreikning á orkuinnihaldi einstakra vörutegunda er farið eftir yfirlitum í riti Júlíusar Sigurjónssonar prófessors: Næringarefni fæðunnar (2. útgáfa, 1963). Magn einstakra matvörutegunda í vísitölugrundvelli er byggt á búreikningum, sem 100 fjöl- skyldur í Reykjavík héldu á ýmsum tímum árs 1965. Fjölskyldurnar voru allar hjón, með börn eða barnlaus. Börnin voru öll yngri en 16 ára og foreldrar þeirra á aldrinum 25—66 ára. Telja verður, að meðalneyzla fjölskyldna af þessari gerð á matvörum komi ekki vel heim við meðalneyzlu lands- manna allra. Þarf að gera hér a. m. k. tvær lagfæringar. Aðra vegna þess, að aldurssamsetning „vísitölufjölskyldunnar" er önnur en þjóðarinnar í heild, og hina vegna þess, að erfiðisvinnumenn (orkufrekir) eru stærri hluti af þjóðinni í heild en í fjölskylduúrtaki vísitölunnar. í vísitölufjölskyldunni eru hjón með 1,98 böm (fjöldi barna í hinum 100 fjölskyldum var 198), og jafngildir það alls 3,085 neýzlueiningum. Er hver einstaklingur í vísitölufjölskyldunni því 0,775 neyzlueiningar að meðaltali. Á sama hátt má reikna þjóðina í heild til neyzlueininga. Miðað við mannfjölda og aldurskiptingu 1. desember 1965 var meðalneyzlueining íbúa þá 0,8002, eða 3,2% stærri en vísitölufjölskyldunnar. Börn vega með öðrum orðum meira í vísitölufjölskyldunni en meðal þjóðarinnar í heild. í ritinu Mataræði og heilsufar á íslandi, sem fyrr var nefnt, er skýrt frá því, að orkunotkun á neyzlueiningu hafi árin 1939—40 reynzt 15% meiri í sveitum en í kaupstöðum. Ekkert er vitað um, hvemig þetta er nú, en hér er reiknað með því, að orkunotkun sé 10% meiri á íbúa utan kaupstaða en annars staðar á landinu, og er þar um ágizkun eina að ræða. Hinn 1. desember 1965 bjuggu 67,9% landsmanna í kaupstöðum og 32,1% utan þeirra. Orkumagn samkvæmt vísitölugrundvelli, sem er miðaður við Reykjavík (og hér látin gilda jafnt fyrir kaupstaði), er af þessum sökum hækkað um 3,2% (32,1 x 0,10), við umreikning til landsmeðaltals. í samræmi við ofan sagt er reiknað magn hitaeininga og orkuefna á einstakling í vísitölugrund- velli fyrst hækkað um 3,2% vegna fráviks í aldursskiptingu, og síðan aftur um 3,2% vegna orku- frekari íbúa utan kaupstaða, eða alls um 6,5%. Fást þá þær niðurstöður, er fram koma í eftirfarandi yfirliti. Sýna þær meðalfjölda hitaeininga og meðalmagn eggjahvítu, kolvetnis og fitu á hvern lands- búa á dag 1965—67: Hitaeiningar Eggjahvíta Fita i Kolvetni ádag ígr á dag i gr á dag i grádag Kjöt og kjötvörur 425 29,1 33,9 0,9 Fiskur og fiskvörur 91 19,5 1,4 0,2 Nýmjólk 482 26,5 27,3 32,6 Smjör 143 0,1 15,9 0,0 Aðrar mjólkurvörur 121 8,6 7,9 3,9 Smjörlíki og önnur matarfeiti 241 0,0 26,7 0,0 Ávextir hvers konar 48 1,0 0,1 10,8 Brauð, kex og mjölvara 562 25,4 7,7 97,7 Kartöflur 123 3,1 0,2 27,1 Grænmeti (rófur, tómatar o. fl.) ... 66 4,3 0,4 11,3 Sykur 434 0,0 0,0 108,5 Aðrar matvörur, drykkjarvörur .... 114 4,5 4,4 14,2 Alls 2.850 122,1 125,9 307,2 Þar af úr dýraríkinu, % 45,3 70,0 69,6 12,2 Hlutfallsleg skipting hitaeininga ... 100 17,1 39,8 43,1 Samanburður við niðurstöður rannsóknar 1939—40 er erfiðleikum bundinn af ýmsum ástæðum, en hér á eftir er þó sýndur fjöldi hitaeininga og skipting þeirra á orkuefni, annars vegar 1939—40 og hins vegar 1965—67, miðað við neyzlueiningu (orkuþörf karlmanns 14—65 ára): Hitaeiningar Eggjahvita Fita Kolvetni ádag igrádag i gr á dag igrá dag 1965—67 3.562 152,6 157,4 384,0 1939—40 3.296 149,2 138,6 340,4 Hlutfallsleg skipting hitaeininga: 1965—67 100 17,1 39,8 43,1 1939—40 100 18,6 39,1 42,3 Samkvæmt þessu hefur hitaeiningamagn á neyzlueiningu aukizt um 8,1% síðan 1939—40, en skipting hitaeininga á orkuefni er mjög h'k því, sem þá var. Með hliðsjón af þeim fyrirvörum, cr nefndir voru í byrjun þessarar greinar, verður að nota þessar niðurstöður með varfæmi. Þegar ofan greindar niðurstöður 1965—67 eru bomar saman við hliðstæðar tölur frá löndum í Norður-Evrópu, kemur í ljós, að í fæðu íslendinga er hlutfallslega meira af eggjahvítu, en minna af kolvetni, og að stærri hluti eggjahvítunnar er hér úr dýraríkinu en er í öðrum löndum. Hitaeiningar á íbúa eru nokkru færri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum (sbr. Nordisk statistisk ársbok 1968, töflu 88). En þess er að gæta, að hér eru hlutfallslega fleiri á bams- aldri en þar. Ef til dæmis Svíþjóð er tekin til samanburðar, kemur í ljós, að 1966 voru um 21% sænsku þjóðarinnar innan við 15 ára aldur, en 34% hjá okkur. Meðalneyzlueining Svía það ár er 0,84, en 0,80 hjá okkur. Ef hitaeiningafjöldi á íbúa hér á Iandi er hækkaður í hlutfallinu 0,84 á móti 0,80, þá fer hann úr 2.850 i 2.993. Hitaeiningafjöldi á íbúa í Svíþjóð var 2.905 á dag 1966/67 og er það lægra en sambærileg tala hjá okkur samkvæmt þessu.

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.