Baldur - 16.12.1943, Side 1
LDUR
SÓSÍALISTAFÉLAG ÍSAFJARÐAR
ísafjörður, 16. desember 1943
B A
Ú T G.EF ANDj:
IX. ÁRG.
Sj álfstæðismáliö
og 18 barna faðir í álfheimum.
Síðan á 13. öld hafa Íslend-
ingaa* haldið uppi baráttu fyrir
frelsi sinu. Islenzk alþýða lief-
ir raunar frá fyrstu byggð Is-
lands háð ósleitilega baráttu
við innlenda og erlenda kúg-
un, kirkju, hallæri, eldgos, isa,
og pestir. Oft hefir horft ó-
vænlega. Einu sinni stóð til að
flytja alla Islendinga til Dan-
merkur. Fyrri hluti 19. aldar
fól í sér spíruna að írelsi þjóð-
arinnar, vökvaða i blóði
franskrar alþýðu. Skáld 19.
aldarinnar hlúðu að nýgræð-
ingnum. Fyrir aðhlynningu
Jóns Sigurðssonar varð hann
að stóru tré, sem byrjaði að
blómstra og bar að lokum full-
an ávöxt 1918; ávöxt, sem við
þó ekki máttum njóta, var
talinn okkur of megn, unz við
urðum 25 ára — rnyndug.
1918 þurftu Danir að semja
við tvo aðila. Þeir þurftu að
semja við handamenn þeirra
tima um endurheimt dansks
lands af Þjóðverjum, og þeir
þurftu að semjá um íslenzkt
land við lslendinga.
Islendingar höfðu aldrei
samið við danskt fólk, dönsk
stjórnarvöld, né danskan
kóng. — Þeir höfðu aðeins
sániið við norskan kóng. Sá
sanmingur var kajlaður Gamli
sáttmáli.
Eftir að Noregur sameinað-
ist Danmörku 1380 og varð
raunverulega danskt land með
danskan kóng, varð Island
lagalega laust úr álögum
vegna vanefnda norskra
kónga.
Hefði Jón Sigurðsson ekki
haft Gamla sáttmála til að
styðjast við, væri Island að
líkindum ennþá dönsk hjá-
lenda.
lslendingar lieimtu rétt sinn
1918, af því að dönsk stjórn-
arvöld mátu meir Suður-Jót-
land heldur en Island.
En samningamennirnir 1918
komu sér saman um að telja
Islendinga ekki l'ullveðja fyrr
en eftir 25 ár, eða 1943. Þetta
var að vísu harður dómur, en
lionum varð að hlýta,
enda töldu Islendingar sig eiga
stutt í land, og hafa víst ár-
menn Islands ekki látið sig
dreyma um, að þeir Islending-
ar myndu fyriríinnast á því
herrans ári 1943, sem spyrndu
fótum við, þegur þeir loks
skyldu öðiast fullt sjálfsfor-
ræði.
Eftir þetta biðu Islendingar
ánægðir og fullir áhuga fyrir
að vinna landi sínu gagn, því
að nú áttu þeir að fá að njóta
þess einir.
Eftir 10 ár, eða 1928, koma
fyrstu yfirlýsingar l'lokkanna
á alþingi,, undantekningar-
laust, um að Islendingar
myndu taka að fullu og öllu í
sínar hendur sjáll'sforræði sitt
1943.
Eftir það komu margar
slíkar yfirlýsingar fram við
jins tækifæri.
Engan grunaði nein eftir-
mál.
Engan grunaði Islendinga
um hugleysi.
Alþýðunni kom ekki annað
til hugar en að samhandslög-
unum yrði sagt upp 1940, til
þess að hægt yrði að fullu og
öllu að slíta sambandslögunum
1943. 1940 eru Islendingar her-
numin þjóð eins og Danir.
Siðar var hernáminu aflétt og
Islendingar fengu hervernd
Bandaríkjamanna sem frjáls
þjóð, við það breyttist mjög
aðstaðan til sambandslagasátt-
málans. Yfirlýsingin 17. maí
1941, um að Islendingar á-
skilji sér rétt til fullkominna
sambandsslita, sem þeir muni
þó ekki framkvæma að ó-
breyttum aðstæðum — var
gerð meðan Islendingar voru
hernumin þjóð: seinna um
sumarið var hernáminu aflétt;
við það breyttust aðstæðurnar.
Þrem árum seinna er því sam-
bandssáttmálinn úr gildi fall-
inn, formlega, lagalega — eng-
ar vanefndir, aðeins sjálfstæð-
ið fullra 25 ára garnalt — eða
þjóðin vel fullveðja eftir dómi
samningamanna 1918.
Enginn lætur sér detta ann-
að í hug, en að þjóðin þori að
gjörast fullveðja og fara með
fullan atkvæðisrétt á þingi
þjóðanna, sem vonandi brátt
verður sett, að loknum þeim
hildarleik sem nú stendur yl'ir.
Þá kemur hér í Skutli 13.
nóv. s. 1. út grein eftir ritstjór-
ann á móti málstað Islendinga.
Þar telur ritstjórinn sig eða
Skutul höfund að andstöðu við
sjáífsforræði Islendinga 1943.
Þessa sömu daga er verið að
prenta í Víkingsprenti bækl-
ing, sem túlkar skoðanir
nokkurra merkismanna (!!!) þ.
e. yfirgnæfandi jafnaðarmenn
með fáeinum afturhaldssöm-
ustu íhaldsmönnum sjálfstæð-
isflokksins, svo sem Árna Páls-
syni og Guðm. Hannessyni o.
fl. Þessi bæklingur er alls 18
atriði, umsagnir 14 merkra
Islendinga, tvær áskoranir
ýmsra merkismanna til Al-
þingis. önnur frá 1942 hin
frá 1943 og umsögn um þess-
ar tvær áskoranir og skýring-
ar við 18. grein sambandslag-
anna mestmegnis liaft eftir
grein Einars Arnórssonar um
það'efni, en föðurinn að öllu
þessu brölti, að þessu nýja
viðhorfi á móti Islendingum
telur ritstjóri Skutuls sig vera.
18 barna faðir í álfheimum.
Helstu röksemdir 18 barn-
anna og föðursins eru þessar:
1. Drengskapur gagnvart
Dönum; það atriði þarf varla
að skýra fyrir almenningi, það
er misskilin mannúð. Danir
eiga raunverulega ekkert i
okkar garð að sækja eftir að
við höfum haldið alla samn-
inga, jafnvel samninga, sem
voru gagnstæðir okkar rétti.
Ef Danir liefðu gagnstæða
meiningu þá væru þeir ekki
viðtalsverðir, þvi að sögulegi
rétturinn er okkar megin, en
ef þeir hafa söniu meiningu,
þá er málið sjálf léyst.
Hinsvegar höfum við marg-
vísleg og mikil verðmæti að
sækja í danskan garð, og það
þótt beinlínis peningaleg verð-
mæti væru í öðrum flokki.
Danir hafa um langt skeið
varðveitt fjöregg okkar í fullu
samþykki heggja aðila, mörg
merkilegustu íslenzku handrit-
in. Endurheimt þeirra kemur
ekkert við endurheimt fulls
sjálfsforræðis.
Við berum því meiri virð-
ingu fyrir Dönum sem þeir
standa sig betur í sjálfstæðis-
baráttu sinni gagnvart kúgara
sínum, Þjóðverjum, en þar
eru stærðarhlutföllin sömu
sem áður milli Dana og Is-
lendinga.
2. Álit Einars Arnórssonar; en
það er framkomið vegna þess
misskilnings, að um samnings-
rof kunni að vera að ræða, eða
vanefndir. En þegar 3 ár eru
liðin frá yfirlýsingunni 1941,
kemur slíkt ekki til greina,
enda liggur fyrir um það ylir-
lýsing Einars Arnórssonar
sjálfs og rökstuðningur í langri
ræðu 1. des. s.l., en Einar er
talinn einna merkilegastur
Kemur út tvisvar í inánuði.
Árgangurinn kostar 10 kr.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er
Hallilóv Ólafsson, Odda.
10. tölublað.
liinna merku manna, sem svo
oft er vitnað til.
3. Álit ríkisstjórnarinnar;
það verður að teljast ótvírætt,
samkvæmt yfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar nú í haust, en
þar kemur fram ákveðið fylgi
við sambandsslit, eigi síðar en
mai—júni 1944.
4. Skoðanakönnunin; Magn-
ús Asgeirsson, sem að mörgu
leyti skrifar skynsamlega um
þetta mál, er raunalega af-
vegaleiddur af 0,5% áhugan-
um; það þýðir ekki áhuga-
leysi fyrir sambandsmálinu, en
stafar af því að allur fjöldinn
hefir skoðað málið óumdeilan-
legt, að sambandsslitin færu
óhj ákvæmilega fram eftir áð-
ur umsamdan 25 ára reynslu-
tíma.
5. „Mikilvægi merku mann-
anna“. Því er þar til að svara,
að merkir menn hala oft verið
á móti málstað fólksins. Al-
þýðan í löndunum hefir oftast
fórnað mestu fyrir frelsi þjóð-
anna.
6. Að við höfum annað að
gera en vera að hugsa um
sambandsmál — gerfimál —
okkur sé nær að hugsa um
dýrtíðarmálin; i þessu kemur
fram- sú mesta regin firra.
Okkur er einmitt lifsspursmál
að geta farið að ganga frá lýð-
veldismálunum, að geta farið
að úthúa hina nýju stjórnar-
skrá, sem meðal annars á-
kvæði valdsvið forsetans. Má-
ske myndi þá ganga betnr að
eiga við innanlandsmálin, ef til
væri ábyrgur forseti við hlið
þingsins, en ekki bráðabirgða
ríkisstjóri. Og þegar er liægt
verður að tala á þingi þjóða
eftir stríð eiga Islendingar að
hafa fullskipaða, ábyrga stjórn
í landi hér, sem ekki þarf að
fara með utanríkismál sín
gegnum danska skrifstofu.
En allt þetta er ómögulégt
meðan við höldum sambands-
lögin og viðurkennum dansk-
inn sem drottnunarvald.
7. Aðvaranir stjórna Banda-
ríkjanna og Englands; i því
máli er keimur af afskifta-
semi, af einkamáli Islendinga,
þvert ofan í gefin loforð áður
nefndra stjórna. En þetta lé-
lega vopn undanhaldsmpnna
hefir nú snúist móti þeini
sjálfum, þar sem sömu stjórn-
ir hafa lýst yfir viðurkenningu
sinni á sambandsslitum 1944.
Afstaða þessara merku
manna er einkennileg og að
mörgu leyti raunarleg. Það er
enginn eli á því að mennirnir
Framh. á 4. síðu.