Baldur - 07.11.1947, Qupperneq 3
BALDUR
3
torin — til Bretlands, Ráð-
stjórnarríkjanna, Frakklands,
Tékkóslovakíu, Hollands og
Finnlands. Til Bandaríkjanna
hafa þegar verið seld 375 tonn
á verði, sem er undir ábyrgð-
arverði. Nú nýlega voru send
750 tonn til Bandaríkjanna og
vitað .er að þau munu einnig
verða seld á undirverði. Eftir
eru þá óseld ca. 4500 tonn.
Þegar liggur fyrir tilboð frá 1-
talíu í þetta magn á fullu á-
byrgðarverði, en gegn greiðslu
í lírum. Óvisst er hvort þessu
tilboði verður sinnt eða hvort
selt verður til annara landa.
En reiknum með að ríkissjóð-
ur þurfi að inna af hendi há-
mark þess, sem hann lögum
samkvæmt á að greiða af öllu
hinu óselda magni og því, sem
selt var á undirverði til Banda-
ríkjanna, þá verða útgjöld
hans ca. 4.000.000 kr.
Útgjöld ríkissjóðs verða því
i allt kr. 14.330.000,00 vegna
fiskábyrgðarinnar. Á móti
þessari fjárhæð koma ca. kr.
3.500.000,00 vegna síldarkúfs-
ins fræga. Bein útgjöld verða
því rétt innan við 11 milj.
krónur, eins og sagt var hér á
undan. Og reyndar möguleiki
á að lækka þá upphæð mjög
verulega ef stjórnarherrarnir
héldu vel á málunum — en
við því er varla liægt að bú-
ast svo illa sem þeir til þessa
liafa haldið á afurðasölumál-
inu og er það önnur saga.
Ellefu miljón krónur! Það
er sama fjárhæðin og einka-
bifreiðaeigendur i Reykjavík
eru reiðubúnir til að greiða í
ríkissjóð, ef þeir fá auka-
skammt af benzíni til þess að
geta keyrt á milli húsa!
Nú er allt útlit fyrir að fiski-
skipaflotinn verði bundinn við
land á komandi vertíð, ef ekk-
ert verður aðhafst af hálfu
hins opinbera. En raunhæfar
aðgerðir, eins og nú standa
sakir, er framlenging fiská-
byrgðarlaganna frá því í fyrra
haust. Jafnframt verði gerðar
aðrar þær ráðstafanir, sem
getið er hér að ofan.
Allar þessar ráðstafanir get-
ur Alþingi gert, ef það hefur
þor og vilja. Sem kunnugt er,
er Alþingi skipað 42 þing-
mönnum stjórnarflokkanna og
10 sósíalistum.
Sósíalistar eru nú, sem ætíð
áður, reiðubúnir til þeirra
raunhæfu aðgcrða, sem minnst
hefur verið á. Verði ekkert að-
gert, verði flotinn látinn liggja
hundinn í höfn, verði sjómenn
látrtir ganga atvinnulausir í
landi, er þjóðinni ljóst hverjir
standa a.ð þessu ástandi, hvei'j-
ir bera ábyi’gðina. Það verða
þeir þingmenn st.jórnarflokk-
anna, sem fastast standa að
#
þeirri stjórn auðvaldsins, sem
nú ríkir á landi héi’.
Haukur Helgason.
-------0-------
Auglýsing nr. 20, 1947
frá skömmtunarstjóra,
Viðskiptanefndin hefur, samkvæmt heimild í 4. gr.
reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, tak-
mörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, samþykkt,
að gefnir skuli út sérstakir skömmtunarseðlar, ásamt
stofnum til notkunar við úthlutun á hreinlætisvörum
handa fyrirtækjum og öðrum, sem þurfa á slíkum úthlut-
unum að halda til sérstakrar notkunar, annarrar en
heimilisnotkunar.
Skömmtunarreitir þessir eru af sömu gerð og M-
skömmtunarreitir þeir, en um ræðir í auglýsingu skömmt-
unarstjóra nr. 8,1947, með þeirri breytingu, að í stað taln-
anna 1, 2, 3, og 4, sem eru á eldri M-reitunum, standa á
þessum nýju reitum orðin: okt. nóv. des.
Þessir nýju M-reitir skulu hafa sama gildi til kaupa á
hreinlætisvörum og hinir eldri M-reitir, en afhending í
smásöluverzlunum skal aðeins vera heimil í þeim mánuði,
sem hver reitur sýnir.
Bæjarstjórar og oddvitar hafa með höndum úthlutun á
þessum nýju reitum samkvæmt reglum, sem þeim hafa
verið sendar, ásamt skömmtunarseðlunum sjálfum.
Reykjavík, 28. okt. 1947.
Skömmtunarstj órinn.
ÞAKKARORÐ.
Hjartanlega þökkum viö öllum þeim, sem sgndu okkur
vinsemd á 50 ára hjúskaparafmæli okkar þ. 31. okt. s. I.
Við þökkum börnum, tengdabörnum og barnabörnum
okkar og öðrum skyldmennum rausnarlegar gjafir og
margskonar fyrirhöfn. — Góðtemplarastúkunum á Isa-
firði þökkum við vinsamlegt ávarp og kærkomna minn-
ingargjöf. — Kær kveðja og þakkir til þeirra 200 ísfirð-
inga, sem frá fundi Isfirðingafélagsins í Reykjavík sendu
okkur lieillaskeyti, og til þeirra 34 óskarkvenna á Isafirði,
sem frá aðalfundi sendu okkur heillaósk. Við þökkum
öllum nær og fjær, sem með blómasendingum, heilla-
skeytum og heimsóknum sýndu okkur' vinsemd.
Við óskum ykkur öllum farsældar og guðs blessunar.
Helga Tómasdóttir Magnús ólafsson
-------------------------------------------------------
Að gefnu tilefni vill byggingarnefnd vara menn alvarlega
við því að hefja byggingar, áður en þeir hafa fengið til þess
leyfi byggingarnefndai’.
Mun sektarákvæðum byggingarsamþykktar sbr. 38. gr. fram-
vegis'verða beitt vægðarlaust ef út af er brugðið.
38. gi’. er svohljóðandi:
„... Sektir fyrir brot á byggingarsamþykkt skulu nema 100
—30.000 kr., og skal farið með slík mál sem alrnenn lögreglu-
mál. Ef haldið er áfram byggingu, eftir að bann hefur verið
lagt við henni skv. ákvæðum þessarar greinar, varðar það eigi
minna en 1000 ki-óna sekt...“
Byggingarfulltrúi.
Lögtak
hefur í dag verið úrskurðað á þinggjöldum í ísafjarð-
arsýslu og kaupstað fyrir árið 1947, og munu þau hef jast
innan átta daga frá birtingu þessarar auglýsingar hafi
ekki verið gerð skil áður hingað í skrifstofuna.
Skrifstofu Isafjarðai', 3. nóv. 1947.
Jóh. Gunnar Ólafsson.
Tilkynning
til verzlana og iðnfyrirtækja
varðandi stofnauka nr. 13.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að stofnauki nr. 13
gildir ekki sem innkaupaheimild í heildsölu fyrir öðrum vör-
um, en tilbúnum fatnaði.
Þær verzlanir, sem selt hafa metravöru, þ. e. efni og tilleggi
í yti'i fatnað, sem seldur er gegn stofnauka nr. 13 og ætla að
fá út á slíka sölu metravöru, eða tillegg í heildsölu, þurfa að
skila stofnaukum nr. 13 til skömmtunarskrifstofu ríkisins, eða
trúnaðarmanna hennar, ásamt sérstakri nótu með hverjinn
stofnauka. Á slíkri nótu skal tilfæra hvaða metravai’a hefur ver-
ið afgreidd, hve mikið af hverju, svo og sundurliðað verð, en
kaupandi skal einnig árita slíka nótu.
Innkaupaleyfi fyrir metravöru, verður svo veitt fyrir því
verðmæti, er nóturnar sýna.
Klæðskei’ar og saumastofui*, er framleiða og selja vörur út
á stofnauka nr. 13, þurfa á sama hátt að útbúa nótur yfir það
efni, sem fer lil hins selda fatnaðar út á stofnauka nr. 13, og svo
innlcaupaleyfi fyrir samsvarandi upphæð í metravörum hjá
skömmtunarski’ifstofunni.
Reykjavík, 24. okt. 1947.
Skömmtunarskrifstofa ríkisins.
1