Baldur


Baldur - 08.03.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 08.03.1945, Blaðsíða 4
24 BALDUR Munið Björgunarskútusjóð Vestíjarða Öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2, Isafirði. Tilkynning frá Nýbyggingarráði. UMSÓKNIR UM INNFLUTNING Á VÉLUM 0. FL. Nýbyggingarráð óskar eftir því að allir, sem hafa í hyggju að kaupa eftirgreindar vélar erlendis frá, sæki um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til Nýbyggingarráðs fyrir marzlok: 1. Vélar í skip og báta. 2. Vélar til landbúnaðar og landbúnaðarframleiðslu. 3. Vélar til bygginga og mannvirkjagerðar. 4. Túrbínur. 5. Vélar til hverskonar iðnaðar og framleiðslu. 6. Rafmagnsmótorar og -vinnuvélar. Tekið skal fram, ef óskað er aðstoðar Nýbyggingar- ráðs við útvegun vélanna. Nýbyggingarráð vekur athygli á því, að umsóknir um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir fiskiskipum, sbr. fyrri auglýsingu ráðsins, þurfa að berast Nýbyggingar- ráði fyrir marzlok. NÍBYGGINGARRÁÐ. AUGLtSING um útsvör 1945. Samkvæmt heimild í lögum nr. 34, 12. febrúar 1945, um breytingu á lögum um útsvör rií1. 106, 1936, hefir bæj- arstjórn Isafjarðar sett eftirfarandi reglur um greiðsl- ur útsvara á þessu ári: 1. Utsvarsgjaldendum ber að greiða fyrirfram upp í út- svar yfirstandandi árs upphæð, sem nemur sem næst helmingi útsvars þeirra árið 1944. Upphæðin greiðist með fjórum jöfnum greiðslum, með gjalddögum: 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. 2. Eftirstöðvar álagðs útsvars ber útsvarsgjaldendum að greiða með þremur sem næst jöfnum greiðslum, með gjalddögum 1. ágúst, 1. september og 1. október. 3. Allar nefndar greiðslur skulu standa á heilum eða hálfum tug króna, nema eftir atvikum sú síðasta 4. Kaupgreiðendur ábyrgjast, að útsvarsgjaldendur, sem þeir greiða kaup, standi skil á útsvarsgreiðslum, og er kaupgreiðanda rétt og skylt að halda eftir af kaupi til þessa. 5. Reglur þessar ná til allra útsvarsgjaldenda á Isafirði. 6. Gjaldendum og (eða) kaupgreiðendum ber að inna út- svarsgreiðslurnar af hendi á skrifstofu bæjargjald- kera, nema sérstakt samkomulag sé um annað. f lsafirði, 22. febrúar 1945. SKRIFSTOFA BÆJARSTJÖRA. Hin illu forlög Dr. Polaceks. Smásaga eftir Gerald Kersh. Á Atlanzhafskipi árið 1937, mætti ég pólskum lækni sem var að fara til New York. Ég held að hann sé þar ennþá, því að liann hafði verið ráðinn hjá stórri vís- indastofnun. Ég get kallað hann Polacek, sem er ekki ólíkt hinu raunverulega nafni hans. Hann var lítill, glaðlyndur, miðaldra maður; ávallt ánægður að sjá, og sérstaklega liðlegur. Hann talaði ellefu tungumál reip- rennandi, auk annarar þekkingar sem var mikil. Ég vona að við eigum eftir að liittast eftir stríðið. . Við töluðum mikið saman. Eina nótt vildi það til að ég minntist á nafn Carnegie, og talaði um hann sem velgjörðamann mannkynsins. Dr. Polacek sagði þá í sínum létta og glaðlynda tón: „Það eru ávallt tvær hliðar á hverri spurningu. Og það eru oftast fleiri en ein og ol'tast fleiri en tvær lilið- ar á öllum athöfnum hvers mann. Ég ncita því ekki að Carnegie var góður maður, og ég ber ekki á móti því að gjörðir hans hafa gert mannkyninu gott yfirleitt. En ég get ekki að því gert, að hugsa um hin einkenni- legu forlög, góð og ill, sem lítur út fyrir að fylgi gjörð- um allra manna. Einhvernveginn er það ómögulegt að gera nokkurn hlut þannig úr garði, að hann láti einungis gott af sér leiða. Þessvegna getur maður ekki bent á neitt, sem hefur orðið mannkyninu eingöngu til góðs; maður getur aðeins fullyrt að eitthvað hafi yfirleitt ver- ið gott — eða kannske, að hugmyndin liafi verið góð“. „Margur góður læknir hefur háð haráttu við dauðann, eins og Herkules gerði, aðeins til að hjarga einhverjum til ólýsanlegra þjáninga. Þvi lengur sem ég lifi því bet- ur er mér ljóst að við erum í höndurn kaldhæðinna for- laga, vinur minn. Okkur er ómögulegt að sjá fvrir af- leiðingar neins sem við gerum, svo að við verðum að breyta samkvæmt þvi sem samvizkau hýður okkur, og láta forlögin um afganginn“. „Ég væri almennt talinn sæmilegur maður. Og þó, ef dæma ætti mig eftir afleiðingum verka minna, væri henging alltof góður dauðdagi fyrir mig. Leyfðu mér að segja þér eitt dæmi... “ Og þetta er sagan sem dr. Polacek sagði mér: „Það skeði snemma á árinu 1920. Þrátt fyrir það að ég hafði lokið lærdómi mínum og fengið læknispróf- skírteini frá þreniur mismunandi háskólúm í Evrópu, var ég ekki byrjaður á læknisstarfinu. Mér liafði hlotn- ast dálítill arfur, sem ég ákvað að eyða til að sjá dálít- ið af mismunandi myiidum þessa lífs. Ég á ekki við næturklúhha, spilavíti og þessháttar víti, sem eru skoð- aðir sem „lífið“, al' ungum mönnum sem þekkja ekk- ert betra“. Mig langaði til að sjá það sem hið ágada skáld ykkar, Framh. Kjörskrá til Alþingiskosninga í Isafjarðarkaupstað, sem gildir fyrir tímabilið frá 15. júní 1945 til 14. júní 1946, hefir verið lögð fram á skrifstofu bæjarins, almenningi til at- hugunar. Kærur, út af því að einhvern vanti á kjörskrá, eða sé þar ofaukið, skal senda bæjarstjóra. Isafirði, 3. marz 1945. Jón Guðjónsson. Prentstofan lsrún h.f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.