Baldur


Baldur - 20.01.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 20.01.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Sósíalistaflokkurinn einn er . málsvari alþýðunnar. Framhald af 2. síðu. alla tíð síðan gegn henni, sbr. blöð flokksins. Enda er nú svo komið, að upplausn er yfirvofandi í flokknum og miklar ýfingar. Shr. útgáfu á tímaritinu Utsýn, sem er í fyllstu andstöðu við pólitík Alþýðublaðsins, sem Stefán Jóhann heildsali stjórn- ar. Jafnvel er klofningurinn genginn svo langt að i einu kjördæmi landsins gengur flokkurinn fram til kosninga með tvo lista. Er það á Seyð- isfirði, og hélt maður þó að fylgi flokksins þar frekar en annarstaðar væri ekki það mikið að vert væri að skipta því í tvo liluti,. Nú er líka svo komið að allir foringjar flokks- ins eru komnir í feit og örugg embætti, og má þvi flokkurinn þeirra vegna deyja Drottni sínum — enda er hann að gera það. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og ég sagði áðan hreinræktað- asti fulltrúi auðvaldsins ís- lenzka. Að því leyti kemur flokkurinn heint til dyranna og segir: Ég vil einkarekstur, ég vil ekki skipulagningu á hlut- unum. Hinsvegar kemur flokk- urinn dulbúinn til dyranna þegar hann segir: Ég er flokk- ur allra stétta, ég vil hugsa um alla. Þetta er rangt vegna þess, að hann rekur fyrst og fremst erindi auðvaldsins. Hann hefur alltaf barist gegn kjarabótum alþýðu manna, eða hver hefur heyrt því fleygt, að hann vilji að allir sjómenn hafi full- komna tryggingu fyrir að fá réttlát laun fyrir vinnu sína? Og íslenzka þjóðin hefur valið milli þessara flokka og hún hefur gert það svo ekki verður um villzt, sbr. kosn- ingasigra Sósíalistaflokksins undanfarin ár. — Þetta val innifelur jafnframt valið á milli hinna tveggja megin- stefna í þjóðfélagsmálum. Með stórvaxandi fylgi Sósíalista- flokksins hefur hún sýnt, að hún vill atvinnuöryggi i stað atvinnuleysis, skipulags í stað skipulagsleysis, velmegun fólksins i stað lcreppna. Um þetta eigið þið, Isfirðingar, einnig að velja og þið gerið það í væntanlegum kosningum. ------O------ Borgarafundurinn. Stjórnmálaflokkarnir hér i bænum héldu almennan borg- arafund í Alþýðuhúsinu s. 1. fimmtudag. Húsið var þéttskip- að áheyrendum og fór fundur- inn yfirleitt vel fram. Af hálfu Sósíalistaflokksins töluðu þeir Haukur Helgason og Haraldur Guðmundsson. Deildu þeir hart á íhaldsmennina og krat- ana fyrir frammistöðu þeirra í bæj armálum og hrakti hvorug- ur þessar ádeilur þeirra. Ut- Munið fund Sósíalistafé- lagsins á mánudagskvöldið. Fylgismenn B-listans fjöl- mennið. Barnamessa í Isafjarðar- kirkju í dag kl. 11 f. h. Almenn messa kl. 2 e. h. FERÐATÖSKUR. Margar stærðir. Bókhlaðan. Ágæt íbúð til sölu. M. Bernharðsson. Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Alm- anak fyrir 1946 o. fl., eru komnar. — Áskrifendur eru beðnir að vitja þeirra sem fyrst og borga áskriftargjald- ið, kr. 20,00. Tilkynning. Af gefnu tilefni viljum vér vekja athygli almenn- ings á því, að börnum er bannað að heimsækja sjúklinga á sjúkrahúsinu. Sjúkrahús ísafjarðar. dráttur úr fyrrihluta af fram- söguræðu Hauks birtist hér í blaðinu í dag. Var hún að allra dómi sterkasta framsöguræð- an, sem flutt var á fundinum. Kratarnir voru í vörn allan fundinn ut. Ihaldið gumar mjög af því í Vesturlandi að stemningin hafi verið með ræðumönnum þess. En sannleikurinn er bara sá, að ihaldsmennirnir voru svo vissir um litlar undirtektir fundarmanna, að þeir þorðu ekki annað en að taka með sér klapplið á fundinn. Þetta lið leysti hlutverk sitt af hendi svo sem fyrir það var lagt; einkum þegar Sigurður Bjarnason kom með ómerkilega brandara. eru menningaraukandi hreinlætislyf Fást víða í verzlunum. Einkarétt til frainleiðslu og innflutnings hefir Áfengisverzlun ríkisin

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.