Baldur - 07.11.1947, Síða 4
BALDUR
Sturla Agnar Guðmundsson.
formaður fimmtugur 14. október 1947.
Klofningsbrölt.
Nýlega er lokið á Akranesi
stofnþingi Alþýðusambands
Suðurlands.
Ekki er Baldri kunnugt um
hversu mörg verkalýðs- og sjó-
mannafélög tóku þátt i þessu
stofnþingi, en forustu i málinu
höfðu verkalýðs- og sjómanna-
félögin á Akranesi og i Kefla-
vík.
Samband þetta er stofnað
þvert ofan í lög Alþýðusam-
bands tslands, þar sem í þeim
er ekki gert ráð fyrir sérstöku
sambandi í Sunnlendinga-
fjórðungi, heldur annist stjórn
Alþýðusambands tslands mál-
efni sambandsfélaga í þessum
landshluta. Strax í sumar, þeg-
ar félög þau, er gengust fyrir
stofnun þessa sambands, sendu
út boðsbréf um stofnun þess,
benti Alþýðusambandisstjórn
á að með því væri verið að
brjóta lög Alþýðusambands-
ins. Þessari viðvörun var ekki
sinnt.
Þá má í þessu sambandi
minna á framkomu sumra,
þeirra félaga, sem vitað er að
standa að stofnun þessa nýja
sambands, í kaupdeilu Dags-
brúnar og félaganna á Norður-
landi í sumar, en þá gerðu for-
vígismenn þessara félaga allt,
sem þeir gátu, til þess að koma
í veg fyrir að verkamenn
sigruðu í þeirri deilu. Bendir
sú framkoma til þess að til-
gangurinn með stofnun þessa
nýja fjórðungssambands, sé
ekki að öllu leyti heiðarlegur,
og að á bakvið búi tilraun til
að kljúfa Alþýðusambandið,
enda er það athyglisvert að
stærstu félögin á þessu svæði,
félögin i Reykjavik og Hafn-
arfirði, voru ekki boðuð á
stofnþingið.
Aukaþing Alþýðusambands
Islands, sem saman kemur 9.
þ. m. mun væntanlega taka á-
kveðna afstöðu til þessa máls
og það á þann hátt, að þetta
klofningsbrölt verði þeim, sem
að þvi standa til minnkunar,
og að alþýðusamtökin standi
jafn sterk og einhuga eftir sem
áður.
------O------
Sjötta þing Æskulýðs-
fylkingarinnar
er fyrir nokkru lokið. Þingið
var sett 30. f. m. og sátu það 54
fulltrúar frá öllum deildum
Æ. F.
Á þinginu voru jinsar mik-
ilsverðar ályktanir samþykkt-
ar bæði varðandi helztu bar-
áttumál æskulýðsins og inn-
byrðis starfsemi Æ. F.
Æskulýðsfylkingin hefur nú
byrjað útgáfu mánaðarblaðs,
heitir það Landneminn og er
Jónas Árnason ritstjóri þess.
Það hefur dregist um skör
fram hjá höfundi eftirfarandi
minningarorða að minnast
þessa mæta og þrekmikla
dugnaðar- og atorkumanns við
hin mikilsverðu tímamót í æfi
hans. Vona ég að afmælis-
barnið taki vægt á drætti þeim,
sem orðinn er, og virði viljann
fyrir verkið.
Sturla Agnar Guðmunds-
son er fæddur 14. okóber 1897,
að Innri Bakka í Tálknafirði,
en þar bjuggu þá foreldrar
hans, Guðmundur Sturluson
og Guðrún Oddsdóttir.
Ólst Agnar upp lijá foreldr-
um sínum, sem dvöldu á ýms-
um stöðum í Tálknafirði, þar
til hann flutti til Súganda-
l'jarðar baustið 1914, til Odds
Hallbjarnarsonar frænda síns.
Snemnia fór Agnar að fara
til sjós, og byrjaði sjómennska
hans er bann var 13V2 árs
gamall. Var hann þá hjá Bene-
dikt Sigurðssyni á þilskipinu
„Vegu“ frá Patreksfirði i tvö
sumur. En var þá mikið sjó-
veikur og ætlaði skipstjóri oft
að leggja hann á land, en af
því varð þó aídrei, og mun þar
hafa mestu um ráðið mótstaða
hans sjálfs, því eitt sinn, er
skipstjóri ætlaði að gera al-
vöru úr því að leggja hann á
land, faldi drengurinn sig í
seglinu, svo þeir ekki skyldu
finna hann.
Hjá Oddi frænda sínum var
hann á mb. Mumma. Nokkru
seinna varð hann formaður á
mb. „Svaninum“, sem þá var
eign Jóns sál. Einarssonar ís-
hússtjóra, sem ávalt var hon-
um góður meðan hans naut
við. Síðan hefur Agnar verið
með ýmsa báta, svo sem
„Cesar“, „Mímir“, „Bolla“,
„Svend“, að nokkrum fleirum
ótöldum. Til Isafjarðar fluttist
hann haustið 1929. Á ísafirði
hefur hann verið með ýmsa
báta en lengst með Mumma,
sem hann var sjálfur eigandi
að, og lánast með ágætum vel,
enda þótt hann sé ekki skip-
stj óra-lærður, og hefur honum
aldrei hlekkst á en verið oft-
ast með aflahæstu formönnum.
Má teljast að honum hafi ver-
ið .sjómennska í blóð borin
samfai’a aflaláni, og hefur
hann eflaust vex-ið gildur arf-
taki þeiri-a afa síns og föður-
frænda sinna Sturlu Ólafsson-
ar og Egils Hallgi’ímssonar í
Vogum.
Sturla Agnar er giftur Krist-
jönu Margrétu Sigmundsdótt-
ur. Hafa þau eignast 14 börn,
en eitt þeirra dó ungt. Eru öll
börn þeirra mannvænleg. Allir
ættingjar og vinir óska honum
til hamingju og blessunar á
þessum mikilvægu timamót-
um í lífi hans.
Ég, sem þetta rita, átti um
tveggja ára skeið þvi láni að
fagna að vera háseti hjá Sturla
Agnari á mb. „Cesari“. Og vil
ég enda þessar línur með inni-
legu þakklæti til hans fyrir
þær mjög svo hugljúfu endur-
minningar, sem ég á enn frá
þessum samverustundum okk-
ar, og þakka honurn innilega
fyrir alla umhyggju hans og
góðvild í minn garð, og óska
honum allrar blessunar og
hamingju unx öll hans ólifuð
æfiár.
Suðureyri, 20. okt. 1947.
Halldór Guðmundsson.
------0-----
LEIÐRÉTTING
I síðasta bl. Baldurs, í grein-
inni „Minningarorð um Skarp-
béðinn Hinrik Elíasson“, er í
3. dl. 3. 1. a. o. sagt að Peti’ína
kona Skai-phéðins hafi látist i
Reykjavík, en það var Pálína,
síðai’i kona hans, samanber
það, sem fyrr er sagt í grein-
inni.
BIÓ ALÞYÐUHUSSINS
sýnir:
Föstudag kl. 9:
Fridagur skipasmiðsins
Siðasta sinn.
Laugard. og sunnud. kl. 9:
Meðal fyrirmanna
(„I Live in Grosvenor
Squai-e“)
Ágæt og vel leikin ástar-
saga.
Aðalhlutverk:
Rex Harrison
Anna Neagle
Sunnudag kl. 5:
Haltu mér, slepptu mér
Síðasta sinn. Barnasýning.
Mánudag kl. 9:
Glötuð helgi.
Ahi’ifamikil mynd um
baráttu ofdrykkjumanns-
ins.
,------—---—------------—
Sósíalistar!
Aðgöngumiðar að
skemmtun Sósíalistafé-
lags Isaf jarðar og Æsku-
lýðsfylkingarinnar í Al-
þýðuhúsinu í kvöld fást á
afgreiðslu Baldurs fram
til kl. 7 í kvöld.
Ef þið hafið enn ekki
fengið miða fyrir ykkur
og kunningja ykkar, þá
sækið þá strax og þið
hafið lesið þessa auglýs-
ingu.
____________________________t
Fundarályktun.
Fundur bifreiðastjóra og l)if-
reiðaeigenda, haldinn á Isafirði þ.
26. okt. 1947 skorar hérmeð á hátt-
virta bæjarstjórn Isafjarðarkaup-
staðar að vinna að eftirfarandi um-
bótum í umferðarmálum bæjarins
til aukins öryggis:
1. Vegna þeirrar bættu, sem
skapast af sleðaferðum barna á
Urðarvegi og efsta hluta Hafnar-
strætis, verður að teljast nauðsyn-
legt að útbúa sérstaka sleðabraut í
nágrenni þess staðar, t. d. brekk-
unni fyrir vestan Blómagarðinn,
svo hægt sé að banna sleðaferðir
barna eftir nefndum götum, en
börnunum jafnframt bent á vissan
stað, þar sem þeim er leyfilegt að
leika sér.
2. Vegna þess hve skiftistöð sú,
sem reist hefur verið á gatnamót-
um Seljalandsvegar og Hlíðarveg-
ar, hindrar útsýn ökumanna, væri
æskilegt að hún yrði flutt úr stað
eða grafin í jörðu.
3. Telja verður aðkallandi að
lagfæra þau blindu gatnamót, víðs-
vegar um bæinn, sem skapast af
því að skúrar og hús standa út í
göturnar.
4. Leggja verður áherzlu á aukna
gatnagerð og endurbætur á lielztu
umferðargötum bæjarins, svo sem
Hafnarstræti, til þess að umferð
geti talist örugg fyrir gangandi fólk
og ökumenn.
5. Athugaðir séu nú þegar mögu-
leikar á því að ákveða aðalbrautir
og einstefnuakstursgötur innan-
bæjar, til þess að greiða fyrir um-
ferðinni í bænum.
6. Unnið verði áfrain að Hlíðar-
vegi út á Hnífsdalsveg og afleggj-
arinn frá húsi Sigurðar Guðmunds-
sonar niður á veginn verði lokaður.
7. Unnið verði að endurskoðun
núverandi lögreglusamþykktar bæj-
arins, og þau atriði hennar, sem
snerta umferðarmálin, samræmd
nútíma ökutækjum og umferð.
Á nefndum fundi voru fast að
hundrað manns mættir, og voru
tillögur þessar samþykktar í einu
hljóði.
Fundarályktun þessi hefur verið
send bæjarráði og bæjarstjórn, er
tekið hafa málið til rækilegrar at-
hugunar. Samþykkti bæjarstjórn á
fundi sínum 5. þ. m. að vinna að
framkvæmd ofanritaðra tillagna
annað livort nú þegar eða síðar,
eftir því sem aðstæður og efni
standa til.
BÓKASAFNIÐ
verðui’ opið til útlána kl.
6—7 í kvöld en ekki kl. 8—9.