Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 2

Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 2
2 B A L D U R llllllll■lllllllllulllllllllllllllllllll■lllllllllll■llllllllllllll■lllllllr baildurI | Ritstjóri og ábyrgðarm.: | | Halldór Ólafsson frá Gjögri. | Afgreiðsla Pólgötu 8. | Árgangurinn kostar 20 krónur. | Lausasöluverð 75 aurar. S = ■ ■ íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiai Mikilsverður sigur. Svo giftusamlega hefur tekist að samkomulag hefur náðst í togara- deilunni, án þess til verkfalls kæmi nema á fáeinum skipum. Öll þjóð- in fagnar því, að svo skyldi fara og þá ekki sízt verkafólk og sjómenn, sem nú hafa unnið einn sinn glæsi- legasta sigur, þar sem togarahá- setum er tryggð 12 stunda hvíld á öllum veiðum. Krafa sjómanna um ákveðinn hvíldartíma á togurum er yfir 30 ára gömul. Á Alþingi 1919 er frum- varp til vökulaga á botnvörpu- skipum flutt í fyrsta skipti og í því ákveðin 8 stunda hvíld á sól- arhring. Málið náði þá ekki fram að ganga, en á Alþingi 1921 eru samþykkt lög um 6 stunda hvíld og það er ekki fyrr en á Alþingi 1928 að upphaflega krafan um 8 stunda hvíldartíma nær fram að ganga. Síðan hélzt sú skipan ó- breytt þar til nú með ákvæðum hins nýja samnings. Því fer þó fjarri að málið hafi legið í þagn- argildi allan þann tíma. Sjómenn hafa hvað eftir annað borið fram kröfur um lengdan hvíldartíma og á undan förnum þingum hafa þing- menn sósíalista flutt frumvarp um 12 stunda hvíld togarasjómanna. Alþingi hefur þó ekki ennþá séð sóma sinn í að samþykkja það frumvarp, en tæplega þrjóskast það öllu lengur, eftir að samkomu- lag er orðið um málið milli togara- eigenda og sjómanna. Oft heyrist þeim mönnum, sem fastast stóðu gegn því að togara- sjómenn fengju 6 stunda hvíldar- tíma, álasað fyrir afturhaldsemi og verkalýðsf jandskap, jafnvel íhalds- menn láta í ljós andúð sína á slíkri þröngsýni, minnsta kosti á sjó- mannadaginn. En er þessi þröng- sýni algerlega úr sögunni nú? Þess er skemmst að minnast, að einmitt í nýafstaðinni togaradeilu skrif- aði einn togaraeigandi grein í Morgunblaðið, þar sem hann skýrði frá því og taldi það eftir- breitnisvert, að Bretar hafa engin vökulög á sínum togurum, en láta háseta á þeim þræla allt að 20 klukkustundir á sólarhring. Sjálf- sagt mun því haldið fram, að þetta sé hjáróma rödd, en andstaðan gegn réttarbótum alþýðunnar er Samstarf bæjarútgerðanna um lausn togaradeilunnar. Á bæjarráðsfundi 26. febrúar s.l. var lagt fram skeyti frá bæjar- stjóranum í Neskaupstað, þar sem hann leggur til að allir bæjarstjór- ar beiti sér sameiginlega fyrir til- lögum til lausnar togaradeilunni. Tilmæli þessi eru framkomin vegna þess að samninganefnd sjómanna í togaradeilunni hefur einróma skorað á þau bæjarfélög, sem gera út togara sjálf eða eiga hlutdeild í slíkri útgerð, „að gera samninga við sameiginlega nefnd sjómanna- félaganna og síðan við félögin hvert á sínum stað eða sameigin- lega, ef samkomulag verður um það félaganna á milli“. Bæjarráðsmennirnir Haraldur Steinþórsson og Hannibal Valdi- marsson vildu tafarlaust verða við þessari áskorun og lögðu til að bæjarstjóra verði falið að hafa samráð við aðra bæjarstjóra um furðulega lífseig, sérstaklega þeg- ar þeir eiga í hlut, sem erfiðustu og hættulegustu störfin vinna. Þegar vinnuskilyrði togarasjó- manna eru borin saman við kjör annara stétta í því efni, hlýtur öll- um að vera Ijóst, að þeim er meiri þörf lögboðinnar hvíldar en öllum öðrum. Þeir eru bundnir við erfiða og hættulega vinnu allan ársins hring, helgidaga jafnt og rúm- helga, jafnvel sjálf jólahátíðin er þar ekki undanskilin. Þrátt fyrir þetta hefur það kostað þá langa og harða baráttu að tryggja sér lágmarkshvíldartíma og í hvert sinn, sem þeir hafa mælst til, að sá tími yrði lengdur, hefur því verið haldið fram, að það væri ekki mögulegt, efnahagur þjóðarinnar þyldi ekki að togarasjómenn fengju að hvíla sig. Aftur á móti er efnahag þjóðar- innar ekki talin stafa minnsta hætta af því, að skrifstofufólk, kennarar og aðrir embættismenn hafa rétt til að hvíla sig 16—18 klst. á sólarhring eða lengur, þurfa enga helgidaga að vinna og fá auk þess oft frí með fullu kaupi, dæmi eru til þess að sumir taka tvöföld og þreföld laun og það oft fyrir enga vinnu. Það er af öllum viðurkennt, að sjávarútvegur sé aðalatvinnuveg- ur Islendinga og á honum byggist lífsafkoma þeirra að mestu leyti. Er þá ekki sjálfsagt, að þeir sem þessa atvinnu stunda, af jafnmiklu kappi og togarasjómenn, hafi rétt til að njóta þeirrar hvíldar, sem hverjum manni er nauðsynleg? Allir, nema steinrunnar aftur- haldssálir viðurkenna að svo er og fagna þessum sigri sjómanna. mál þetta. Ennfremur lögðu þeir fram svohljóðandi tillögu: „Vegna yfirstandandi kjaradeilu milli togarasjómanna og togar- eigenda felur bæjarstjóm Isafjarð- ar fulltrúum sínum í stjórn fs- firðings h.f. að beita áhrifum sín- um þar til þess, að deilan megi leysast sem allra fyrst, þannig að ekki komi til stöðvunar skipanna. Telur bæjarstjórnin æskilegt, að stofnað verði til sérstakra samtaka milli bæjarútgerðarfyrirtækja um lausn deilunnar, ef ekki er útlit fyrir að samningar takist nú þeg- ar, og vill bæjarstjórnin vegna at- vinnuhagsmuna bæjarbúa, að Is- firðingur h.f. gerist aðili að slíku samstarfi, og felur fulltrúum sín- um í stjórn félagsins að bera fram tillögu I þá átt, ef til kemur“. Bæjarráð samþykkti tillögur þessar með tveimur atkv. sam- hljóða, bæjarráðsmaður íhaldsins, Matthías Bjarnason, greiddi ekki atkvæði og lét engan ágreining bóka, mátti því segja að hann sam- þykkti þær með þögninni. Tillögur þessar voru síðan lagð- ar fyrir bæjarstjórn til endanlegr- ar samþykktar á fundi hennar 29. f.m., en þá var komið annað hljóð í strokkinn af íhaldsins hálfu. Snerist Matthías nú öndverður gegn tillögunum og taldi þeim einkum þetta þrennt til foráttu: 1. Að þær eru framkomnar fyr- ir tilmæli bæjarstjórans í Nes- kaupstað, sem er kommúnisti. 2. Að þær eru að öllum líkind- um samdar af kommúnistanum Haraldi Steinþórssyni. 3. Að þær höfðu birst í Þjóð- viljanum. Mörgum mun þykja þessar á- stæður næsta veigalitlar og tæp- ast frambærilegar í slíku stórmáli. Þá er það algerð f jarstæða, að með þessum tillögum sé stefnt að klofningi í Félagi íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda, eins og Matth- ías hélt einnig fram. Bæjarútgerð- ir og bæjarfélög, sem hlut eiga í togaraútgerð, hafa meirihluta inn- an þessara samtaka og geta því fengið þar samþykkt hvaða mál sem þær berjast sameiginlega fyr- ir. Undir slíkt meirihlutavald verð- ur minnihlutinn vitanlega að beygja sig samkvæmt góðum og gildum lýðræðisreglum. Komi til klofnings af þeim sökum, getur það ekki verið meirihlutanum að kenna heldur skorti á félagsþroska minnihlutans. Um það geta allir verið sammála að brýn nauðsyn er á skjótri lausn togaradeilunnar. Sérstaklega eiga þau bæjarfélög, sem gera út tog- ara, annaðhvort á eigin spýtur eða með öðrum, mikið í húfi í þessu efni. Það er því eðlilegt að fram komi raddir um að þau beiti áhrif- um sínum til þess að deilan verði leyst sem fyrst, og einstakt á- byrgðarleysi, að stjórnarformað- urinn í ísfirðingi h.f. skuli beita sér gegn því að slík tilraun sé gerð og bera fyrir sig jafn fárán- legar ástæður og nú hafa verið nefndar. Um afgreiðslu þessa máls er það að segja, að tillagan um að fela bæjarstjóra samstarf við stéttar- bræður sína í öðrum bæjum um málið, var samþykkt með 5 sam- hljóða atkvæðum. Fyrri hluti hinn- ar tillögunnar var einnig sam- þykktur með sama atkvæðamagni, aftur á móti greiddu 3 íhaldsmenn atkvæði gegn síðari hluta hennar og var hann því samþ. með 5:3 atkvæðum. T Sem betur fer er nú útlit fyrir að togaradeilan sé að leysast, til- lögur þessar koma því ekki til af- greiðslu í stjórn ísfirðings h.f. En þó að svo giftusamlega hafi til tek- ist þá er framkoma íhaldsmanna í þessu máli jafn ámælisverð. TIL SÖLU: Bílskúr við Fjarðarstræti 20. Stærð 7x8 metrar. — Skrifleg til- boð sendist I pósthólf 116 fyrir 20. þessa mánaðar. Prentstofan fsrún h.f. TIL SÖLU. Tveir djúpir (stoppaðir) stólar til sölu með sérstöku tækifæris- verði. Kristján H. Jónsson. BAZAR! BAZAR! BAZAR! Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur bazar í Barnaskólanum sunnudaginn 9. marz kl. 5 e.h. Margir eigulegir munir á boð- stólum. Styðjið gott málefni og fjölmennið. Undirbúningsnefndin. KAUPIR BÆRINN ... Framhald af 1. síðu. inu eða einhverjum öðrum aðila, t.d. ísfirðing h.f., sem vitað er að sækir mjög fast að fá það. En öil sanngirni mælir með, að þar verði bæjarfélagið hlutskarpara. I öðrum lið tillögunnar er líka gert ráð fyrir, að svo framarlega sem bærinn nær eignarhaldi á um- ræddu hraðfrystihúsi, þá verði heildarsamtökum vélbáta- og tog- araútgerðar í bænum gefin kostur á, eftir því sem um semst, að stjórna fyrirtækinu og starfrækja það. Þar með er öllum útgerðarfé- lögum í bænum gefin kostur á full- komnum jafnrétti í viðskiptum við þetta fyrirtæki og þeim gróða, sem á því kunna að verða, skipt milli þeirra einna eftir magni og gæðum þess hráefnis, sem þau leggja þar inn til vinnslu. Er þetta áreiðan- lega öruggasta leiðin sem hægt er

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.