Baldur - 19.12.1942, Page 3

Baldur - 19.12.1942, Page 3
B?A LID U R 43 Aðvörun. Þeir gjaldendur Isafjarðarkaupstaðar, sem enn hafa ekki greitt að fullu útsvör sín fyrir yfirstandandi ár, eru hér með alvarlega áminntir um, að hafa lokið að greiða þau fyrir lok þessa mánaðar, vilji þeir forð- ast meiri aukagreiðslur vegna áfallandi dráttarvaxta. lsafirði, 17. des. 1942. BÆJARSTJORI. Dómnefnd í verðlagsmálum hefir ákveðið hámarksverð á eftirtöldum vörum: Heildsala Smásala Haframjöl kr. 105,70 pr. 100 kg. kr. 1,37 pr. kg. Hveiti kr. 73,80 pr. 100 kg. kr. 0,96 pr. kg. Rúgmjöl kr. 66,00 pr. 100 kg. kr. 0,86 pr. kg. Molasykur kr. 150,00 pr. 100 kg. kr. 1,95 pr. kg. Strásykur kr. 131,00 pr. 100 kg. kr. 1.70 pr. kg. Álagning á vörur þessar í heildsölu má þó aldrei vera hærri en 8,5% og í smásölu aldrei hærri en 30%. Reykjavík, 2. desember 1942. Dómnefnd í verðlagsmálum. Hámarksverð. Dómnefnd í verðlagsmálum hefir ákveðið eftirfar- andi hámarksverð: 1. Á kolum kr. 200.00 pr. smálest heimkeyrt, ef seld eru 250 kg. eða meira í einu. Ef selt er minna í einu má verðið vera kr. 8.00 hærri hver smálest. 2. Á eplum, kr. 52.60 hver kassi í heildsölu og kr. 4.25 pr. kg. í smásölu. Reykjavík, 10. des. 1942. Dómnefnd í verðlagsmálum. óskiftum til að framfylgja þeirri stefnu, sem hið nýaf- staðna þing hennar mótaði, hvort heldur utan þings eða innan. Verði þetta úr, að þessir flokkar bregðist ekki þessari skyldu sinni og taki upp eins gott samstarf eins og fulltrú- arnir á Alþýðusambandsþing- inu áttu sin á milli, þá er þar með skapað sterkasta aflið í landinu, jafnvel þegar tekið er tillit til hins úrelta þjóðskipu- lags. Með því að hagnýta þetta afl til hins itrasta þá verður því marki náð, sem alþýðan þráir, að hún geti lifað við sómasam- leg kjör. S. T. Eftir kosningarnar. Það verður ekki um það deilt að kosningasigrar Sam- einingarflokks alþýðu marka tímamót. Alþýða landsins á nú á Al- þingi sinn eigin flokk, skipað- ann 10 þingmönnum í stað 3 áður og það fer ekki hjá því að áhrifa hans gæti þar að nokkru. Sama máli gegnir um stefnu flokksins i verkalýðsmálum, en hún hefir síðan í vetur far- ið sigurför um allt landið, Það er því eðlilegt að áhugi alþýðunnar sé vakandi fyrir því, að þessum miklu sigrum hennar verði fylgt vel eftir. Alþýðan íslenzka gengur þess heldur ekki dulin, hvers hún má sín, eftir sigrana utan þings, þegar hún knúði aftur- haldsöflin með skæruhernað- inum til þess að afnema gerð- ardómslögin. Og henni hefir skilist að ein- ing sú, sem berlegast kom fram í skæruhernaðinum er eina leiðin og sterkasta vopn- ið gegn afturhaldsöflunum. Hún veit, að standi lnin sam- huga er hún sterkasta valdið í landinu og hún veit líka, að hcnni ber framar öllum öði- um að taka forustuna. En hún veit líka, að til eru. þeir menn, flugumenn, sem gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að sundra sam- tökum hennar. Flugumenn hins deyjandi afturhalds, sem veit, að þess eina lífsvon er að halda alþýðunni skiftri og hegðar sér samkvæmt gömlu rómversku reglunni: Deildu og drottnaðu. Það er mikið um það skraf- að þessa dagana hvernig fari um stjórnarmyndun og þá sér- staklega hver afstaða okkar sósialista verði til hennar. Því er haldið fram að nú sé oss vaxinn svo fiskur um lirygg, að vér getum ekki skor- ast undan að taka þátt í stjórn landsins og bera ábyrgð á henni að einhverju léyti. Það skal strax tekið fram um leið og það er undirstrikað að vér sósíalistar munum ald- rei gerast „ábyrgur“ flokkur í þeim skilningi orðsins, sem það oftast hefir verið notað af andstöðuflokkum vorum. Vér munum aldrei gerast ábyrgir aðilar að því ábyrgða- leysi, sem hefir sérkennt alla pólitik þeirra flokka nú und- anfarið. Vér munum ekki ger- ast ábyrgir að lögum, sem miða að því einu að safna auði og völdum á hendur ör- fárra einstaklinga og skerða réttindi alþýðunnar. En hinsvegar erum vér reiðu- búnir að ganga til stjórnar- myndunar ef vér getum tryggt það, að sú stjórn reki vinstri pólitik eins og vér höfum túlk- að hana fyrir kosningar. Ef vér getum verið vissir um, að sú stjórn myndi framkvæma dýrtíðarstefnuskrá vora, færa vinnulöggjöfina í viðunandi horf, taka verstu agnúana af framfærslulögunum o. fl. und- ir forustu vinnandi stétta landsins. Eins myndum vér vera fúsir til að styðja stjórn, án þátt- töku í henni, ef vér með mál- efnasamning gætum með stuðningi vorum tryggt fram- gang ýmsra framangreindra mála. Slikur málefnasamningur inyndi ekki verða plagg samið í skrifstofu einhverra brodd- anna og síðan læst ofan í skúffu, heldur myndi hann vera opinbert skjal og innihald þess myndi verða gert alþýðu kunnugt í blöðum og á fund- um hennar. Væri þá ekki um að villast að hverju vér hefðuin gengið fyrir hönd umbjóðenda vorra. En hvað um það, hvort vér verðum aðilar að stjórnar- myndun, styðjum stjórn með hlutleysi eða á annan hátt, þá er það vist, að vér munum vera vel á verði um, að ekki verði traðkað á rétti alþýð- unnar. Vér höfum nú betur en áður aðstæður til að fylgjast með málum þjóðarinnar og munum eins og hingað til gera henni aðvart, svo að hún eigi þess einnig kost að fylgjast með. Alþýðan á gífurleg völd ef hún skilur og þekkir sinn vitjunartíma og íslenzk alþýða hefir nú undanfarið sýnt það, að hún hefir komið auga á þessa staðreynd og hagnýtt sér hana. Það er því sízt ástæða til að örvænta. •S'. T. Molar. Þjóðstjórnin sáluga var mynduð í apríl 1939. Styrjöld- in braust út í sept. 1939>. Þjóð- stjórnin liðaðist í sundur í jan. 1942. Með öðrum orðum: Fyrstu 28 mánuði styrjaldar- innar stjórnuðu Alþýðuflokk- urinn, Framsókn og Sjálfstæð- isflokkurinn landsmálum öll- um. Þá skapaðist hið alvar- lega ástand, sem nú steðjar að þjóðinni. — Stríðsgróðinn var látinn streyma taumlaust í hendur örfárra einstaklinga. Glerkýr, gimsteinar og annar glysvarningur var fluttur inn í landið í stað korns og kola. Abyrgðina á þessu báru einnig þrír stjórnarflokkar, enda kölluðu þeir sig alltaf hina „ábyrgu-“flokka. * Nýjap bækup. Indriði miðill. Endurminningar Brynjólfs Þorlákssonar, skráðar af Þórbergi Þórðarsyni. Jón Thoroddsen, skáldsögur. Utan við alfaraleið, sögur eftir Sig. Róbertsson. Kvistir í altarinu, sögur eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Til himnaríkis og heim aftur, saga. Kátur piltur, saga. Kofi Tómasar frænda, saga. I.ubba, saga. Feigð og fjör, endurminningar ílalsks skurðlæknis. Smávinir fagrir, unglingasaga eftir Kristján Friðriksson. J’arzan sterki, með 384 myndum. Gullnir draumar, unglingasaga fyr- ir stúlkur. Æfintýri bókstafanna, barnasaga með myndum. Æfintýrið i kastalanum, barnabók með 36 litmyndum. Ekki neitt, barnabók með myndum. Úrvalsljóð Kristjáns Jónssonar. Norræn jól. Sjómannaalmanakið 1943. Bókhlaðan.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.