Hagtíðindi - 01.10.1970, Page 14
170
HAQTlÐINDl
1970
Frh. frá bls. 167.
Útfluttar vörur eftir löndum. Janúar—september 1970 (frh.).
Tonn 1000 kr. Tonn 1000 kr.
Austurríki 0,0 27 Sviss i,i 710
Belgía 0,1 11 Vestur-Þýzkaland ... 1.064,7 6.332
Bretland 49,6 1.985
Holland 0,0 16 93 Gömul skip 2.505,0 16.701
Lúxembúrg 0,0 180 Ítalía 2.505,0 16.701
Sovétríkin 119,5 4.885 99 Ýmsar vörur
Sviss 0,0 10 3.978,5 32.772
Vestur-Þýzkaland ... 11,2 524 Danmörk 247,6 3.807
Bandaríkin 16,2 4.772 Færeyjar 98,0 2.798
Kanada 7,6 1.598 Noregur 43,9 2.409
Svíþjóð 1.750,0 12.958
91 Gamlir málmar 4.393,8 37.659 Belgía 0.2 73
Danmörk 169,8 11.493 Bretland 279,7 1.836
Noregur 126,1 421 Holland 1.289,9 1.905
Svíþjóð 749,0 3.234 Ítalía 0,6 8
Belgía 438,3 2.295 Austur-Þýzkaland .. 0,3 8
Bretland 271,2 641 Vestur-Þýzkaland ... 31,0 573
Holland 1.573,6 12.533 Bandaríkin 236,8 6.315
Kanada 0,5 82
Hagstofurit, sem koma út á þessu ári.
Á síðastliðnu vori kom út hagskýrsluhefti nr. II, 48, Sveitarstjórnareikningar 1966—68, og er
verð þess 130. kr.
íbúaskrá Reykjavikur 1. desember 1969, með öllum íbúum Reykjavíkur samkvæmt þjóðskrá
þann dag, kom út á síðastliðnu vori. Nokkur eintök eru eftir óseld. Verð: 2.700 kr. í bandi.
Skrár yfir fyrirtæki á íslandi 1969, með frumstofni hinnar nýju heildarskrár Hagstofunnar yfir
fyrirtæki á íslandi. í bók þessari eru þríþættar uppsláttarskrár, þar á meðal skrár, þar sem atvinnu-
fyrirtækjum, stofnunum og félagssamtökum er skipt á 165 starfsgreinar. Rit þetta kostar 1.600 kr. í
bandi.
Ritið Skrár yfir dána 1969 er nýkomið út. Hér er um að ræða fjölritað hefti, sem kostar 80 kr.
Hefti með dánum 1965—67 kostar 130 kr., og með dánum 1968 65 kr.
Verzlunarskýrslur 1969 eru væntanlegar úr prentun innan skamms. Verð þessa rits: 275 kr.
Afgreiðsla ofan greindra rita er í Hagstofunni, Arnarhvoli (inngangur frá Lindargötu), Reykja-
vík, sími 24460. — Rit eru send gegn póstkröfu, ef þess er óskað, þó ekki íbúaskrá Reykjavíkur.
Leiðrétting.
í greinargerð um nýja kjarasamninga í júní og júlí 1970, sem birt var í septemberblaði Hagtíðinda
1970, segir svo á bls. 136 í upphafi meginmáls: ,,Áf tilfærslum milli launaflokka má helzt nefna það,
að fiskvinna, sem hafði almennt verið í 2. taxtaflokki Dagsbrúnar, var flutt í 4. flokk.“. Þetta er
ekki rétt — fiskvinna var flutt í 3., ekki 4. taxtaflokk. Leiðréttist þetta hér með.
Tekjur einstakra starfsstétta á árinu 1969 samkvæmt framtölum 1970,
Frá og með tekjuárinu 1962 hafa, hér í Hagtíðindum, verið birtar töflur, er m. a. sýndu meðal-
tekjur einstaklinga samkvæmt framtölum, síðast fyrir tekjuárið 1968, í októberblaði Hagtiðinda
1969. Hér eru birtar samsvarandi töflur fyrir tekjuárið 1969, samkvæmt skattskrám 1970. Áður
birtar skýringar við töflur þessar í heild eru endurprentaðar hér með áorðnum breytingum, en að því
er snertir skýringar við einstakar töflur vísast til nóvemberblaðs Hagtíðinda 1965 og til stuttra
skýringa við töflur 2 og 3—4 hér fyrir aftan.
Skýrslugerð þessi tekur aðeins til einstaklinga, ekki til félaga, og í töflum 1—5 hér á eftir eru
helztu niðurstöður hennar fyrir tekjuárið 1969 (framtalsárið 1970). í töflu I, sem sýnir heildartekjur
eftir kaupstöðum og sýslum, eru bæði brúttótekjur og nettótekjur, en í öllum hinum töflunum eru
aðeins brúttótekjur. Með brúttótekjum er hér átt við tekjur samkvæmt III. kafla persónuframtals
án nokkurs frádráttar. í brúttótekjum eru þannig, auk launatekna í peningum og hlunnindum, allar
fram taldar og/eða áætlaðar tekjur: „hreinar tekjur“ af atvinnurekstri, húsaleigutekjur af eigin
íbúð og af útleigðu húsnæði, skattskyldar vaxtatekjur, arður af hlutabréfum, hvers konar lífeyrir
og bætur (þar með fjölskyldubætur, en ckki bamalífeyrir og meðlög, sem eru eigi færð i III. kafla),
að jafnaði tekjur eiginkonu og tekjur barna (sjá síðar). Nettótekjur eru hins vegar tekjur samkvæmt
III. kafla persónuframtals að frádregnum Ieyfðum heildarfrádrætti samkv. IV. kafla þess. í frá-