Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 1

Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 1
* Kaupir Isafjarðarbær Is- húsfélag Isfirðinga h.f.? Bæjarstjórn samþykkii- að kaupa öll hlutabréf í félaginu og taka við eignum þess og rekstri frá s.l. áramótum. Kaupverð tæpar 2 milj. króna. Kaupin bundin því skilyrði af hálfu kaupanda, að til þeirra fáist fé af framlagi því er ríkisstjórninni er heimilað að verja til að bæta úr atvinnu- Brðugleikum í landinu og ábyrgð samkv. 22. gr. f járlaga. Á fundi bæjarstjórnar ísafjarð- ar 29. febrúar s.l. lá fyrir til af- greiðslu samningur um að bæjar- stjóm ísafjarðar gerist kaupandi hlutabréfa í íhúsfélagi Isfirðinga h.f. Samningur þessi hafði verið gerður í Reykjavík 20. s.m. og undirritaður annarsvegar af þeim Jóni Guðjónssyni, bæjarstjóra og Hannibal Valdimarssyni, alþingis- manni, af hálfu bæjarstjórnar, að tilskildu samþykki hennar á samn- ingum, en hinsvegar af þeim Jóni Kjartanssyni, forstjóra, Reykjavík og Böðvari Sveinbjarnarsyni fram- kvæmdastjóra, ísafirði, í umboði eigenda hlutabréfa í íshúsfélagi ís- firðinga h.f. í kaupsamningnum segir svo: „2) Kaupverð hlutabréfanna skal vera kr. 1.240.000,00 — ein miljón tvö hundruð og fjörutíu þúsund krónur — og er það verð miðað við efnahag hlutafélagsins eins og hann er samkvæmt endur- skoðuðu bókhaldi þess pr. 31. des. 1951, þó að því undanskildu að kaupverð hefur verið lækkað um kr. 50.000,00 til þess að mæta þeim kröfum á félagið, sem hugsanlega hvíla nú á því, en ekki eru reikn- aðar með á áðurgreindum efna- hagsreikningum, og að nokkrir eignaliðir á reikningunum eru feld- ir niður eða lækkaðir frá því sem þeir eru færðir“. Raunverulegt kaupverð eign- anna verður því tæpar 2 milj. kr. Þá eru í samningunum ákvæði um að greiðsla fari þannig fram, að kaupandi taki að sér að greiða sem sína skuld tvo víxla samtals að upphæð kr. 350.000,00 og eftir- stöðvarnar kr. 890.000,00 í pen- ingum. Ennfremur er ákveðið að kaupandi taki við rekstri félagsins frá s.l. áramótum og tiltekinn dag- ur er salan fer fram. Nafnverð hlutabréfanna er kr. 158.340,00. II. UmræÖur um málið urðu all- harðar. Bæjarfulltrúar íhaldsins snerust öndverðir gegn því að bæj- arstjórn staðfesti kaupsamninginn og hafði Matthías Bjamason aðal- lega orð fyrir þeim. 1 þessum um- ræðum var það upplýst, að ísfirð- ingur h.f. hafði mjög sótzt eftir að kaupa eignir íshúsfélagsins og haft tiil þess ýms spjót úti mest allt s.l. ár. M.a. hafði framkvæmd- arstjóri ísfirðings og formaður fé- lagsstjórnar dvalið í þeim erindum langdvölum í Reykjavík og haft Björgvin Bjarnason, sem allir Is- firðingar þekkja, sér til aðstoðar. En hver seem ástæðan hefur ver- ið, báru þessar tilraunir þeirra engan sýnilegan árangur. Hinsveg- ar tókust samningar mjög greið- lega undir eins og bæjarstjóri leit- aðist eftir kaupum fyrir bæjarins hönd. íhaldsmenn létu þó ekki á sér standa að koma með skýringu, var hún sú, að bæjarstjóri hefði boðið hærra verð, og Matthías Bjarnason fullyrti að þetta yfir- boð hefði numið hvorki meira né minna en 6—8 hundruð þús. kr. minna mátti ekki gagn gera. Að Vísu voru þær tölur, er hann nefndi í þessu sambandi, talsvert á reiki, enda færði hann engin rök fyrir þeim og ekki vildi hann játa, að ísfirðingur hefði getað fengið allar eignir Ishúsfélags ísfirðinga h.f. gegn 90 þús. kr. útborgun, en sú hlaut útkoman að verða, ef full- yrðing hans um 800.000,00 króna hækkun væri rétt. Það má því hik- laust fullyrða, að allt tal Matthías- ar um yfirboð af hálfu bæjarstjóra séu staðlausir stafir, sem ástæðu- laust er að fara um fleiri orðum að þessu sinni, en vera má, að til- efni til þess gefist síðar og_ verður það að bíða síns tíma. Þá sér Bald- ur heldur ekki ástæðu til að ræða um aðrar „röksemdir" ihalds- manna gegn kaupunum, enda svifu þær, eins og sú, sem nú hefur verið nefnd, algerlega í lausu lofti, þar rak hver staðlausa fullyrðingin aðra og við slíkt er engin leið að eltast. IH. I upphafi umræðnanna lögðu bæjarfulltrúi sósíalista og bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins fram svohljóðandi tillögu: „Undirritaðir bæjarfulltrúar leggja til að bæjarstjórn ísaf jarðar samþykki kaupsamninginn, enda fáist nægilegt fé til þess að full- nægja lionum, af fjárveitingum, sem ríkisstjórninni er heimilað að verja til þess að bæta úr atvinnu- örðugleikum í Iandinu, og ábyrgð- ir, skv. 22. gr. fjárlaga, sem ætl- aðar eru til hjálpar slíkum fyrir- tækjum. Bæjarstjórnin leggur þann skiln- ing í 2. lið samningsins, að seljend- ur greiði sjálfir óbókfærðar kröfur (miðað við framlagðan ársreikn- ing pr. 31. des. ’51), er fram kynnu að koma umfram kr. 50.000,00. Bæjarstjórnin ályktar að gefa heildarsamtökum vélbáta- og tog- araútgerðar í bænum kost á, eftir þvl sem um semst, að stjórna fyrirtækinu og starfrækja það, hvort sem það yrði gert af Fisk- iðjusamlagi útvegsmanna á fsa- firði, eða öðrum samtökum, er mynduð yrðu I þeim tilgangi. Jafnframt leggur bæjarstjórnin áherzlu á, að unnið verði áfram, af bæjarstjóminni og Fiskiðjusam- lagi útvegsmanna, að því að koma upp fyrirhuguðu fiskiðjuveri á nýju hafnaruppfyllingunni, enda væri það beint áframhald af fyrri ráðstöfunum þessara aðila, til efl- ingar fiskiðnaði í bænum. ísafirði, 29. febrúar 1952. Haraldur Steinþórsson (sign) Grímur Kristgeirsson (sign) Jón H. Guðmundsson (sign) Hannibal Valdimarsson (sign) Birgir Finnsson (sign)“. Tillaga þessi var borin undir at- kvæði í þrennu lagi að viðhöfðu nafnakaili. Fyrsti liður, aftur að orðunum „Bæjarstjóm ályktar" o. s.frv. var samþykktur með 5:4 at- kvæðum. Já sögðu: Grímur Krist- geirsson, Jón H. Guðmundsson, Hannibal Valdimarsson, Haraldur Steinþórsson og Birgir Finnsson. Nei sögðu: Marzellíus Bernharðs- son, Símon Helgason, Kjartan J. Jóhannsson og Matthías Bjama- son. Annar liður, aftur að orðum „Jafnframt leggur bæjarstjómin áherzlu á“ o.s.frv. var samþykktur með 5:3 atkv. Já sögðu sömu full- trúar og áður, en nei allir fulltrú- ar íhaldsmanna nema Marzellíus Bemharðsson, er sat hjá. Þá var þriðji og síðasti liður samþ. með 5:4 atkv. Fór sú atkvæðagreiðsla fram á sama hátt og um fyrsta lið, en nú gerðu Símon Helgason og aðrir íhaldsmenn svofelda grein fyrir atkvæði sínu: „Með tilliti til þess að bæjar- stjórn hefur áður ákveðið stað- setningu fiskiðjuversins á hafnar- uppfyllingunni, tel ég tillögu þessa óþarfa og segi nei“. Er þessi greinargerð ein sú furðulegasta, sem hleyrst hefur og áreiðanlega einsdæmi að atkv. sé greitt gegn einhverju máli af þeirri ástæðu einni, að það hefur einhvemtíma áður verið samþykkt. Má furðulegt heita, að menn með fullu viti skuli láta slíka endaleysu frá sér fara og sýnir bezt algerð rökþrot þeirra. Um tillögu þá er samþykkt var og hér hefur verið birt, er ekki á- stæða til að f jölyrða. Þó er rétt að fara um hana fáeinum orðum. Samkvæmt fyrsta lið hennar er samþykkt bæjarstjórnar á kaup- samningnum bundið því skilyrði að „nægilegt fé fáist til að fullnægja honum“ og á það bent hvaðan þess f jár sé að vænta. Eins og kunnugt er, samþykkti Alþingi að verja 4 milj. króna til styrktar þeim bæj- ar- og sveitarfélögum sem verst eru stödd atvinnulega, mun engin ágreiningur um, að ísafjörður sé einn þeirra á meðal, en hve mikla aðstoð hann hlýtur er með öllu ó- víst ennþá, þó hefur verið stungið upp á 1 milj. kr. En hver sem sú upphæð verður, þá er það ætlun ríkisstjórnarinnar, að henni verði varið til að koma fótum undir þau atvinnutæki sem til eru á staðnum, en ekki til að byggja ný fyrirtæki, sem óneitanlega hefði verið æski- legast og meira til frambúðar. Þá er það einnig á valdi ríkisstjórnar- innar, hvort það fé, sem hingað kemur, verður afhent bæjarfélag- inu eða einhverjum öðrum aðila, Framhald á 2. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.