Hagtíðindi - 01.10.1979, Síða 15
1979
231
TEKJUR EINSTAKRA STARFSSTÉTTA A ÁRINU 1978 SAMKVÆMT FRAMTÖLUM 1979.
Frá og með tekjuárinu 1962 hafa.hér í Hagtfðindum, verið birtar töflur, er m. a. sýndu meðal-
tekjur einstaklinga samkvæmt framtölum, siðast fyrir tekjuárið 1977, í októberblaði Hagtfðinda
1978. Hér á eftir eru birtar hliðstæðar töflur fyrir tekjuárið 1978, samkvæmt skattskrám 1979.Töfl-
ur þessar (nr. 1-5) hafa verið svo að segja óbreyttar að formi og innihaldi frá byrjunen frá ogmeð
tekjuárinu 1976 var innihald töflu 1 aukið verulega frá þvf, sem verið hafði, og töflu 3 var um leið
breytt til bóta. Fyrir þessu er gerð grein ofarlega á bls. 199 í októberblaði Hagtfðinda 1978.
Skýringar þær, sem hér fara á eftir, em endurbirtar með áorðnum breytingum, en að þvf er
varðar skýringar við einstakar töflur vfsast til athugasemda við þær. Einnig vrsast til allýtarlegrar
greinargerðar, er fylgdi töflum þessum f nóvemberblaði Hagtfðinda 1965.
Skýrslugerð þessi tekur aðeins til einstaklinga, ekki til félaga, og f töflunum hér á eftir koma
fram helstu niðurstöður hennar fyrir tekjuárið 1978 (framtalsár 1979). f töflu 1 erheildaryfirlit fyrir
allt landið með brúttótekjum og nettótekjum, en í öðrum töflum eru brúttótekjur einvörðungu. Með
brúttótekj um er hér átt við tekjur samkvæmt III. kafla persónuframtals án nokkurs frádráttar.f
brúttótekjum eru þannig, auk launatekna í peningum og hlunnindum.allarfram taldar og/eða áætl-
aðar tekjur: "hreinar tekjur" af atvinnurekstri, húsaleigutekjur af eigin fbúð og af útleigðu hús-
næði, skattskyldar vaxtatekjur, arður af hlutabréfum, að jafnaði tekjur eiginkonu og tekjur bama
(sjá sfðar). f Drúttótekjur koma enn fremur bætur frá almannatryggingum.
Nettótekj ur eru hins vegar tekjur samkvæmt Ill.kafla persónuframtals aðfrádregnum leyfð-
um heildarfrádrætti, sem frá og með framtalsárinu 1975 er talinn f 2 köflum framtalseyðublaðsins,
IV og V. f frádrætti þessum er kostnaður við húseignir, vaxtagjöld, 50% af launatekjum eiginkonu,
sjómannafrádráttur, skyldusparnaður og ýmislegt fleira. — Samkvæmt töflu I voru á árinu 1978
nettótekjur f heild 78, 3% af brúttótekjum í heild á móti 78, 6% árið 1977. — Rétt er að geta þess,
að neikvæðar nettótekjur (frádráttur meiri en brúttótekjur) eru ekki látnar koma til frádráttarftöfl-
um þeim, er hér birtast, heldur er þeim sleppt.
Rétt er að geta þess, að ýhreinar tekjur af atvinnurekstri" hjá einstaklingum með sjálfstæðan
rekstur eru stunaum oftaldar á persónuframtali, og þar með eru brúttótekjur í töflum 1-5 taldar
hærri en rétt er. Ástæðan er sú, að tilkostnaður, sem með réttu ætti^ að koma á rekstrarreikning
viðkomandi fyrirtækis, er ekki færður þar, heldur látinn koma til frádráttar á persónuframtali hlut-
aðeiganda. Þetta skipti til skamms tíma nokkru máli að því er varðar framtöl bænda.þar eð vextir
af skuldurn vegna búsins, fyming og fasteignagjöld útihúsa, viðgerðir þeirra og viðhald og fleira
kom ekki á landbúnaðarframtal, heldur var það fært til frádráttar tekjum á persónuframtali. Sfð-
ustu árin hefur allur slíkur tilkostnaður við búrekstur átt að færast beint á landbúnaðarframtal, og
er þvf nú orðið tiltölulega lftið um, að brúttótekjur bænda séu oftaldar f framtölum og þar með í
töflum 1-5 hér á eftir. Varðandi sjálfstæðan rekstur almennt mun eitthvað vera um það, aðbrúttó-
tekjur af honum séu oftaldar f III. kafla persónuframtals, vegna þess að vaxtagjöld, viðgerðir og
viðhald og fyrning fasteigna hefur ekki verið talið með rekstrargjöldum, heldur fært sem frádráttur
á persónuframtal. Þetta a þó einkum við minni háttar rekstur, og það, sem á milli ber.skiptir til-
tölulega litlu máli, þar sem það er venjulega aðeins hluti framteljenda f hverri grein, semer með
oftaldar tekjur f III. kafla persónuframtals af þessum sökum.
Á hinn veginn eru brúttótekjur stundum færðar of lágar í III. kafla persónuframtals, og verkar
það ranglega til lækkunar brúttótekjum eins og þær koma fram f töflum 1-5. Talsverter um það að
atvinnurekendur og aðrir láti skattyfirvöldum í té yfirlit, þar sem ekki aðeins^ eru færðar heildar-
tekjur af rekstri og öðm ásamt rekstrargjöldum, heldur einnig allur leyfður frádráttursamkvæmt IV.
ogV. kafla framtals, þannig að f III. kafla þess koma aðeins nettótekjur til skatts með einni tölu.
Her em þannig nettótekjur ranglega teknar f meðfylgjandi töflur sem brúttótekjur, og við þaðsitur.
Tekjur eiginkonu em yfirleitt færðar á framtal mannsins, þar sem mjög faar eiginkonur
telja sér hag í að nota heimild tií að telja fram sjálfstætt. Eru því brúttótekjureiginkvenna aðlang-
mestu leyti meðtaldar í brúttótekjum eiginmanna. Helmingur af tekjum eiginkvenna er frádráttar-
bær til tekjuskatts, og eru þær þvf aðeins taldar að hálfu f tölum nettóteknaf töflu 1. Þess skal get-
ið, að tekjur sérskattaðraeiginkvenna (136 millj.kr.,77 framteljendur) erutaldar flið 20ftöflu 2.
Eiginmenn þeirra teljast ekki kvæntirog koma þvf ekki ftöflum3og4. — Með skattkerfisbreytingu
þeirri.er ákveðin var f lögum nr. 11/1975,var tekin upp samsköTtun karls og konu í óvfgðri sambuð,
ef þau hafa átt barn saman og óska bæði samsköttunar, sem þá á sér stað a nafni mannsins. Slíkir
karlframteljendur eru fþessusambanditaldirkvæntir og koma þvf f töflum 3og4.Áðurvorukonurfó-
vfgðri sambúð ávallt sjálfstæðir framteljendur. — Reglanumfrádrátt5tfýoaf launatekjum eiginkonu
giidir ekki fyrir samskattaðar sambýliskonur.
Umtekjur barna er þetta að segja: Öll börn, sem verða 16 ára á tekjuárinu, ogeldriböm,
eru sjálfstæðir framteljendur, og eru þau flokkuð til starfsstéttar á sama hátt og aðrir framteljend-
ur. Að því er snertir tekjur barna 15 ara og yngri er aðalreglan sú, að þær eru taldar með brúttó-
tekjum foreldra. og námsfrádráttur og annar fradráttur vegna beirra er færður sem frádráttarliður í
IV. kafla framtals. Tekjuárið 1978 voru sérsköttuð böm innan 16 ára aldurs 1148, en við þessa töflu-
ferð eru tekjur þeirra (781 millj. kr.) taldar með tekjum forráðanda á sama hátt og tekjur annarra
arna, svo sem verið hefur.
Ástæða er til þess að vegja athygli á þvf, að hluti töflu 1 og töflur 2 og 5 taka til allra fram-
teljenda, án tillits til kyns og aldurs (varðandi börn sjá framan greintý, en töflur 3 og 4 taka aðeins
til kvæntra karla, þar með karlar samskattaðir með sambýliskonu. Her vfsast að öðru leyti til at-
hugasemdar við töflu 3.
Það skal áréttað, að meðfylgjandi töflur eru byggðar á f r a m töldum tekjum, og að þarer
um að ræða fram taldar tekjur, eins og þær eru ákvarðaðar til skattlagningar af skattstjora, sbr. 37;
gr. tekjuskattslaga, nr. 68/1971. Eru það sömu tekjur og við er miðað við ákvörðun tekjuskatts á
Framhald á bls. 233