Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.11.1988, Síða 32

Hagtíðindi - 01.11.1988, Síða 32
388 1988 Útsöluverð á neysluvörum og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hér fer á eftir tafla um útsöluverð á allmörgum neysluvörum og ýmiss konar þjónustu í hverjum ársfjórðungi 1988 og síðasta áxsfjórðungi 1987, í framhaldi af hliðstæðum töflum, sem um langt árabil hafa birst árlega í nóvemberblaði Hagtíðinda -þó komu verðupplýsingarfyrir áriðl981 í janúar- blaðinu 1982. Hér er aðallega um að ræða talnaefni, sem verðlagsyfirvöld afla fyrir Hagstofuna til hins reglulega útreiknings á vísitölu framfærslukostn- aðar. Þessi skrá um vöru og þjónustu er reist á gildandi grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar. Er hann aðallega byggður á neyslukönnun, er fram fór á landinu öllu á árunum 1985 og 1986, en vísi- talan tók gildi í maíbyrjun 1988 (sjá greinargerð á bls. 192-195 í maíhefti Hagtíðinda 1988). Utsöluverð á nýmjólk og helstu mjólkurvörum er eitt og hið sama um allt land, eins og það er ákveðið af hlutaðeigandi yfirvöldum. Sama giltí til skamms tíma um aðaltegundir kjöts og um kartöflur, en breytíngar hafa átt sér stað til minni opinberra afskipta, einkum að því er varðar verð- myndun á smásölustigi. Verðupplýsingar töflunnar um aðrar matvörur, hreinlætísvörur o.fl. eru vegin meðaltöl verðs í 12 verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Önnur vöruverð í töflunni eru flest meðal- verð, en verðupptökubúðir eru þar færri. Hliðstætt gildir um hinar ýmsu tegundir þjónustu í töflunni. Að því er varðar rafmagn og húshitun skal þess getið, að tilgreind verð eru vegin „landsmeðaltöl", sem byggð eru á upplýsingum Orkustofnunar um rafmagns- og hitaveitutaxta á öllu landinu. Að öðru leyti eru verð í töflunni einvörðungu frá höfuð- borgarsvæðinu. Hagstofan aflar sjálf fjölmargra verðupplýsinga í töflunni, en þó nokkum hluta þeirra fær hún ffá Verðlagsstofnun. Sem fyrr er í eftirfarandi yftrliti tilgreind niðurgreiðsla ríkissjóðs á vöruverði í byijun við- komandi mánaða (í kr. á kg/ltr.). Nóv. Febrúar Maí Ágúst Nóv. 1987 1988 1988 1988 1988 Dilkakjöt, 1. verðflokkur 52,27 111,76 116,16 123,45 177,93 Nautakjöt, 2. verðflokkur - 34,57 34,57 37,84 54,36 Hrossakjöt, áætluð meðalniðurgr. - - - - 6,30 Svínakjöt - 41,00 41,00 41,00 41,00 Kjúklingakjöt - 41,00 41,00 41,00 41,00 Nýmjólk, súrmjólk 5,83 14,54 16,10 17,17 20,22 Undanrenna 3,10 8,94 9,36 10,00 11,91 Rjómi 7,57 7,57 10,07 10,07 27,82 Ostur (26%) 11,10 58,42 64,56 69,13 94,86 Ostur (17%) 9,26 48,76 53,86 57,67 79,14 Smjör1* 167,47 224,53 235,63 249,75 290,37 Skyr 7,14 22,43 23,65 25,50 30,97 Egg - 20,00 20,00 20,00 20,00 Aukofangreindraliðahefurríkissjóður fráþvííjanúar 1988 greittniðurverðáalmennumneyslufiski, sem svarar tíl mismunar á 25% söluskatti skv. lögum nr. 1 frá 5. janúar 1988 og 10% álögðum söluskattí á neyslufiski. Geymslukostnaður kindakjöts (meiri hluti hans er vaxtakostnaður) var áfram greiddur niður að fullu allt það tímabil, sem hér um ræðir. Hrossakjöt hefur verið niðurgreitt frá 10. október 1988. Egg, kjúklingakjöt og svínakjöt hefur verið niðurgreitt (til framleiðenda) frá 7. janúar 1988. 11 Frá því í mars 1986 hefur rfldssjóður einnig staOið straum af sérstökum tímabundnum aukaniðurgreiðslum á smjöri. Þessi aukaniðurgrciðsla var ffá 1/12 '87 kr. 80,60 á kg og frá 3/6 '88 kr. 86,85 á kg.

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.