Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.08.1972, Blaðsíða 23

Hagtíðindi - 01.08.1972, Blaðsíða 23
1972 HAGTÍÐINDl 143 Nýtt rit Hagstofunnar: Skrá um stofnanaheiti. Nýútkomið rit Hagstofunnar nefnist Skrá um stofnanaheiti, og hefur það að geyma danska og enska þýðingu á heitum stofnana, embætta, félagssamtaka og starfsgreina. Tilgangur þessarar út- gáfu er að fullnægja þörf fyrir slíkt uppsláttarrit, en það gera venjulegar orðabækur ekki nema að litlu leyti. Vegna vaxandi samskipta við önnur lönd þurfa menn oft að grípa til þýðinga á heilum stofnana, og vill það oft verða fyrirhafnarsamt, auk þess sem þýðingar gerðar í flýti verða oft ekki eins góðar og skyldi. Fæstar stofnanir og félagssamtök hafa á reiðum höndum þýðingu á heiti sínu á erlend mál, og að auki eru sum þýdd heiti, sem eru í notkun, lítt frambærileg. Uppsláttaratriði í riti þessu eru um 1500 talsins. Auk íslenzkra stofnana, eru þar með margar samnorrænar stofnanir og helztu alþjóðastofnanir. Skrá þessi á að vera tæmandi að því er varðar opinberar og hálfopinberar stofnanir, þó að eitthvað muni skorta á, að svo sé. Engin tök voru á að láta ritið ná til allra félagssamtaka. Tekin voru öll félög, sem eru í fyrirtækjaskrá Hagstofunnar, og auk þess allmörg félög, sem talið var rétt að hafa í ritinu. Þess skal getið, að í fyrirtækjaskrá eru að jafnaði ekki tekin önnur félög en þau sem hafa einhverja fjárhagsstarfsemi, t.d. eiga fasteign og/eða hafa starfsfólk í þjónustu sinni. Auk íslenzks heitis og þýðingar þess á dönsku og ensku, eru í ritinu gefnar upplýsingar um auðkennisnúmer hlutaðeigenda samkvæmt fyrirtækjaskrá, ef það er fyrir hendi, svo og um póst- aðsetur aðila. Rit þetta fæst í Hagstofunni, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík. (inngangur frá Ingólfsstræti). Afgreiðsla rita Hagstofunnar er á 3. hæð Alþýðuhússins. Sími 26699. Efnahagsráðstafanir í júlí 1972. Hinn 11. júlí 1972 voru gefin út bráðabirgðalög (nr. 87/1972) um, tímabundnar efnahagsráð- stafanir. í inngangsorðum laganna segir, að í vændum séu „verulegar víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds, sem stefnt geti afkomu atvinnuvega, atvinnuöryggi og þar með hag allra landsmanna í hættu. Beri því brýna nauðsyn til að koma í veg fyrir slíka þróun, fá aukið svigrúm til að kanna rækilega allar aðstæður og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar, og undirbúa varanlegri úrræði“. Ákvæði laganna gilda yfirleitt til ársloka 1972. í 1. gr. þeirra er kveðið svo á, að leyfi til verðhækkunar skuli því aðeins veitt af Verðlagsnefnd, að allir viðstaddir nefndarmenn greiði þeim atkvæði. Gildir þetta til ársloka 1972. í 2. og 3. gr. er kveðið á um ráðstafanir til lækkunar á framfærsluvísitölu með fjárframlagi úr ríkissjóði, og er nánar greint frá þeim hér á eftir. í 4. gr. eru fyrirmæli um, að samn- ingum um verðlagsgrundvöll búvöru, sem fram áttu að fara fyrir 1. september 1972, skuli frestað í 4 mánuði, (þ.e. til síðari hluta desember 1972), og að nýir samningar gerðir þá skuli gilda til ágúst- loka 1973. Framreikningur gildandi verðlagsgrundvallar til hausts 1972 með tilheyrandi breytingum vinnslu- og dreifingarkostnaðar skal fara fram í samræmi við þær reglur, sem gilda, þegar grundvelli hefur ekki verið sagt upp. í 6.-8. gr. eru ákvæði um greiðslu verðlagsuppbótar á gildistíma laganna. Kaupgreiðsluvísitala reiknuð eftir framfærsluvísitölu í maíbyrjun 1972, gildandi fyrir tímabilið 1. júní til 31. ágúst 1972, er 117,00 stig. Þegar lögin voru sett, var fyrirsjáanleg mikil hækkun kaup- greiðsluvísitölunnar við næsta útreikning, þ.e. eftir ágústvísitölu 1972. Þegar orðnar verðhækkanir frá maíbyrjun voru taldar valda hækkun kaupgreiðsluvísitölu um 5,5-6,0 stig, og auk þess lágu fyrir beiðnir um verðhækkanir, sem jafngiltu viðbótarhækkun um 1-1,5 stig. Með setningu laganna var stefnt að því að halda verðlagsuppbót óbreyttri í 17% eða lítið breyttri frá 1. september og 1. desember 1972. Þetta var gert í höfuðdráttum með eftirfarandi ráðstöfunum: 1. Niðurgreiðsla á verði mjólkur, kindakjöts og kartaflna var aukin frá 12. júli 1972. Niðurgreiðsla mjólkurverðs var hækkuð um eina krónu, eða úr kr. 12,85 í kr. 13,85 á hvern lítra hyrnumjólkur. Niðurgreiðsla á dilkakjöti (1. verðfl.) var hækkuð úr kr. 39,30 í kr. 56,50 á kg, en það þýddi, að r. hún varð nú hin sama og hún var á tímabilinu september til desember 1971. Kartöfluniður- greiðslan var hækkuð úr kr. 7,00 í kr. 12,20 á kg innlendrar uppskeru. — Þessi niðurgreiðslu- aukning olli vísitölulækkun, sem svaraði til 1,46 stiga í kaupgreiðsluvísitölu. 2. Ákveðið var að hækka fjölskyldubætur á timabilinu 1. júlí til ársloka 1972 úr kr. 4.000 í kr. 5.500 kr. á hvert barn (á ársgrundvelli úr 8.000 kr. í 11.000 kr.). Þetta lækkaði kaupgreiðsluvísitöluna um 1,59 stig. — Niðurfærsluráðstafanir námu þannig alls 3,05 stigum (1,46 + 1,59 = 3,05). 3. í þriðja lagi var ákveðið, að ef kaupgreiðsluvísitala frá 1. september og 1. desember 1972 yrði ekki meira en 2,5 stigum hærri en 117 stig, þá skyldi verðlagsuppbót haldast óbreytt í 17%, en hækkun umfram þessi 2,5 stig — ef af henni yrði — skyldi hins vegar bætast við þá verð- lagsuppbót. Þetta þýðir frestun á greiðslu verðlagsuppbótar á laun allt að 2,5 stigum á gildistíma- bili laganna. Jafnframt var ákveðið launþegum í hag, að við útreikning kaupgreiðsluvísitölu fyrir tímabilið 1. desember 1972 til 28. febrúar 1973 skuli eigi taka til greina svo nefndan „búvörufrá- drátt“ samkvæmt kjarasamningum, vegna hækkunar á búvöruverði til framleiðenda við haust- verðlagningu 1972. Það skal fyrst gert við útreikning kaupgreiðsluvísitölu frá 1. marz 1973. Þessi frádráttur, sem áætlaður er um eitt stig í kaupgreiðsluvísitölu, hefði ella orsakað lækkun á kaupgreiðsluvísitölu frá 1. desember 1972. — Jafnframt skal þess getið, að í opinberri greinar- gerð ríkisstjórnarinnar um þessar efnahagsráðstafanir var því heitið, að verðhækkun á helztu búvörum við haustverðlagningu 1972 yrði greidd niður úr ríkissjóði. 4. Eins og áður segir lágu fyrir, þegar þessi bráðabirgðalög voru sett, beiðnir um verðhækkanir, sem jafngiltu hækkun kaupgreiðsluvísitölu um 1-1,5 stig. Með umræddum ráðstöfunum var

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.