Baldur


Baldur - 08.12.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 08.12.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 139 Eru íhaldið og kratarnir að bregðast nýsköpuninni? Ihaldið og kratarnir sameinast um að kjósa hatramasta andstæðing hennar, Jón Árnason, miðstjórnarmeðlim Framsóknarflokksins, sem bankastjóra fyrir voldugustu peningastofnun landsins. Þrír algjöiiega óhæfir varðbátar keyptir að tilhutan Finns Jónss- sonar, dómsmálaráð- herra. I Skutli, sem út kom 27. f. m., birtist eftirfarandi fregn: „Laugardaginn 17. nóvember komu til Reykjavikur varð- bátarnir þrír, sem Pálmi Lofts- son, forstjóri, festi kaup á í Bretlandi að tilhlutun Finns Jónssonar clómsmálaráðherra“. (Leturbr. Baldurs). Nú er komið á daginn, að þessir varðbátar eru algjörlega óhæfir til þeirra starfa, sem áætlað var, landhelgisgæzlu og b j örgunarstarf a. Eru þessi kaup, sem gerð voru að tilblutun Finns (eftir því sem Skutull segir, og Skut- ull ætti allra blaða bezt að vita um aðgerðir Finns), hið mesta hneyksli. Mun Baldur siðar greina nánar frá máli þessu, en þess verður strax að krefjast, að opinber rannsókn verði látin fram fara á því, hvernig og hversvegna slílc ó- happakaup fyrir almannafé eru gerð. -----0------ MAGNUS KÁRASON verkamaður, Aðalstræti 8., varð sjötíu og fimm ára 27.nóv. sl. Hann er ættaður norðan úr Strandasýslu, en hefur átt heima hér í bænum um 40 ár. Um margra ára skeið stundaði hann hér sjómennsku, en á síðari árum hefur hann unnið hjá Samvinnufélagi Isfirðinga. Hvar sem Magnús hefur unnið hefur starfsemi hans, trú- mennsku og húsbóndahollustu verið viðbrugðið. Bragðbezta smjörlikið I siðasta blaði Baldurs spyr einhver — sem liklega veit þó betur en hann lætur: „Hvers- vegna er okkur selt óætt marg- arín?“ Það er víst öllum kunnugt, að bæði einstaklingar og stjórnarvöld hafa gert allt sem unnt hefir verið til þess að fá bæði betri og meiri efni til smjörlikisgerðar heldur en raun hefir orðið á. Bæði magn og gæði hafa verið skömmtuð og eru það ennþá, og virðast, þvi miður, lítil likindi til að hægt verði að breyta þessu fljótlega. Liggja til þess aug- ljós rök, meðal annars þau, að Bandamenn verða nú að sjá milj óna-þj óðum fyrir feitmeti, sem þeir þurftu ekkj meðan stríðið stóð yfir, og að skipa- kostur er bundinn, sumpart við heimflutning hermanna, en viða vegna verkfalla hafnar- verkamanna og sjómanna. Smjörlíkisframleiðslan hefir verið, og er, undir eftirliti heil- brigðisyfirvaldanna, en þeim er fullkunnugt um ástæðurnar og erfiðleikana, sem við er að stríða, og vita að bætt verður úr, eins fljótt og hægt er. Það getur líka verið mönn- um bending um að Smjörlikis- gerðin hér, geri það sem hún getur i þessum efnum, að hún hefir fengið umsagnir ótal ut- an að komandi manna um að ísfirzka smjörlikið sé þó það bragðbezta, sem búið sé til í landinu. Þökk fyrir birtinguna. Elías J. Pálsson. Athugasemd Baldurs. Blaðið efar ekki að það, sem Elías J. Pálsson segir hér um smjörlíkisfarmleiðsluna sé rétt, en lélegt hlýtur smjörlíki frá öðrum smjörlíkisframleið- endum að vera, þegar ísfirzka smjörlíkið er þó það bragð bezta. Togarakaup ríkisins. Þingmenn Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins felldu tillögu um að miða heim- ild ríkisstjórnarinnar til togarakaupa við allt að 50 skip í stað 30. I lok síðasta mánaðar sagði Vilhjálmur Þór lausri banka- stjórastöðu sinni hjá Lands- bankanum og veitti bankaráð- ið samstundis Jóni Árnasyni, framkvæmdastjóra S. I. S., stöðuna. Samkvæmt yfirlýs- ingu Hermanns Jónassonar stóðu að kosningu Jóns allir mættir meðlimir bankaráðs Landsbankans, þar á meðal i- haldsmaðurinn Magnús Jóns- son og kratinn Jónas Guð- mundsson (sá, sem forðum lýsti því í Alþýðublaðinu að menningarhlutverk nazismans væri að útrýma sósíalismanum i Ráðstjórnarlýðveldunum) — og valt kosningin á atkvæðum þessara tveggja manna. Eru hér bæði ótrúleg og ill tíðindi. Framsóknarafturhaldið . í landinu barðist með hnúum og hnefum gegn nýsköpunará- formum núverandi ríkisstjórn- ar. I þessari baráttu sinni hef- ur þetta illræmda afturhald notið dyggilegs stuðnings mik- ils hluta úr Alþýðuflokknum, sbr. skrif -Hannibals Valdi- marssonar. Þótt Framsókn hafi aðeins 15 þingmenn af 52 þá hefur þessi skemmdastarf- semi borið drjúgan ávöxt þar sem Framsóknarmenn hafa undirtökin i mörgum þýðing- armestu stofnunum þessa lands, t. d. Landsbankanum. Landsbankastjórnin, sem kosin er eftir úreltum og ólýðræðis- legum reglum, hefur hvað eftir annað spyrnt fæti við nýsköp- unir.ni. Sem dæmi má benda á hvernig hún tók frumvarpi því, sem Nýbyggingarráð hefur sannj um Fiskveiðasjóð Is- lánds. En ráðið vill gera út- vegsmönnum kleift að fá hag- kvæm stofnlán gegn lágum vöxtum til kaupa á hinum nýju atvinnutækjum — togur- uniun, íslenzku og sænslui bát- unum. Þetta hatrama aftur- hald Landsbankans vill hindra það, að hægt verði að kaupa þessi atvinnutæki — og eyði- leggja þar með nýsköpunará- form ríkisstjórnarinnai’. Þegar því vitnaðist, að Vil- hjálmur Þór ætlaði sér að segja lausri bankastjórastöðu sinni þá vonuðu allir einlæeir stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar, að frjálslyndur nýsköp- unarmaður yrði skipaður í hans stað. Én hvað skeður? Fjæir valinu verður aftur- haldssamasti maður þessa lands, miðstjórnarmeðlimur í aðalandstöðuflokki núverandi ríkisstjórnar, maðurinn, sem vill nýsköpunina feiga. Hann er gerður að hankastjóra í voldugustu peningastofnun landsins, bankanum, sem er þjóðareign en til þessa hefur barist gegn þjóðinni. Og með núverandi skipan á stjórn bankans þá heldur hann áfram að berjast á móti þjóðinni. Ábyrgðina á þessu bera tveir stj órnarf lokkarnir, S j álfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn, því auðvitað hafa full- trúar þessara flokka, þeir Magnús og Jónas, leitað sam- þykkis sinna flokka áður en þeir kusu mann i svo þýðing- armikið embætti sem banka- stjórastaða við þjóðbankann er. Er ekki von að maður spyrji: Er íhaldið og kratarnir að bregðast nýsköpuninni? -------0------ Elís Ólafsson klæðskeri sjötugur. Sjötugur verður 11. þ. m. Elís Ólafsson klæðskeri. Margir munu þeir, er láta hug sinn hvarfla til hans á þessum merkisdegi. I fjörutíu og fjögur ár hefir hann verið á verkstæði Þorsteins Guð- mundssonar klæðskerameist- ara, (sem einnig á sama fæð- ingardag, 74 ára). Þar hafa dvalið með Elís sína fullu námstíma, ásamt óteljandi fjölda námsmeyja, Ólafur Ásgeirsson, Jón Jónsson, Einar Guðmundsson, Kristján Tryggvason og Gunnar Þor- steinsson. Allt þetta fólk send- ir honum nú sínar beztu ham- ingjupskir með þökkum fyrir, hvað hann var skjótráður og hollráður, þegar einhver komst í vanda, og fyrir gamansemi hans og fyndni, sem aldrei missti marks. Ekkert, sem hét ólund, gat þrifist til lengdar þar sem hann var. Trú- mennska hans og óeigingjarnt starf er eins og einkunnarorð- in séu: „Alltaf hreinn skjöld- ur“. Blóm- og trjáræktarfélagið sendir honum beztu þakkir og hamingj uóskir og telur það vafasamt, hvort því hefði enst aldur til þessa, án hans. Slík- ir menn eiga meiri og varan- legri þátt í uppeldi og mótun meðbræðra sinna en þeir sjálf- ir gera sér grein fyrir og væri því óskandi að við ættum marga slíka. J. J. -------0 Við 3. umræðu frumvarps- ins um togarakaup ríkisins í neðri deild 15. f. m. felldu þingmenn Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins brevtingartil- lögu Sigfúsar Sigurhjartarson- ar um að miða heimild ríkis- stjórnarinnar til togarakaupa við allt að 50 skip í stað 30. 1 umræðunum bentu þeir Sigfús Signrhj artarson og Áki Jakobsson atvinnumálaráð- herra á það, að nú þegar lægju fyrir umsóknir um mikið fleiri skip en 30. Reykvíkingar ætl- uðu sér 20 skip, Hafnfirðingar 7 og væru þá aðeins 3 skip eftir til allra annara lands- hluta. Þessir 30 togarar mundu heldur ekki nægja til þess að endurnýja togaraflotann sem fyrir er. 1 þessu sambandi er líka vert að vekja athygli á þvi, að það mundi reynast mun auð- veldara fyrir okkur Isfirðinga að ná í togara hingað, ef fleiri væru á boðstólum. Þeir þing- menn, sem felldu þessa breyt- ingartillögu Sigfúsar Sigur- hjartarsonar hafa því gert okkur og öðrum er líkt stend- ur á fyrir hið mesta ógagn með þessari afstöðu sinni. --------0-------

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.