Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1973, Síða 20

Hagtíðindi - 01.10.1973, Síða 20
180 1973 GREINARGERÐ MEÐ TÖFLU Á BLS.174.MEÐ TÖLU AÐILA f VERZLUN. Tafla þessi er unnin úr skrá yfir framteljendur til söluskatts á öllu landinu um mitt ar 1973. Á henni eru allir, sem fá sent framtalseyðublað til söluskatts, en að svo stöddu voru aðeinsteknir upp þeir, sem reka verzlun, þ. e. hafa tákntölu á bilinu 611-629 í atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar (sjá neðanmáls á bls. 177). Það skal tekið fram, að allar heildverzlanir eiga að vera á söluskatt- skrá, þar eð þeim ber að telja fram veltu sfna og upplýsa, hve mikið af henni er söluskattskylt vegna sölu beint til notenda eða neytenda vöru. Tölur þær um aðila f verzlun, er hér birtast, verður að nota með varúð, þareð söluskattskrá er ekki nákvæm heimild um tölu starfandi fyrirtækja á hverjum tfma. Hér er annars vegar um að ræða vankanta, sem leiða af eðli efniviðsins og lftt eða ekki verður úr bætt, og hins vegar van- kanta, sem stafa af ágöllum söluskattskrár. f fyrsta lagi gætir þess talsvert f tölum töflunnar, að aðilar, sem hafa hætt starfsemi, standi áfram a söluskattskrá, þar eð skattstofur halda áfram að senda þeim framtalseyðublöð,unz þeir hafa skilað söluskattskfrteini sfnu eða gefið skriflega yfirlýsingu um, að það sé glatað. Getur orðiðlang- ur dráttur á þvf, að aðilar geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni. Annað, sem einnig leiðir til of hárrar tölu verzlunaraðila f töflunni, er það, að nýstofnuð fyrirtæki eru að jafnaði tekin á sölu- skattskrá þegar eftir skráningu á firma-^eða félagaskrá, þótt þau hafi ekki byrjað starfsemi - og einhver þeirra gera það aldrei. Gera má ráð fyrir, að beggja þessara annmarka gæti hvað mest í almennri heildverzlun (nr. 616). Enn fremur verður að hafaþaS í huga, að í verzlun - og aðallega í almennri heildverzlun - er talsvert um það, að fyrirtæki seu með ostöðugan rekstur. Starfsemi getur legið niðri mánuðum og jafnvel árum saman, síðan hafizt á ný, og svo aftur lagzt í dvala. Hér mun aðallega vera um að ræða aðila, sem stunda verzlun sem aukastarf. t>á má ekki heldurjrleyma þvf, að tiltölulega mörg fyrirtæki f verzlun eru með mjög litla söluveltu, og það jafnvel þott um stöðugan rekstursé að ræða. Fyrirtæki með óstöðugan rekstur og með litla söluveltu munu vera tiltölulega flestíalmennri heild- verzlun. Ofan greind atriði verka í þá átt, að aðilar f verzlun, og einkum í almennri heildverzlun.verði oftaldir í töflunni. Öfug áhrif hefur það, að talsvert skortir enn á, að fyrirtæki með rekstur í fleiri en einni grein verzlunar komi fram sem slfkir á söluskattskrá, en svo á að vera, ef um er að ræða rekstrareindir, sem náð hafa vissri stærð og eru aðgreinanlegar. Það skal undirstrikað, að aðili með fleiri en eina útsölu f sömu_ verzlunargrein er eintalinn f töflunni, og gildir þar einu, hvort útsölur eru f einu og sama sveitarfélagi eða dreifðar um fleiri sveitarfélög a sama skattsvæði eða utan þess. Slíkir aðilar eru taldir í þvi sveitarfélagi, þar sem fyrirtæki þeirra er skráð eða þeir sem einstaklingar eiga lögheimili. Rétt er að geta þess; að ílokkun aðila til starfsgreinar a söluskattskrá er ekki enn komin í gott horf, og hefur það að sjalfsögðu áhrif á^tölur töflunnar. T.d. er hætt við því, að allmörg fyrirtæki, sem eiga með réttu heima í nr. 616, séu^talin í nr. 614, og öfugt. Auk þess geta fyrirtæki á sum- um tfmum átt að flokkast til nr. 614 og á öðrum til nr. 616. Ýmsa fleiri fyrirvara þyrfti að gera í þessu sambandi, en hér skal látið staðar numið að sinni. Það skal upplýst, að hin véltæka söluskattskrá fyrir allt landið var sett á laggir um mitt ^ár 1970, og var hun þá þegar tengd hinni nýstofnuðu fyrirtækjaskrá Hagstofunnar. Það þýðir, að sér- hver aðili í söluskattskra hefur auðkennisnúmer fyrirtækjaskrár (og þjóðskrár, þegar einstaklingur rekur fyrirtæki í eigin nafni), enn fremur að hann er flokkaður til starfsgreinar samkvæmt atvinnu- vegaflokkun Hagstofunnar, svo og til forms rekstraraðildar ( einstaklingsfyrirtæki, sameignarfélag, o. s. frv.). Hagstofan sér um framfærslu söluskattskrár, sem nú á sér stað ársfjórðungslega og fer þannig fram, að skattstofur láta í té upplýsingar um nýja söluskattaðila og um allaraðrar breyting- ar, sem gera þarf á skránni hverju sinni. Á^grundvelli þeirra gagna em á Hagstofunni götuð spjöld, sem vélskrá söluskatts er færð fram eftir hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar.^ - Skatty stofan í Reykjavfk sér sjálf um framfærslu sinnar skrár, þó^fer Hagstofan yfir gögn um nýja aðila á skrá, sér þeim fyrir auðkennisnúmeri, athugar flokkunarnúmerj ritun heita o. fl., áður en götun á sér stað á Skattstofunni. Spjöld ganga síðan þaðan til Skýrsluvela. Söluskattskráin, sem er véltæk og með innbyggðu kerfi til flokkunar fyrirtækja, opnar mögu- leika til vfðtækrar nýrrar skýrslugerðar um atvinnuvegi landsmanna. Þegar eru m.a. fáanlegar ars- fjórðungslegar veltutölur fyrir einstakar atvinnugreinar í Reykjavik og á Reykjanessvæði, enda er velta framteljenda til söluskatts á þessu svæði tekin í vélspjöld til útreiknings á söluskattigialdenda. Utan Reykjavíkur og Reykjanessvæðis er ekki enn hafinn útreikningur söluskatts í skýrsluvelum, en stefnt er að þvf, að svo verði áður en langt lfður. Sjá efnisyfirlit á bls. 176.

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.