Baldur


Baldur - 28.04.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 28.04.1945, Blaðsíða 3
43 B A L’ 0 U R Munið 1. maíl Stéttarfélögin hér í bænum, Verkalýðsfélagið Baldur, Sjó- mannafélag Isfirðinga og Vélstjórafélag lsfirðinga, hafa ákveðið að beita sér sameiginlega fyrir hátíðahöldum þann 1. maí n. k. I því tilefni leyfa þessi félög sér, að skora mjög eindregið á alla starfandi launþega hér í bænum, verkamenn, sjómenn, vél- stjóra, iðnaðarmenn, verzlunar- og skrifstofufólk að taka virk- an þátt í hátíðahöldum dagsins, með því að fjölmenna á hinar fjölbreyttu skemmtanir, sem haldnar verða, bæði úti og inni. Munið að 1. maí er alþjóðafrídagur allra starfandi stétta. Sýnið stéttareiningu og skilning á mætti samtakanna í verki, með því að mæta öll á skemmtunum verkalýðsfélaganna þann 1. maí. Dagskrá hátíðahaldanna verður nánar auglýst síðar. 1. mai nefnd verkalýðsfélaganna á ísafirði. B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 ísafjörður — Hafnarfjörður. Þegai- Skutull kom í l'yrsta skiptið i nýja búningnuni, sagði hann frá þvi af mikilli hrifningu, að Hafnarfj örður, sem verið hafi undir stjórn jafnaðarmanna um alllangt skeið, væri nú sennilega auð- ugásti bær á Islandi. Þar liafi njdega verið byggt ráðhús, hin veglegasta bygging, sem vakið hafi alþjóðarathygli og umtal, enda sé Hafnarfjörður fyrsti islenzki bærinn, sem eignast slíkt hús. Ennfremur gat Skutull þess, að Hafnfirðiftgar væru nú „að gera stórt átak i þá átt að koma sér upp myndarlegri vélbáta- útgerð. Til þess að framkvæma það verði stofnuð fleiri eða færri útgerðai’hlutafélög. Síðan eigi að smíða 10 vélbáta, á skipasmíðastöðvum í Hafnar- firði. Þessir bátar muni kosta um 4 milj. króna. Af þvi fé verði 2 milj. lán og tvær milj. hlutafé og bæjarútgerð Hafn- arfjarðar ætli að leggja fram helming hlutáfjársins, eða 1 miljón króna. Þessi frásögn Skutuls er öll rétt, og það er sannarlega á- stæða til að ósþa Hafnfirðing- um til hamingju. En um leið er ekki hægt annað en að hugsa um sinn eigin elskulega bæ, Isafjörð. Hann hefur líka um alllangt skeið verið undir stjórn jafnaðarmanna. En hann er sennilega ekki auðug- asti bær á Islandi. Það yantar líka mikið á að hann geti lagt fram miljón króna í hlutafé til kaupa á nýjum skipurn. Á Isa- firði er heldur ekkert fyrirtæki til, sem heitir Bæjarútgerð Isa- l jarðar. ísal'jörður átti þó einu sinni togara, að vísu ,með öðr- um, en bærinn réði öllu um útgerð skipsins og skipið gekk liéðan; á því var ísfirzk skips- höfn. Þegar útlit var fyrir að stórgróði færi að verða af rekstri þessa' togara, seldu jafnaðarmennirnir, sem nú stjórna Isafirði, hann burt úr- bænum, og sjálfstæðismenn- irnir, sem stjórna með þeim, samþykktu líka söluna. Þetta sögðust ísfirzku jafnaðarmenn- irnir gera, vegna þcss að þeir hefðu ekki samvizku til að láta ísfirzka sjómenn sigla ísfirzk- um togara á ófriðartímum, og auk þess greip þá óstjórnleg löngun til þess að eignast litla mótorbáta. Það áttu að vera skip framtiðarinnar. Og þeir reiknuðu út hve marga báta eins og samvinnufélagsbátana, Stjörnurnar og Dísirnar væri hægt að kaupa fyrir einn nýj- an togara og hve miklu fleiri menn fengju atvinnu á þeim. Reynslan varð sú, að isfirzku sjómennirnir l'óru með hinum selda togara, sumir all'Iuttir úr bænum, og þeir hafa verið á honum síðan þar til nú í vetur, að þeim var öllum sagt upp, þegar eigandaskipti urðu á skipiuu, Nú er svo komið að enginn ísfirzkur sjómaður sigl- ir á logaranum, sem einu sinni var gerður út frá Isafii’ði. Skip framtíðarinnar kornu heldur ekki. En jafnaðarmennirnir á Isa7 firði dásömuðu sjálfa sig fyrir söluna, þökkuðu hamingjunni að til Isafjarðar bærist nú á- reiðanlega ekkert af stríðs- gróða og sögðu að nú væri bæjarfélagið færara til ráð- stafana til styrktar og viðgangs atvinnulífinu, „]jú er hagur þess slendur með blóma“. J afnaðarmennirnir, sem stjórnuðu Hafnarfirði, fóru öðruvisi að. Þeir hugsuðu ekki eins mikið uin að forðast stríðsgi’óðann eins og flokks- bræður þeirra á Isafirði. Þeir héldu áfram að eiga togara, elflci einn heldur marga. Og þeim kom heldur ekki til lmg- ar að selja þessa togara og kaupa í staðinn litla vélbáta, og það er núna fyrst sem þeir fá áhuga fyrir vélbátaútgerð, en þeir ætla J)ó ekki að selja togarana, sem Hafnarfjörður á, heldur á að bæta þessum nýju bátum við fiskiflotann, sem fyrir er. Ef til vill eru hafnfirzku j afnaðarmennirnir ekki eins góðir í reikningi og skoðanabræðurnir ísfirzku. — Sennilega vita þeir ekki, að litlir vélbátar en ekki togarar eru skip framtiðarinnar, og auk alls þessa eru þeir líklega alveg samvizkulausir. En Hafnarfjarðarbær getur byggt ráðhús og Bæjarútgerð Hal'narf jarðar lagt miljón krónur til skipakaupa, og hafnfirzkir sjónieiin þurfa ekki að flytja burt með seld- um togurum. En nú mun einhver segja: Ekki hefði Isafjörður getað allt þetta, þó að hann hefði átt einn togara? Að vísu ekki. En það væri gaman að athuga, hve mikið 30 gjaldendur í góðri atvinnu myndu borga í bæjarsjóð. Ilvað viðskipti í bænum ykjust mik-ið ef togari hefði hér bækistöð og hve mik- ill gróði væri af skipi, sem selur afla fyrir um 3 miljónir króna á ári. Jafnaðarmennirnir á Isafirði ættu að reikna Jietta dæmi og ahnenningur mætti gj arnan reikna það með þeim. ------o------- Aístaða Alþingis til þátt- töku íslands í San- Francisco-iáðstefnunni. Framh. af 1. síðu. Er ástæða fyrir okkur annað en viðurkenna þessa stað- reynd? Tillaga Sósíalistal'lokksins, sem Alþingi því miður har ekki gæfu til að samþykkja, leggur áherzlu á þær fórnir, sem Island hal'i fært í þessu stríði, og andi hennar er sá að reyna að sýna hinum samein- uðu þjóðum fram á að þessi þátttaka Islands í styrjaldar- rekstrinum sé sú eina, sem þeir eigi kost á sajdr vopnleys- is þjóðarinnar. Og það er ótví- rætt gefið til kynna að sú þátt- taka sé meira virði en t. d. hin hlægilega stríðsyfirlýsing Tyrkja, sem alltaf báru káp- una á báðum öxlum. Þessi tillaga cr tjáning á vilja þjóðarinnar til að viður- kenna bið raunverulega ástand og taka þann þátt í styrjaldar- rekstrinum, sem vopnlaus þjóð getur. Og það er full ástæða til að ætla að samþvkkt slíkrar tillögu hefði nægt til þess að tryggja lslandi þátttöku í sam- starfi hinna sameinuðu þjóða, því það hafði ekki orðið ann- ars vart fram að þeim tíma en þess að allmikill skilningur væri á afstöðu Islands, svo sem hin umgetna síðasta orðsend- ing frá Washington bar með sér. Hinsvegar var afstaða Fram- sóknar, svo sem tillaga hennar bar vott um, fyrst og fremst sú að leggja áherzlu á að Is- land vildi ekki gerast stríðs- aðili — en það var alls ekki af oss heimtað að gerast virkur hernaðaraðili, og slík yfirlýs- ing því beinlínis storkun til hinna sameinuðu þjóða. Og síðan hefur Framsókn og aðrir einangrunarsinnar vafalaust tekizt með skrifum sínum að spilla meira fyrir oss út á við en gert var með því að Alþingi skyldi sleppa tækifæri til þátl- töku í San-Francisco-ráðstefn- unni. En úr úlvarlegri skyssu Al- þingis er ekki bætt. Það verður að vera verkefni þjóðarinnar og stjórnar hennar að reyna í framtiðinni að bæta úr þeim alvarlegu mistökum, sem hér hafa orðið“. * Að þessu sinni hefur Baldur ekki rúiii til að ræða nánar um þetta stórmál. En það verður gert í næsta blaði og þá sér- staklega tekin fyrir afstaða Skutuls til þess og allur sá ósannindavaðall, sem þetta blað hefur leyft sér að hafa í frammi, meðan engar upplýs- ingar lágu fyrir um málið: ------0------- Lloyd George, hinn heimsfrægi brezki stjórnmálamaður, andaðistji6. marz 82 ára að aldri. Hann var fyrst kosinn á þing 1880 og átti þar sæti ávallt síðan, þar til hann sagði af sér þingmennsku nú fyrir skömmu, er liann var lagstur banaleguna/ Hann var fjármálaráðherra 1908—1915 og forsætisráðherra 1916—1922. Gat hann sér mik- illar frægðar sem forsætisráð- herra, sérstaldega ófriðarárin 1916—1918. Þakka Bretar eng- um einum manni meir að sig- ur vannst í styrjöldinni. Lloyd George var í Frjáls- lynda flokknum og aðalfor- ustumaður hans um langt skeið. Hann þótti afburða snjall ræðumaður, og eru margar sögur um hnitlilcg til- svör hans í kappræðum. -------o—— Dánarfregnir. S.l. mánudag, 23. þ. m, and- aðist Sigtryggur Guðmundsson vélsmiður á heimili sínu Iiafn- arstræti 1 hér i bænum. Sig- tryggur kenndi sér einskis meins er hann sofnaði á sunnu- dagskvöld, en um morguninn var hann örendur. Sama dag andaðist hér í bænum Guðrún Stefánsdóttir, saumakona, að heimili sínu Hafnarstræti 3. Hún hafði leg- ið þungt haldin að undanförnu. Þau Guðrún og Sigtryggur voru bæði velmetin og vinsælir borgarar í þessum bæ.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.