Baldur


Baldur - 29.06.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 29.06.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Skammtað úa* skrínunni. f BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. það vitað, að hann hefir tekið afstöðu i báðum þessum mál- um. Hann herst á móti nýslcöp- uninni og hann vill semja um hervernd við erlend stórveldi, sem þýðir, að hann vill hafa hefstöðvar í landinu og dulbú- inn her. Isfirðingar! Á annan tug ára hafið þér haft Finn Jónsson sem þingmann 1 raupræðum hans og hólgreinum hans, sem hann hefir hirt í Skutli, verður hann þrátt fyrir allt sitt gaspur að kannast við, að lítið hafi Isafjörður horið úr býtum af öllu því, sem gert hefir verið í sjávarútvegsmálum þjóðar- innar. Þið vitið það, að Kjartan læknir er vonlaus og að öll atkvæði, sem á hann falla, lyfta undir landsöluagent- inn Björn Ölafsson, heild- sala. Nú eigið þér um það að velja að fá einn eða tvo þing- menn. Finn Jónsson einan eða hann og mig. Er ekki nokkurs vert fyrir yður að éignast annan þing- mann til viðbótar við þing- manninn, sem hefir skilið Isa- fjörð útundan. Haldið þér það eklci nokkurs vert fyrir Isafjörð og Vestfirði að fá einn þingmann úr flokki sósíalista, þriðja stærsta flokki þingsins. Eru 10 eða 12 atkvæði á þingi ekki mikils virði Isa- firði og Vestfjörðum? Gerið þetta upp við yður og kjósið eftir því. Valið ætti að vera létt. — Um leið og þér stuðlið að kosningu minni, þá eflið þér þann flokk, sem heill og ó- skiptur vill, að haldið verði áfram á braut nýsköpunar- innar. Flokk, sem beitir sér af alefli fyrir bættum kjör- um alþýðu landsins. Flokk, sem mun vinna að því sleitu- laust að minnka miljóna- gróða heildsalanna, sem skattleggja hvert einasta mannsbarn landsins um 600 krónur á lögleyfðan hátt. Um leið og þér stuðlið að kosningu minni eflið þér þann flokk, sem einn allra flokka hefir heill og óskiptur staðið með hinum íslenzlca málstað í herstöðvamálinu og krel'st þess fullum fetum, að erlendu her- irnir hverfi á brott nú þegai'. Þegar þér athugið staðreynd- ir og hafið þær í huga, þá er valið létt. Sigurður Thoroddsen. Aberandi ósannindi. Finnur Jónsson fer með vísvitandi ósannindi í her- stöðvamálinu. Segir engan her vera í landinu. Þeir, sem hlustuðu á út- varpsumræðu séra Sigurbjörns Einarssonar, hafa sjálfsagt tekið eftir þvi að honum var að fullu Ijós sú hætta, sem ís- lenzku þjóðinni stafar af her- setu Bandaríkjamanna, enda er það vitað, að hann er einn þeirra Alþýðuflokksmanna, sem mest hefir gert að því að vekja þjóðina og vara hana við hættunni. öðru máli gegnir með Finn Jónsson. Hann lét sig hafa það á framboðsfundinum síðari, frekar en að gefa yfirlýsingu um að Alþýðuflokkurinn myndi beita sér fyrir kröf- um um hrottför hersins, að Ijúga því að kjósendum sín- um, að enginn her væri í landinu. Þessa lygi endur- tók hann tvisvar sinnum. Isfirzkir kjósendur. Ætl- ið þið að senda þennan skel- egga(!!) forsvarsmann hins íslenzka málstaðar hirting- arlaust á þing? ------o——— Munið að kosning hefst kl. 10 árdegis. AUir þeir, sem ætla að vinna við kosn- inguna, mæti kl. 8l/2 á kosn- ingaskrifstofunni í Templ- arahúsinu. Sósíalistaflokkurinn. Vinstri kjósandi, and- stæðingur íhalds og auð- valds. Snúðu þér þangað, sem þú gerir mest gagn. Kom þú í höfuðand- stöðuna gegn íhaldinu. Það gerir þú með því að kjósa með sósíalistum. Kjósið Sigurð Thoroddsen. Hvorki Finnur Jónsson eða Kjartan Jóhannsson vilja eða geta gefið yfir- lýsingu um það, að flokk- ar þeirra muni berjast fyrir þeirri kröfu að her- inn hverfi burt af land- inu. — Sósíalistaflokkurinn stendur fast á þeirri kröfu. X Sigurður Thoroddsen. Þeir, sem kjósa Sigurð S. Thoroddsen, setja X fram- an nafnhansákjörseðlinum. llialdiö bregöur heiti viö Ásgeir. fhaldsmenn hafa birt áskorun til Vestur-lsfirðinga um að kjósa fram- bjóðanda þeirra þar í sýslunni. Ó- kunnugum mun þykja það kynlegt, að sjálf miðstjórn flokksins skuli telja nauðsynlegt að skora á flokks- menn að kjósa frambjóðanda flokksins, en þeir, sem kunnugir eru og fylgst hafa með kosningum í Vestur-lsafjarðarsýslu allan þann tíma, sem Ásgeir Ásgeirsson hefur verið þar þingmaður, vita, að sjálf- stæðismenn í sýslunni hafa al- mennt kosið hann. f síðustu kosn- ingum sviku þeir Torfa Hjartarson svo áberandi, að liann sá ástæðu til að skamma þá fyrir tiltækið í grein, sem hann skrifaði i Vesturland nú fyrir nokkru og kenndi foringjum flokksins svikin. Nú hefur miðstjórn flokksins viljað gera lireint fyrir sínum dyr- um í þessu efni og lýsir þvi yfir að gefnu tilefni, að því er Vestur- land segir, að hún hvetur alla sjálf- slœðismenn í Veslur-Isafjaröarsýslu eindregiö til þess að fylkja sér ein- huga um Axel V. Tulinius fram- bjóðanda flokksins i kosningunum 30. júni, og telur meira að segja fráleitt, að nokkur flokksmaður eða stuðningsmaður flokksins greiði frambjóðendum annara flokka at- kvæði sitt. Vesturland telur, að Ásgeir hafi fokreiðst út af þessu, og er honura það ekki láandi, þegar íhaldið slít- ur svona ruddalega margra ára trú- lofun. En það er sagt, að lerjgi lifi í gömlum glæðum, og almennt er álitið, að sumir ílialdsmenn þar vestra muni halda tryggð við sinn gainla elskhuga fram yfir 30. júní, þrátt fyrir boð og bann þeirra stóru í Reykjavík.. Þeir vita lika, af gamalli reynslu, að þeim er óhætt að fara sinu fram. Petta heitrof íhaldsins við Ásgeir er ekki alvarlega meint. Samlif þess og kratanna hefur verið og er inni- legra en svo. Þa8 má svíkja kosningaloforö i lýöræSislandi. „Fyrirframsamningar um stjórn- armyndun eru ekki framkvæman- legir í lýðræðislandi, þar sem eigi er vitað, hvernig flokkaskipun verður eftir kosningar“. Árið 1937 gekk íhaldið hér á landi til kosninga undir samheit- inu Breiðfylking, sama nafni og á flokki fasista á Spáni. öll vinstri öfl í landinu sameinuðust þá gegn þessari íhaldsbreiðfylkingu, og Kommúnistaflokkurinn, sem þá var hér starfandi og vaxandi flokkur, gekk svo langt i því að sameina alla vinstri flokkana, að liann bauð ekki fram í þeim kjördæmum, sem hætta var á, að frambjóðandi Alþýðu- flokksins eða Framsóknarflokksins mundu falla fyrir frambjóðanda Breiðfylkingarinnar og skoraði á fylgismenn sína að kjósa frambjóð- endur þessara flokka. Þannig var það t. d. hér á Isafirði. . Árangurinn varð stór sigur þess- ara flokka í kosningunum og fólk- ið taldi víst, að nú væru dagar í- halds og afturhalds taldir á ls- landi. Hver hefur svo reynslan orðið? Tveimur árum eftir þessar kosn- ingar voru gengislögin sett með til- styrk Finns Jónssonar og annara Alþýðuflokksmanna og þar með brotið eitt aðal stefnumál og kosn- ingaloforð Alþýðuflokksins. Þá Var Þjóðstjórnin mynduð og siðan rak liver hermdar- og kúgunarráðstöf- unin aðra gegn alþýðu þessa lands. Það var allt saman framkvæman- legt í lýðræðislandi. Þannig er það: 1 lýðræðisldndi má ekki að áliti Finns Jónssonar og íhaldsmanna gera samninga milli flokka fyrir kosningar um framkvæmdir þjóðþrifamála, en flokkarnir mega svíkja loforð sín og stefnuskrár eftir kosningar. Það er í fullu samræmi við lýðræðis- hugmyndir þessara lierra. Hvar endar hann? Finnur Jónsson var fyrst kosinn á þing 1933. Fyrir þær kosningar spvr Skut- ull: Ilverjir kjósa Finn Jónsson . . . manninn, sem stýrt liefir atvinnufé- lagsskap sjómanna hér í hæ. með meiri dugnaöi en líklegt þykir um nokkurn annan íslending — mann- inn, sem alltaf hefir reynzt betur, en búist hefir verið við? Já, hver hjóst við því 1933, að á því lierrans ári 1946 yrði Finnur búinn að pota sér upp í ráðlierra- stól? Nei, þeir sem til hafa þekkt, hafa yfirleitt ekki vænst mikils af honum. Hvern hefði til dæmis rennt grún í það, þótt þarna sé nú vel af ,stað farið í sjálfshóli, að Finnur kæmist eins langt í því eins og raun ber vitni í „Ávarpi til sjómanna" i Skutli. Já, lengi skal manninn reyna. Hvar endar liann? „Þeir þckkja siiia“. 1 útvarpsumræðu Hermanns Jón- assonar í fyrradag bar þessi for- maður Framsóknarflokksins hól á Hannibal Valdimarsson í því skyni að framsóknarmenn kysu hann á þing. Kratarnir sverja fyrir sam- vinnu við Framsókn, en það má segja: þeir þekkja sína. Ný skrdufmyndaútgáfa. Eftirspurn eftir glansmyndinrii liefir verið svo mikil, að ihaldið hefir séð sig tilneytt til að hjta prenta og hengja upp ný plaköt af frambjóðanda síniun að amerísk- um sið. Er ísfirðingum á plakötum þess- um heitið vaxandi og batnandi bæ, ef Kjartan fer til þings. Ekki trú- um vér því, að mikil breyting verði í bænum, þó að hann verði á burtu úr bænum þann tíma, sein þing- seta krefst. Vér erum frekar á því að breyting yrði^ lítil, og áreiðan- lega ekki til hatnaðar, þó að bæjar- búar misstu læknirinn, svo þetta má teljast of mælt hjá íhaldinu. Isfirðingar þurfa þó ekki að ótt- ast þetta, því engar líkur eru til þess, að hann nái kosningu. Hann stuðlar aðeins að kosningu Björns heildsala Ólafssonar ameríkuagents. -------O------- HEILDSALAR. Þeir vilj a í a öfluga málsvörn á Alþingi. Þessir um 180 heild- salar vilja fá þrjá þingmenn. Alþýðuflokkurinn ætlar að leggja lil einn og Sjálfstæðis- flokkurinn tvo. Hvað segja kjósendur um þetta, eftir allt, sem á undan er gengið. Hvert atkvæði greitt þessum flokkum, hvar seni er á land- inu, er greitt heildsölunum. Ef hver stétt þjóðfélagsins ætti að hafa hlutfallslega eins marga þingmenn og þessir flokkar vilja hafa heildsala, þá yrðu þingmenn um 700. Heildsalahluturinn er stór- . tekjur. Hlutur þeirra skal líka vera stór á þingi, segja Alþýðu- og Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.