Baldur


Baldur - 14.12.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 14.12.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 147 Það er krafa þjóðarinnar, að þjóðbankanum verði stjórnað í samræmi við nýsköpunarvilja hennar. Rafmagnið hækkar. Á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi var samþykkt ný gjaldskrá fyrir Rafveitu Isafjarðar og Eyrar- hrepps. Eftir lienni hækkar raf- magn til Ijósa úr 75 aurum í 1 kr. hver kwst., til suðu og liita úr 12 aurum í 18 aura, til stóriðnaðar um helming og til smærri iðnaðar all- verulega. Fulltrúar sósialista bæði í raf- veitustjórn og bæjarstjórn lögðu til, að hiti og suða yrði 16 aurar á kwst., en þennan lið átti upphaf- lega að hækka í 20 aura. En þrátt fyrir það, að fulltrúi sósíalista í rafveitustjórn færði mjög góð og veigamikil rök fyrir tillögunni og hér sé um að ræða liækkun, sem mjög kemur við almenning, var hún felld með 5 samhljóða atkv. kratanna gegn atkvæðum sósíalista. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Rúmsins vegna er ekki hægt að ræða þessa hækkun að þessu sinni. En óneitanlega er hart að til þessa ráðs hefir orðið að grípa. En vegna dæmalausrar óstjórnar kratanna í rafveitunni varð ekki lijá því kom- izt, nema fyrirtækið safnaði skuld- um, og hefði þá seinni villan orð- ið verri hinni fyrri. Það er því al- þýðuflokksmeirihlutinn í bæjar- stjórn, sem ber ábyrgð á því hvern- ig komið er, og óneitanlega er þessi liækkun í litlu samræmi við þau loforð, sem upphaflega voru gefin, að rafmagnið skyldi frekar lækka en liækka. Bíó Alþýðuhússins sýnir: 1 kvöld kl. 9 S j ómannabrellur. Sprenghlægileg mynd. Síðasta sinn. —o— Laugardag og Sunnudag kl. 9 Ali Baba og ræningjarnir. Ágæt mynd frá Fox f eðlilegum litum. Myndin verður ekki sýnd oftar. Sunnudag kl. 5 BAMBI. Barnasýning. Allra síðasta. sin.. STULKA vön heimilisstörfum óskast um tveggja til þriggja mánað- ar tirna. Upplýsingar á skrifstofu Raf- veitunnar. TILKYNNING. Vegna mikilla anna á Rak- arastofu minni sé ég mér ekki fært að afgreiða rakstra sið- ustu vikuna fyrir jól. Virðingarfyllst. Harry Herlufsen. I síðasta Baldri var þess getið, að Jón Árnason, fram- kvæmdastjóri S. I. S. og mið- stjórnarmeðlimur i Framsókn- arflokknum, hefði verið skip- aður bankastjóri í Landshank- anum í stað Vilhjálms Þórs, sem lætur af störfum um næstu áramót. Þess var ennfremur getið, áð með því að skipa Jón Árnason sem bankastjóra í þjóðbankanum væri nýsköpun ríkisstj órnarinnar veitt þungt hnefahögg þar sem vitað var, að hann er einn hatramasti andstæðingur hennar. Loks var þess getið, að fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bankaráðinu, Magnús Jónsson, og fulltrúi Al- þýðuflokksins, Jónas Guð- mundsson, hefðú háðir greitt Jóni Árnasyni atkvæði sín á- samt fulltrúum Framsóknar- flokksins. Skal nú mál þetta rakið nokkru nánar. Eins og öllum landsmönnum er kunnugt, þá lýsti núverandi ríkisstjórn því yfir, þá er hún tók við völdum, að megin stefna hennar væri að tryggja það, a.ð allir lands- menn hefðu atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum, voru aðalframleiðslu- tæki þjóðarinnar, skipaflotinn íslenzki, mjög úr sér gengin. Skipin flest hver gömul og úr- elt og framleiðslugeta þcirra þvi mjög takmörkuð. Til þess að tryggja það, að allir lands- menn hefðu atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur, þá varð því ríkisstjórnin að hæta stórkostlega úr fram- leiðslugetu þjóðarinnar, m. ö. o. láta byggja slup, togara, síldarverksmiðj ur, niðursuðu- verksmiðjur o. s. frv. Þjóðin átti þá og á enn nægi- legt fjármagn erlendis til þess að auka framleiðslugetu sína sem með þarf. 0g það þarf að auka þessa framleiðslugetu, ef ríkis- stjórnin á að geta náð meg- in takmarki sínu. Með nýjum og fullkomnum skipum getum við aukið af- köst hvers einasta manns og margfaldað framleiðsluna. Um leið getum við lækkað kostn- aðinn við framleiðsluna án þess að grípa til þess einasta ráðs, sem afturhaldið íslenzka vill grípa til: lækka laun hinna vinnandi stétta. Strax eftir að ríkisstjórnin tók við völdum tók hún því fast á nýsköpunarmálinu. Ný- byggingarráð var stofnað og það og ríkisstjórnin stuðlaði að byggingu yfir 100 skipa, bæði innanlands og erlendis, en stærsta sporið var stigið, þegar þessum tveim aðilum tókst að fá samning um smíði á 30 tog- urum í Bretlandi. Auk þess hefur á þessu rúma ári, sem liðið er frá því að ríkisstjórn- in tók við völdum, verið hafin bygging á sildarverksmiðj um, niðursuðuverksmiðj um o. s. frv. Nú er auðvitað ekki nóg að panta skipin. Það verður að fá kaupendur að þeim. Nægilegt fjármagn er til reiðu, en því fjármagni stjórna bankarnir og þá fyrst og fremst Landsbankinn. Það er því að mj ög verulegu leyti háð ráðandi bankapólitik, livort skipin verða keypt, þrátt fyrir auð landsmanna og þrátt fyrir það, að mögulegt er að fá þau byggð. ' Hverfum nú aftur að Jóni Árnasyni. Hann er valdamikill maður, mjög valdamikill. — Hann hefur verið formaður hankaráðs Landsbankans, liann liefur verið fram- kvæmdastjóri S. I. S., hann hefur ^verið miðstj órnarmeð- limur í Framsóknarflokknum. Þegar þessi valdamaður varð þess áskynja, að þjóðin ætti stórkostlegan auð í öðrum löndum, þá sagði hann: Við skulum ekki byggja skip, við skulum ekki auka framleiðslu- getu þjóðarinnar, við skulum lána öðrum þjóðum fjármagn okkar. Orðrétt stendur svo í októberhefti Samvinnunnar frá síðastliðnu ári, og er hér átt við sömu greinina og At- vinnumálaráðlierra minntist á í útvarpsræðu sinni á dögun- um: „ ... og hvílir sú skylda á bönkum landsins að ráð- stafa þessu f£ (þ. e. hinum erlendu innstæðum þjóðar- innar) í trygg útlán erlend- is“. Ekki er hægt að gera skýrari grein fyrir skoðun sinni á því, hvernig stjórna á bönkum þjóðarinnar. Nýbyggingarráði var þegar í upphafi Ijóst, að ekki nægði að stuðla að byggingu skipa ein- göngu, heldur þurfti líka um leið að sjá til þess, að kaup- endur fengjust að skipunum. Nú er vitað, að allt of lítið fjármagn hefur runnið til sjávarútvegsins undanfarna áratugi, og hefur ein frumor- sökin fyrir því verið sú, að bankarnir hafa haldið uppi alltof háum vöxtum, allt að 6 til 7%. Auk þess hefur verið áberandi tregða á því að bank- arnir veittu lán i sjávarútveg- inn, heldur hefur meir verið hugsað um lán til verzlunar. Sem dæmi upp á hvílík vaxta- byrði útvegsins hefur verið má nefna, að ef 375 000,00 kr. eru fengnar að láni gegn 6% vöxt- um til 20 ára, þá hefur skuld- arinn eftir þessi 20 ár greitt hvorki meira né minna en tæp- lega 214 000,00 krónur ein- göngu í vexti. Nýbyggingarráð samdi því, þegar i vor, frumvarp að lög- um og var með frumvarpi þessu stigið stórt spor til þess, að gera mönnum kleyft að kaupa hin nýju skip, því gert var ráð fyrir verulegum stofn- lánum, allt að 75% af andvirði skipanna, og mjög hagkvæm- um vöxtum, eða um 3%. Þetta var aðalefni frumvarpsins, sem að ýmsu öðru leyti var mjög merkilegt, en ekki liægt að fara nánar út 1 það hér að sinni. Frumvarp þetta .var sent ýmsum stofnunum, þ. á. m. bönkunum, landssambandi út- vegsmanna,- ýmsum samhönd- um sjómanna og verkamanna o. s. frv. Allir þessir aðilar, AÐ UNDANTEKNUM LANDS- BANKA ISLANDS, voru á einu máli, að hér væri liin merkilegasta nýj ung á ferðinni og jafnframt, að hrýn nauðsyn væri á að frumvarp- ið næði fram að ganga. Að Landsbankinn tók málinu mjög illá, þurfti ekki að undra neinn, þvi formaður banka- ráðsins var Jón Árnason, mað- urinn, sem vildi lána öðrum þ j óðum innstæður landsmanna í stað þess að kaupa fyrir þær skip og önnur framleiðslutæki. Og til að fara fljótlega yfir sögu: Landsbankanum tókst í marga mánuði að hindra það, að frumvarpið yrði lagt fyrir Aljiingi. Það var ekki fyr en á laugardaginn var, að frum- varpið var lagt fram — og rík- isstjórnin er ekki sannnála um það. Og um svipað leyti er Jón Árnason skipaður bankastjóri með tilstyrk fulltrúa tveggja stj órnarflokkanna. Hverskon- ar ósamræmi er þetta? Ríkisstjórnin segir: Það þarf að hyggja skip, það þarf að koma á fót allskonar fram- leiðslutækjum. Til þess að þetta sé hægt, þá jiarf pólitík hankanna að vera í samræmi við þessa stefnu ríkisstj órnar- innar, m. ö. o. auðvelda lán til sj ávarútvegsins. Maðurinn, sem settur er yfir þjóðbankann, segir:.....hvíl- ir sú skylda á bönkum lands- ins að ráðstafa þessu fé j trygg útlán erlendis ...“ Meginhluti jijóðarinnar stcnd- ur að baki núverandi rikis- stjórn. Það er krafa þessa sama meginhluta þjóðarinnar, að ekki sé ósamræmi á milli nýsköpunarvilj a ríkisstj órnar- innar og stj órnarinnar í banka þjóðarinnar. - Prentstofan Isrún h.f. ■O

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.