Baldur - 26.10.1950, Blaðsíða 2

Baldur - 26.10.1950, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Karfaveiðisamningurinn og togaraverkfallið. tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii 1 VIKUBLAÐ | Ritstjóri og ábyrgíiarm.: | 1 Halldór Ólafsson frá Gjögri. | Ritstjórn og afgreiðsla: I Smiöjugötu '3. | Sími 80. — Póstiuylf 124. = I Árgangur kostar 15 krónur. | | Lausasöluverð 50 aurar. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikiiiniiiiiiiiiii Nú er mófmæla þörf. öllum er í ferslcu minni að fyrir nokkru samþykktu V.l.f. Baldur og Sjómannafélag ls- firðinga harðorð mótmæli og ákúrur til sjómanna á Austur- og Norðurlandi fyrir karfa- veiðasamningana, sem þeir gerðu við togaraeigendur í þessum byggðarlögum. Saka þessi félög austfirska og norð- lenska sjómenn fyrir verkfalls- brot í togaradeilunni, enda þótt vitað sé, að umræddur karfa- samningur sé mjög hagstæður og liafi færl viðkomandi sjó- mönnum miklar tekjur, að ekkj sé talað um þá atvinnu, sem karfaveiðarnar hafa skap- að verkafólki í landi. Hér við bætist svo, að nú vilja krata- broddarnir í Sjómannafélagi Reykjavíkur og raunar bér líka.fá uml)oð til að semja upp á þessi sönrn kjör á karfaveið- um, en svíkja um leið upp á sjómenn smánarsanming á öðrum veiðum. Það er því í fyllsta máta lá- ránlegt að verkafólk og sjó- menn í fyrrne^dum félögum skyldu láta hafa sig til að sam- þykkja áðurnefndar tillögur. Aftur á móti hafa nú gerst þeir atburðir í togaraverkfall- inu, sem fullkomin nauðsyn er að mótmæla og víta, þar sem sj ómannadeild verkalýðsf é- lagsins á Akranesi hefur, undir forustu kratans Hálfdáns Sveinssonar, gert sér sanming við félag Islenzkra botnvörpu- skipaeigenda á grundvelli síð- asta sáttatilboðs og þannig lát- ið leiða sig út í að gerast verk- fallsbrjótur í þessari deilu. Þau hljóta að verða harðorð mótmælin og ávíturnar, sem þessi félög samþykkja gegn slíkum aðferðum. En ef til vill hafa stjórnir þeirra fyrirskip- anir um annað. Minnstakosti er vitað, að kratabroddarnir í stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur standa að baki þessu verkfallsbroti og vildu sjálfir fá umboð til að semja um sömu smánarkjör. Við bíðum og sjáum bvað setur. Skutull 13. þ.m. birti glefsur úr grein, sem birtist nýlega í Alþýðumanninum á Akur- eyri, um togaraverkfallið og þó sérstaklega hinn margum- rædda karfasamning. Höfund- ur greinarinnar var Bragi Sigurjónsson, ritstjóri Alþýðu- mannsins. Blað sósíalista á Akureyri, Verkamaðurinn, hefur svarað þessari grein í Alþýðumannin- um og þykir Baldri ástæða til að birta þá svargrein eins og hún er, þar sem Verkamaður- inn mun hér í fárra höndum. Greinin heitir: „Fáránlegur þvættingur Braga Sigurjóns- sonar. Persónulegar aðdróttan- ir í stað rökræðna“, og er svo- hlj óðandi: „Bragi Sigurjónsson hefur, allt þar til að síðasti Alþm. kom út, haft vit á þvi, að ræða ekki um togaradeiluna eða reyna að hera hlak af flokks- bræðrum sínum í Reykjavík fyrir þau fáheyrðu vinnubrögð, sem þeir hafa haft í frannni og áður hafa verið rakin hér í blaðinu. Loks s.l. þriðjudag lierðir Bragi þó upp hugann og skrif- ar greín um málið í hlaðsnepil sinn, Alþm., sér hann þó vænst að reyna ekki að afsaka fram- konm Sæmundar & Co. í deil- VinniV'óg féí yfirleitt í kringum þau atriði, sem máli skipta, eins og köttur kringum heitan pott, eins og einn sjómaður orðaði það, er hann hafðj lesið grein Braga. I stað þess að ræða hlutlægt um málið reynir Bragi að sverta forystumenn sjó- manna hér á Akureyri og þó sérstaklega Tryggva Helgason, méð rótarlegum, pcrsónulegum svívirðingum, enda er sú iðja manninum töm. Eigj er þó örgrannt um, að þess gæti í greininni á stöku stað, að það sjáist, hvað höf- undur hennar meinar. Skulu þau atriði lítillega athuguð. Marghrakinn þvættingur. Bragi segir: „Stjórn Sjó- mannafélagsins hér hafði lofað því að hafa samflot við sjó- mannafélögin. sunnan- og vest- anlands um kjarasamninga, en syéik þaú svó og sámdi án vit- úndar og samráðs við þau við útgerðirnar hér“. Þetta eru vísvitandi ósann- indi, Bragi, eða fvlgistu kannske það vel með málun- um, að þú vitir ekki betur? Þegar samningarnir um karfaveiðarnar voru gerðir s.l. vor, lét stjórn Sjómannafél. Akureyrar stjórn Sjómannafél. Rvíkur fylgj ast með samnings- gerðinni nákvæmlega. Áttf varaform. Sjómannafél. Ak., Lórez Halldórsson, m.a. tvö löng samtöl við Sæmund Ólafs- son og einnig talaðj hann við starfsmann Sjómannafél. Rvík- ur, Sigfús Bjarnason. Þessar staðreyndir hafa áður verið raktar og er furðuleg óskamm- feilni að lepja upp marghrakt- an þvætting. Varla verkamannskaup. Bragi heldur því fram, að ef afli hefði verið í meðallagi hefðu togarasjómenn varla haft verkamannskaup samkv. samningnum. Sem eðlilegt, er forðast hann að birta nokkrar tölur máli sínu til staðfesting- ar. Eigi cr gott að segja, hvað Bragi telur meðalafla, en víst er um það, að ærið hlýtur hann að vera litill, ef þessi staðhæfing á að standast. Viltu annars ekkj gera sjómönnum þann greiða, Bragi, að sýna þetta útreiknað i næsta. Alþýðu manni. Neitað að snerta á söftun. „Sjómenn liafa mcð öllu neitað að snerta á söltun fiskj- ar“. Gaman væri að hitta þann hæjarhúa, sem EKKI vissi að á mcðan þorskur veiddist var mikið af aflanum saltað. Bragi getur farið til hvað manns sem er af áhöfnum Akureyrartog- aranna og sannfærst um þetta. En livaðan eru þær upplýsing- ar komnar, að sjómenn hafi neitað að snerta ó söltun, Samið um fækkun skipshafna! Rúsínan í pylsuendanum skal víst vera sú „að hér var samið um fækkun skipshafna“!!! Bragi getur ekki átt við annað en fækkun frá því sem samn- ingurinn um salt- og ísfiskveið- ar, sem flokksbræður hans i stjórn Sjómannafél. Rvíkur sviku upp á sjómenn 1949, gerir ráð fyrir. Staðreynd er, að í ÞEIM SAMNINGI ERU EKKI TIL ÁKVÆÐI UM FJÖLDA SKIPS- HAFNA, en ákvæðin um skipt- ingu lifrarhluta kveða svo á, að hann skiptist aldrei í fleiri en 23 staði. I „kjarasamningi“ Sjómanna- fél Akureyrar er hins vegar á- kvæði um, að skipshöfn sé ekki færri en 26! Stéttarsvikin. „Tryggvi hefur gert sig sekan um frekleg stéttarsvik“. Minna má nú ekki gagn gera. Það er vægast sagt furðulegt, að það skuli borið á horð fyrir nokkurn heilvita mann, að það séu svik við félag, sem á i deilu, að systurfélög þess liafi samninga, sem gefa mjög góða raun, þar sem augljóst er, að ekkert ástand getur verið hag- stæðara til farsællar lausnar deilunni. Enn furðulegra er, að Bragi skuli leyfa sér að bera forystu- mönnum Sjómannafélags Ak- ureyrar á brýn stéttarsvik á sama tíma og landliðsklíka sú, sem enn lafir við völd i Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, hef- ur gert sig seka um jafn fá- heyrð stéttarsvik og þau, að af- henda útgerðarmönnum með- limaskrá Sjámannaf élagsins á- samt upplgsingum um pólitísk- ar skoðanir mcðlimanna. Menn sem bendlaðir eru við slíka rítingsstungu í bak verkalýðs- samtakanna ættu að sjá sóma sinn í að þegja“. -------0------- Sósíalistafélagið byrjar vetrarstarfið. Sósíalistafélag Isafjarðar liélt fyrsta fund siiin á þessiun vetri 23. þ.m. Fundurinn var eftir atvikum vel sóttur. Rætt var um vetrar- starfið og bæjarmál. Urðu um hvort tveggja talsverðar um- ræður. Fundannenn voru á einu máli um nauðsyn þess að cfla starfsemi félagsins bæði inn á við og út á við og gera það þannig hæfara til að leysa þau erfiðu verkefni, sem fram- undan eru. Á fundinum var kosin 5 manna nefnd til að undirbúa skemmtun 7. nóvember n.k., afmælisdag rússnesku bylting- arinnar, en hann er einnig merkisdagur í sögu Islands, þar sem þá eru liðin 400 ár frá aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. Á skeimntuninni verður beggja þessara merkisatburða minnst á eins viðeigand hátt og kostur er. Annars er ekki ástæða tl að vera með miklar bollaléggingár úm þá hluti, en hiklaust má fullyrða að nefnd- in og félagið hafa hug á að þessi skenuntun standi ekki að baki skemmtuninni, sem sósíal- istar héldu s.l. vetur og allir, Sem sóttu, minnast með óbland inni ánægju.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.