Baldur


Baldur - 31.05.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 31.05.1945, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 31. maí 1945 15. tölublað. Fulltrúafundur um raforkumál Vestfjarða. Samþykkt uppkast að stofnsamningi fyrir félagsskap um virkjunina. — Verður verkið hafið næsta vor? Dagana 26. og 27. þ. m. sátu á fundi hér á Isafirði fulltrúar frá kauptúnum á Vestfjörðum og Isafjarðarbæ, til' þess að ræða um stofnun Orkuvers Vestf j arða. Fundurinn var boðaður af undirbúningsnefnd þeirri, sem kosin var á i'ujidi um raforku- mál Veslfjarða 17. júlí 1942. Fulltrúar voru þcssir: Fyrir Isaí'j arðarkaupstað: Bæjarfulltrúarair Guðm. G. Hagalín, Ragnar Guðjónsson, Grímur Kristgeirsson, Halldór Ólafsson, Kristján Kristjáns- son, Haraldur Guðmundsson, Haraldu'r Leósson, Jón Jónsson og Halldór Halldórsson. Auk þess Ketill Guðmunds- son, form. rafveitustjórnar og Jón Guðjónsson, bæjarstjóri; Fyrir Patreksfj arðarhrcpp: Friðþj ófur Jóhannesson. Fyrir Suðurfjarðahrepp: Ól- afur Jónsson, læknir, Bíldudal. Fyrir Flateyrarhrepp: Hjört- ur Hjálmarsson. Fyrir Súðavíkurhrepp: Ólaf- ur Jónsson. Fyrir Suðureyrarhr.: Sturla Jónsson. Fyrir Hélshrcpp: Einar Guð- finnsson, Kristján Ólafsson, Axel Tulinius. Fyrir Eyrarhrepp: Ingimar Bjarnason. Ennfremur var mættur J'ón Jónsson frá Flateyri, sem starf- að hefur í undirhúningsnefnd. Ráðgert hafði verið að Guð- mundur 1. Guðmundsson, lög- fræðingur, mætti á fundinum, en hann kom því ekki við sök- um anna. A fundinum skýrði Fripþjöf- ur Jóhannesson frá störfum undir])úningsnefndar. — Gat hann þess, að rafmagnseftirlit ríkisins og vegamálastjóri hefðu lofað aðstoð um frekari undirbúning málsins fyrir næsta. alþingi og að 8 af 9 sveitarfclögum, scm til hafði verið leitað, hefðu gefið já- kvæð svör við bréfi nefndar- innar um stofnun félagsskapar til virkjúnar Dynjandi í Arn- arfirði, og væri því tímabært að halda þcnnan fund. Þá var kosin 7 manna. nefnd lil að undirbúa málefni fundarins. Kosnir voru: Friðþjófur Jóhannesson, Jón Jónsson, Ketill Guðmundsson, Jón Guðjónsson, Halldór Hall- dórsson, Einar Guðfinnsson og Hjörtur Hjálmarsson. Nefndin samþ. að leggja eftirfarandi tillögur fyrir fundinn: „A fundi þeim, sem haldinn var á Isafirði dagana 17. og 18. apríl 1944 var samþykkt ályktun í 4 liðum um það, á hvern hátt mættir fulltrúar og 5 alþingismcnn, sem á fundin- um voru, vildu bindast sam- tökum um að koma virkjun- inni í framkvæmd. Segir þar m. a. að alþingismennirnir skuli flytja frumvarp á kom- andi haustþingi (1944) um að ríkið reisi orkuverið og endur- greiði áfallinn kostnað við und- irbúning og rannsóknir. Þætti þess ekki kostur, að ríkið reisti orkuverið, strax og möguleikar til framkvæmda opnuðust. Var gert ráð fyrir að þingmennirn- ir flyttu frumvarp eða þings- ályktunartillögu um ríkisá- byrgð til handa fyrirtæki við- komandi bæjar- og sveitarfé- lags fyrir nauðsynlegu láni til virkjunarinnar. Jafnframt yrði þá boðað til stofnfundar fyrir- tækisins. Þingmenn flultu að vísu frumvarp í þinglokin á s. 1. vetri um ríkisrekstur á orku- veri, en það kom svo seint fram, að það mun ekki hafa komið til umræðu og verður ])ví ekkert um það sagt, hver afdrif þess liefðu orðið. Nú hefur undirbúnings- nefnd upplýst, að hún telji verkefnið, sem næst þarf að leysa, vera það, að láta gera fullkomna ui)])drætti af orku- verinu og veitukerfinu og semja útboðslýsingu. Ætlast undirbúningsnefndin til að jafnframt verði fenginn mað- ur, sem verði framkvæmdar- stjóri fyrir og sjái um að þess- um og öðrum undirbúnings- framkvæmdum vcrði hraðað sem mcst má verða-. Tclur nefndin að uppdráttum og út- boðslýsingum eigi að öllu leyti að vera lokið fyrir haustið, teggjast þá fyrir Alþingi og verði verkið (sennilega verkið í heild) boðið út í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð, með það fyrir augum að verklegar. framkvæmdir hefjist á næsla vori, ef unnt þykir að taka framkomnum tilboðum. Und- irnefndin telur það enn vera vilji flestra eða allra fulltrú- anna, að ríkið reisi orkuverið og að sú leið sé fullreynd áður en horfið er að stofnun félags. Að þessu og öðru athuguðu gerir nefndin eftirfarandi til- lögur til fundarins: 1. Fundurinn þakkar ágæt stöi'f úndirbúningsnefndarinn- ar og óskar að hún haldi áfram störfum, a. m. k. þar til úlséð er um, hvort það fæst fram að ríkið reisi orkuverið. 2. Fundurinn felur undir- búningsnefndinni að annasl þær framkvæmdir sem að framan getur og ráða til j>ess framkvæmdarstjóra. Mælist fundurinn eindrcgið til þess að foi-maður undirbúningsnefnd- ar taki það starf að sér, ef þess er nokkur kóstur. 3. Sveitafélögin sctja undir- búningsnefndinni þá trygg- ihgu, sem hún eða fram- kvæmdarstjóri hennar tekur gilda, fyrir greiðslu alls undir- búningskostnaðar í sömu hlut- íöllum og áður. 4. Fundurinn gangi frá upp- kasti að stofnsamningi sam- eignarfélags, sem fulltrúarnir yrðu sammála um og gengið yrði út frá að þeir fengju sam- þykkt, hver í sínu sven'arfé- lagi, þannig að stofnsamningur la>gi fyrir, ef sýnt þykir að rik- ið hcfji ckki framkvæmdir á. næsta vori, enda verði þá fé- lagið formlega stofnað svo snemma að það gcti hafið framkvæmdir næsta vor". Ennfremur samþykkti nefnd- in að fela Friðþjófi Jóhannes- syni og Jóni Guðjónssyni að gera uppkast að stofnsamningi í samráði við Jóh Gunnar Ól- afsson l)æjarfógeta og Ketil Guðmundsson. Lögðu þeir síð- an stofnsamningsuppkast það, sem hér fer á eftir, fyrir nefnd- arfund og var samþykkt að leggja það fyrir fundinn ásamt fyrrgreindum tillögum. * Undirrituð sveitar- og bæj- arf élög: Súðavíkurhrcppur, ísafj arð- arkaupstaður, Eyrarhreppur, Hólshreppur, Suðureyrar- Jareþpur, Flateyrarhrcppur, Þingeyrarhreppur, Suðurfjarð- arhreppur og Palreksfjarðar- hreppur, sem hafa ákveðð að stofna með sér sameignarfélag um raí'orkuvirkj un við Dynjandis- og Mjólkár í Auðkúluhreppi, gera með sér svofelldan STOFNSAMNING: 1. Nafn félagsins skal vera Rafveita Vestfjarða. Heimilis- fang og varnarþing skal vera í Auðkúluhreppi. 2. Tilgangur félagsins er: a. að kaupa vatnsréttindi á á vatnasvæði ánna í þeim tilgangi að virkja þæ'r til raforkuframleiðslu. 1). að sclja raforku til al- menningsþarfa og iðnað- ar á veitusvæðinu. c. Stof.nfjárupphæð hefir verið ákveðin kr. 2 milj. 254 þús., sem skiptist þannig milli sameignarfé- laga: Súðavíkurlir. 105 000,00 Isafj.kaupst. 1.015.000,00 Eyrarhreppur 105.000,00 Hólshreppur 217.000,00 Suðureyrarhr. 122.500,00 Flateyrarhr. 154.000,00 Þingeyrarlir. 129.500,00 Suðurfj.hr. 126.000,00 Patreksfj.hr. 280.000,00 Nefnd stofnfjárupphæð er miðuð við að virkjunarkostn- aður verði 15 miljónir króna, eh verði stofnkostnaður meiri cða. minni breytist tillag hvers sveitarfélags að tiltölu. 4. Eign hvers svcitarfélags í l'yrirta'kinu og ábyrgð á skuld- um og skuldbindingum þcss á- kvcðst í hlutí'alli við framlag svcilarfélagsins til fyrirtækis- ins. 5. Samningur verði gcrður um það með hvaða kjörum Rafveita Isafjarðar og Eyrar- ]irep])s gcngur inn í fyrirtækið. 0. Rafveitan skal rekin sem sjálfstætt fyrirtæki og þannig, að leitast sé við að láta það bera sig fjárhagslega án beinna framlaga úr viðkom- andi sveitarsjóðum. Geri fyr- irta>kið betur en að bera sig, rennur ágóðinn i varasjóð þess, en aldrei í sveitasjóðina. Þó ber að endurgreiða þeim úr varasjóðnum fé það, sem J)eir áður hafa lagt fram til fyrir- tækisins. 7. Rafveita Vestfjarða hefur cinkarétt til sölu á raforku inn- an lögsagnarumdæma sam- eignaraðilanna. 8. Kostnað af stofnun félags- ins greiðir félagið sjálft. í). Stjórn lyrirta'kisins ski])a 5 mcnn kosnir hlutfallskosn- ingu þannig að 1 atkvæði komi N

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.