Baldur - 16.12.1943, Page 3
B A L D U R
39
Umhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir
hag útgerðarinnar.
„Riðkláfar og fúaduggur" eru þeirra
framtíðar fieytur.
Frá því var skýrt liér í blað-
inu 18. nóv. s. 1., að þingmenn
Sósialistaí'lokksins i l'j árveit-
inganeí'nd tögðu til, að áætlað-
ar væru 10 milj. kr. til bygg-
inga nýrra fiskiskipa. Þessi
tiilaga var felld við aðra um-
ræðu fjárlaganna. Þingmenn
sósialista, Barði Guðmunds-
son, Sigurjón Ólafsson og Sig-
urður Kristjánsson greiddu
henni meðatkvæði, allir aðrir
þingmenn á móti. Vakti þessi
atkvæðagreiðsla stórmikla at-
hygli um land allt, og það,
sem menn undrast mest, var
afstaða þingmanna Alþýðu-
flokksins. Aöeins tveir þeirra
greiddu tillögunni atkvæði,
hinir á móti. Fulltrúi Alþýðu-
flokksins í fjárveitinganefnd,
Finnur Jónsson, var á móti til-
lögunni, þegar hún kom fram
í nefndinni og boðaði þá ekki
heldur, að hann myndi flytja
tillögu er færi í sömu átt. En
vegna þeirra staðreynda, að
þessi tillaga átti óskipt fylgi
meðal manna af öllum flokk-
um utan þingsins, og til þess
siðar meir að geta notað þetta
þjóðþrifamál til framdráttar
Alþýðuflokknum, bar Finnur
fram, á síðustu stundu, í fjár-
veitinganefnd tillögu um, að
9,5 milj. kr. verði á fjárlögum
varið til skipabygginga, og all-
ir þingmenn Alþýðuflokksins
fluttu þá tillögu við þriðju um-
ræðu fjárlaganna. Auðvitað
lýstu sósíalistar, þegar í stað,
fylgi sínu við þessa tillögu Al-
þýðufl.þingmannanna, þeim
er það ekkert aðalatriði hverj-
ir tillöguna flytja, heldur á
hvaða rökum hún byggist.
Greiddu þeir tillögunni at-
kvæði bæði í fjárhagsnefnd og
við lokaafgreiðslu fjárlag-
anna, en þar var tillagan
felld með 32 atkv. gegn 17.
Allir þingmeiui Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokksins greiddu
atkuæði gegn henni. Sósíalist-
ar og Alþgðuflokksmenn með.
Það er staðreynd að meira
en 9/10 af öllu útflutnings-
verðmæti landsmanna er
sj ávarafurðir, og sjávarútveg-
urinn er undirstaða allra ann-
ara, atvinnuvega. Þá er það
ennfremur öllum ljóst, að í
þessum atvinnuvegi ríkir hið
mesta ófremdarástand.
Fiskifélag Islands hefur lát-
ið gera skýrslu um ástand
skipaflotans eins og hann var
1942. Sú skýrsla sýnir
að 66,2% af rúmlestatöiu
skipaflotans er eldri en 20
ára.
71% af rúmlestatölu línugufu-
skipanna er 30 ára og eldri og
öll eru þau yfir 20 ára.
Eldri en 20 ára eru ennfrem-
ur 80% togaraí'Iotans, 03,0%
mótorskipa yfir 100 rúmlestir,
62,9% mótorskipa 35—100
rúmlestir, 33,7% mótorbáta
undir 12 rúmlestir, allt miðað
við rúmlesta tölu. Þá hefur
skipastóllinn minnkað síðan
1939.
Þessar tölur lýsa mjög
skýrt því ástandi, sem nú er, í
aðalatvinnuvegi okkar Is-
lendinga. Þær sýna, að endur-
nýjun og aukning fiskiflotans
þolir enga bið. Athugi menn
þessar tölur og þá um leið
livað í húl'i er, ef skipastóll
landsmanna reynist ekki hlut-
verki sínu vaxinn, þá hljóta
þeir að sjá, hve taumlaus
skemmdarstarfsemi er nú rek-
in af afturhaldsflokkunum á
Alþingi.
Þessir llokkar, sem sam-
þykkja, svo að segja í einu-
hljóði, 10—15 milj. kr.framlag
til uppbóta á landbúnaðar-
vöru, fé, sem að rnestu fer til
auðugra stórbænda vegna þess
að það er greitt á framleiðslu-
magn, standa sem einn maður
gegn því, að mun minni upp-
hæð sé varið til endurnýj unar
og aukningar aðalatvinnuvegi
landsmanna. Berari fjandskap
er ekki liægt að sýna vinnandi
fólki á Islandi.
Raddir lesenda.
Frá Bíldudal er blaðinu
skrifað 28. nóv. sl.:
„Það væri mjög æskilegt að
takast mætli að lialda Baldri
úti reglulega og þess væri auð-
vitað mikil þörf að hann gæti
komið út vikulega, eins og
blöð hinna flokkanna. Það er
mjög hætl við því að svona Iítil
blöð eigi erfitt uppdráttar í
samkeppni við Tímann og Isa-
fold, bæði vegna verðsins, en
einkum þó vegna einhliða
efnis, sem oftast takmarkast
mjög við útgáfu stað blaðsins
og bæjarmál þar, enda áhrif
slíkra blaða mest í næsta um-
hverfi. — Þó ég sé þannig ekki
trúaður á áhrif Baldurs hér,
mun ég þó gera mitt bezta til
að útbreiða hann, ásamt Rétti,
sem ég legg sérstaka áherzlu
á. Þjóðviljinn er of dýr til að
fá útbreiðslu hér, þar sem
ferðir eru svo strjálar, en Nýi
Tíminn er ekkert verka-
mannablað. Eiginlega vantar
Sósíalistaflokkinn blað fyrir
kauptúnin, blöð eins og Bald-
ur eru ol' lítil.
Héðan er fátt að frétta,
róðrar hafa verið með minnsta
móti í haust og afli í tregara
lagi. Allir beztu bátarnir eru
með bilaðar vélar, sumir bún-
ir að vera frá veiðum mánuð-
um saman. Verkalýðsíelagið
samdi við atvinnurekendur i
haust og fékk nokkrar kjara-
bætur, einkum í yfirvinnu, og
varð Frystihúsið auk þess að
greiða verkafólki uppbót fyrir
sumarið, þvi þar liafði ekki
verið greidd full vísitala. Fé-
lagið hefir ekki ennþá lialdið
fund á vetrinum, en trúnaðar-
mannaráð þess hefur gengist
fyrir því, að nýlega er hafin
starfsemi málfundaflokks inn-
an félagsins, er gert er ráð
fyrir að haldi fundi tvisvar i
viku og skemmtifundi öðru
hvoru. Mun vera ætlunin að
efla þessa starfsemi er frá líð-
ur, ^f þetta gefst vel. Húsnæði
er ekkert til starfsemi þessarar
nema í prívathúsi, en mikil
nauðsyn er að félagið geti
tryggt sér hentugt húsnæði i
framtíðinni, þar sem hægt
væri að færa þessa starfsemi
út og gera hana almenna eink-
um meðal hinna yngri félags-
manna“.
Um leið og Baldur þakkar
höfundi þessara lína þann á-
huga og dugnað sem hann hef-
ur sýnt við útbreiðslu blaðsins
á Bíldudal, vill blaðið bæta
hér nokkrum orðum við.
Það er rétt, að miklir örðug-
leikar eru á því að gera lítið
blað eins og Baldur að áhrifa-
miklu málgagni sósíalismans
liér á Vestfjörðum, bæði vegna
þess, hve litlu er hægt að koma
í slíkt blað af greinum um
áhugamál þessa byggðarlags,
og eins vegna þess, hve sam-
göngur eru óhagstæðar. Það er
þessvegna brýn nauðsyn, að
bluðið geti sem allra fyrst far-
ið að koma vikulega út. En
þrátt fyrir þessa smæð blaðs-
ins og aðra örðugleika má
með góðu samstarfi við áhuga-
mefm víðsvegar um Vestfirði,
efla blaðið til töluverðra á-
hrifa, með því að þessir áhuga-
menn sendi því greinar um
þau mál, sem efst eru á baugi
í þeirra byggðarlagi, fréttir
þaðan o. fl. Á þennan hátt
mætti auka áhrif og vinsældir
blaðsins mjög mikið. Fólk
i'inndi, að það léti sig áhuga-
mál þess einhverju skipta, og
myndi, þegar stundir liða,
skoða það sem ákveðinn og
ómissandi málsvara sinn, og
þar með skapaðist grundvöllur
fyrir því að blaðið gæti farið
að koma oftar út og orðið þess
megnugt áð verða málgagn
sósíalista hér á Vestfjörðum,og
þá aðallega í kauptúnunum.
Væntir Baldur þess, að hann
fái sem oftast greinar frá les-
endum sínum í kauptúnunum
hér á Vestfjörðum og komist
þannig í lifandi samband við
þessa staði, og geti orðið þeirri
ætlan sinni vaxinn, að verða
málgagn alþýðunnar á Vest-
fjörðum. Blað fyrir kauptúnin,
sem bréfritari bendir réttilega
á að Sósíálistaflokkinn vanti.
★
Góður afli.
Góðar gæftir voru liér síðari
hluta. liðinnar viku og afli fá-
dæma góður, íiskuðu sumir
bátanna um og yl'ir 30 þúsund
pund I legu. Sýnir þetta að
gnægð fisks fæst nú hér úti-
i'yrir, þegar gefur á sjó.
Þessi aflahrota gefur tilefni
til að athuga, að í liaust hefur
aðeins einn stærri bátanna
hérna gengið á veiðar. Að visu
er nú verið að framkvæma
viðgerðir á sumum þeirra,
sem munu taka langan tíma,
en áreiðanlega hefði verið
liægt að búa einhverja þeirra
á veiðar fyr í haust, ef vilji
og áhugi hefði vexúð til þess.
Nú þarf ekki að bera því við
að elcki sé hægt að selja. fisk-
inn, þar sem eftirspurn er nú
eftir fiski. Bátaflotinn hér á
Isafirði er heldur ekki svo
stór, að ástæða sé til að þeir
bátar, sem hægt er að láta
ganga á sjó, séu bundnir við
bryggju.
Væi’i ástæði til að taka út-
gerðai’málin hér í bænurn til
rækilegrar meðferðar síðax*.
★
Verkamaðurinn 25 ára.
Verkamaðurinn á Akureyri,
sem ásamt Mjölni á Siglufirði,
er nú málgagn sósíalista norð-
anlands, var 25 ára 14. nóv.
í haust. Blaðið hóf göngu sína
þennan mánaðardag 1918 og
var Halldór Friðjónsson fyrsti
ritstjóri þess. Þegar Verka-
lýðssamband Norðurlands var
stofnað 1925 tók það að sér út-
gáfu blaðsins og hafði liana á
hendi þar til sú breyting var
gerð á verkalýðssamtökunum,
sem nú gildir, að þau eru áháð
öllum stjórnmálafl. og eiga
því ekki að standa að útgáfu
stj órnmálablaða ákveðinna
flokka. Hefur Sósíalistafélag
Akureyrar gefið blaðið út síð-
an. Ritstjóri þess nú er Jakob
Árnason.
Verkamaðurinn er nú elzta
blað alþýðunnar á Islandi.
Hann liefur j afnan verið, og er
enn, skeleggur í málaflutningi
fyrir hagsmunamálum alþýð-
unnar. Islenzk alþýða á hon-
um mikið að þakka í baráttu
undanfarinna ára og það er
von hennar, að áhrifa lians
gæti enn betur á ókomnum
árum.
★
BALDUR
kemur aftur út fyrir jól. Aug-
lýsingar og jólakveðjur verða
að vera komnar í prentsmiðj-
una eða til ritstjórans í sið-
ast lagi á mánudagskvöld n. k.
Baldur er nú keyptur al'
rúmlega sjötta hvcrju manns-
barni í bænum og lesinn af
langtum fleiri. Þeir, sem vilja
að auglýsingar sínar og jóla-
kveðjur komist til allra Is-
firðinga, auglýsa í Baldri.