Baldur


Baldur - 28.04.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 28.04.1945, Blaðsíða 4
44 B A L D U R * Japansk-rússneski samning- urinn ekki framlengdur. Rússar hafa tilkynnt, að griðasamningurinn milli Jap- ans og Sovét-Rússlands verði ekki framlengdur. Samningur þessi var gerður 1941 og gilti til 5 ára með eins árs uppsagn- arfi’esti. Væri honum ekki sagt upp af öðrum hvorum aðila á tilsettum tima, skyldi hann gilda óbreyttur áfram. Um leið og Rússar tilkynntu, að samningurinn yrði ekki framlengdur, Krsti Stalín því yfir, að þeir álitu að Japanir hefðu brotið samninginn, er þeir gengu í lið með árásar- þjóð á Sovétríkin. Talið er að uppsögn þessa samnings geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Japan. Verzlunarsamningur milli íslands og Svíþjóðar. Þann 7. þ. m. var undirrit- aður í Stokkhólmi viðskipta- samningur milli Islands og Svíþjóðar. 1 samningnum er ákveðið að Svíar kaupi af Is- lendingum 125000 tunnur af síld en selji þeim aftur á móti allmikið af iðnaðarvörum þ. á. m. efni til uppsetningar á raf- stöðvum, vitabyggingarefni, rafvéium og öðrum rafmagns- hlutum, símaefni, hátamótor- um, landhúnaðarvörum, skil- vindum, eldspítum, pappír og pappa, kæliskápum, verkfær- um, trévörum og timburhúsum. Samningurinn gildir til marz- loka 1946. Prentstofan Isrún h. f. Tilkynning FRÁ NÝBYGGINGARRÁÐI. 1 sambandi við fyrirhugaða srníði á 50 fiskibátum innan- lands, óskar Nj'byggingarráð hérmeð eftir tilboðum í eftir- farandi: 1. Aflvélar: a) 25 stk. 120—140 ha. b) 25. stk. 150—180 ha. Dieselvélar skulu vera þungbyggðar eða meðalþung- byggðar. lnnileg þökk fyrir auðsýnda samúð við fráfall móð- ur minnar K RISTIN AIi ÞORS T EINSDÖTTU R, Grund, Isafirði. Fyrir hönd systkina minna og annara aðstandenda: Þorsteinn Kristinsson. Ég undiiTÍtaður vil selja íbúðarhús mitt við Selja- landsveg, ásamt fjárhúsi, fjósi og hlöðu og meðfylgjandi erfðafestulandi, 3!/> dagsl. Tilboðum sé skilað fyrir 14. maí n. k. og áskil ég mér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Isafirði, 26. apríl 1945. Jón Einarsson. Uppboð. verður haldið miðvikudaginn 9. maí n. k. kl. 1. e. h. að Hamri í Nauteyrarhreppi. Selt verður: Sauðfénaður, hestar, kýr, hey, hefilbekkur, jarð- vinnsluverkfæri, orf, hrífur, bátur, hnakkar, viðtæki, búslóð orfl. o. fl. Einnig jörðin Hamar, ásamt húsum. Greiðsla við hamarshögg. Gjaldfrestur á kaupverði jarðarinnar getur komið til mála eftir nánari samningum. Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu, 26. apríl 1945. Jóh. Gunnar Ólafsson. Shellstöðin á Stakkanesi 2. Hjálparvélar (mega vera léttbyggðar): a) 25—50 stk. 10 lui., sem knýja. 5 kw. rafal, loftþjöppu og austursdælu. h) 25 stk. 25 ha., sem knýja 15 kw. rafal, loftþjöppu og austursdælu. * 3. Spil (með drifútbúnaði frá aðalvél): a) 50 trollspil með gálgum og öðriun útbúnaði. 1>) 50 línuspil. c) 50 akkerisspil, þar af séu 25 af hæfilegri stærð fyrir 35 rúml. báta og 25 af hæfilegi’i stærð fyrir 55 rúml. báta. 4. Stýrisvélar: 50 stk. með vökvaúthúnaði (hydraulisk). 5. Siglingatæki: öll venjuleg siglinga- og öryggistæki fyrir 50 háta, þ. á. m. dýptarmælar, miðunarstöðvar, áttavitar, vegamælar, loftvogir o. a. 6. Legufæri fyrir 50 báta, þar af 25 fyrir 35 rúml. báta og 25 fyrir 55 rúml. báta. 7. 30 skipsbátar. Tilhoð skulu hafa liorizt skrifstofu Nýbyggingarráðs fyrir föstudaginn 25. maí n. k. Nýbyggingarráð áskilur sér rétt til að hafna hvaða tilhoði, sem er, eða taka þeim eða hluta þeirra. Nauðsynlegt er, að í tilboðum sé tekið fram um al'greiðslu- tíma. N YBYGGINGARRÁÐ. (eign bæjarsjóðs) er til leigu, ef viðunandi tilboð fæst, að dómi bæjarstjórnar. — 1040 fennetrar lands innan hárrar bárujárnsgirðingar. Bryggjustæði upp með girð- ingu, innanvert. Tveir skúrar innan girðingarinnar 8y2x4i/2 og 14x4 metrar Tilboð sendist bæjarráði Isafirði, 17. Bókasafn Elliheimilisins. A Elliheimili Isafjarðar er vísir að bókasafni, en lítil efni því til eflingar. Þeir, sem eitt- hvað kynnu að vilja styrkja bókasafnið eru beðnir að snúa sér til Erlends Jónssonar, sem er gjaldkeri þess. Magnás Guðnmndsson. Rósinkar Hjálmarsson. Leiðrétting. Það hefur valdið misskiln- ingi, að í frásögn seinasta blaðs Baldurs um kaupgjaldssamn- inginn er sagt, að gerfismiðir liafi 15% hærri laun en aðrir verkamenn. Þetta er heldur ekki nákvæmlega rétt. I samn- ingunum segir að ófaglærðir menn sem l'agvinnu stunda að staðaldri skuli hafa 15% hærri laun en að'rir verkamenn, og að stærð. fyrir apríllok. apríl 1945. Bæjarstjóri. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag kl. 9 og Sunnudag kl. 5 og 9 Sonur greifans af Monte Christo (The Son of Monte Chirsto) Spennaudi mynd. Aðalhlutverk: Louis Hayward Joan Benett George Sanders er auðvitað sama hver sú fag- vinna er. Þessi misskilningur leiðréttist hér með.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.