Baldur - 07.04.1952, Qupperneq 2
2
B A L D U R
HllllllllllllllllWllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllliailllllllllV
BALDURÍ
| Ritstjóri og ábyrgðarm.: |
I Halldór ólafsson frú Gjögri. §
S 5
Afgreiðsla Pólgötu 8.
| Árgangurinn kostar 20 krónur. §
1 Lausasöluverð 75 aurar.
m 5
illlllllllllllllMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIHIfllllllllllllll
Sóun verðmæta.
Á öðrum stað í þessu blaði segir
frá atvinnuleysisskráningu, sem
fram fór hér á Isafirði í febrúar-
mánuði s.l. Samkvæmt því, sem
þar segir höfðu 37 einstaklingar
samanlagt kr. 62.623,72 1 tekjur á
þremur mánuðum, nóvember, des-
ember og janúar s.l. Miðað við það
kaup, sem þá var greitt fyrir 8
stunda vinnudag hefur hver þess-
ara 37 manna unnið 16 daga af
þessu tímabili. Hinsvegar eru 76
virkir dagar í þessum þremur mán-
uðum, og hefur því hver þessara
manna verið atvinnulaus í 60 daga
af þeim tíma.
Eftir útreikningi Hagstofu Is-
lands námu þjóðartekjur Islend-
inga 1949 1184 milj. króna. Er þá
reiknað með eigin framtölum, en í
þeim er margt vantalið og hafa
hagfræðingar því reiknað með að
þjóðartekjurnar hafi þetta ár num-
ið 1700 milj. króna. Miðað við hina
opinberu gengislækkunarvísitölu
ætti samsvarandi upphæð nú að
nema 2600 milj. króna. Sé henni
skipt jafnt milli allra landsmanna
koma 18 000 kr. í hvers hlut, koma
barns jafnt og kararfólks, eða 60
kr. fyrir hvern virkan dag.
Þeir 37 atvinnuleysingjar, sem
hér um ræðir, höfðu á framfæri
sínu 75 manns alls. Lætur því
nærri að framleiðslugeta þeirra á
60 dögum sé rúmlega miljón
króna, eða verðmæti nýtízku íbúð-
ar. Það er sú upphæð, sem þjóðar-
búið tapar á atvinnuleysi þeirra
þennan tíma.
Sjálfsagt mun einhverjum ekki
þykja mikið til um þessa upphæð,
en þegar þess er gætt hve mjög
illa verkafólk mætir til atvinnu-
leysisskráningar, þá er ekki of í
lagt þó að upphæð þessi sé tvö-
földuð. Þar við bætist, að um-
rædda þrjá mánuði voru minnsta-
kosti 2000 manns algerlega at-
vinnulausir á öllu landinu. Á fram-
færi þeirra voru minnsta kosti
6000 manns alls og lætur því nærri
að þeir hefðu, með því að vinna
þennan tíma, getað framleitt verð-
mæti, sem nema 27 milj. króna, eða
það sem 4 nýsköpunartogarar,
eins og Sólborg, kosta.
Ástæðulaust er að rekja þetta
dæmi nánar, það, sem þegar er
sagt, sýnir ljóslega hve glæpsam-
leg sóun verðmæta atvinnuleysið
er og það stjórnarfar meira en lít-
ið bágborið, sem lætur slíkt við-
.-vm
Mál og menning eykur útgáfustarf sitt.
Stjóm og félagsráð Máls og
menningar hefur á fundum undan-
farið tekið þá ákvörðun að breyta
starfsgrundvelli félagsins og hefja
þegar á þessu ári aukna útgáfu. I
boðsbréfi, sem stjómin hefur ný-
lega sent umboðsmönnum félags-
ins, er þessum nýja starfsgrund-
velli Máls og menningar þannig
lýst:
„Fyrir utan félagsbækumar gef-
ur Mál og menning út á forlagi
Heimskringlu níu bækur. Af þess-
um níu bókum geta félagsmenn
(og nýir menn, sem ganga í félag-
ið) valið hverjar þrjár, sem þeir
óska eða sex þeirra eða tekið þær
allar á verði sem hér segir: Þrjár
á kr. 125,00, allar sex á kr. 225,00,
níu á kr. 325,00. Með þessu móti
er stórlega breikkaður grundvöllur
Máls og menningar og gefinn
möguleiki á aukinni starfsemi
framvegis. Útgáfan getur þá hér-
eftir verið í nokkrum stigum með
nýjum flokkum eftir því hve
mörgum bókum menn óska eftir.
Félagsmönnum er eftir þessu gef-
inn kostur á, með félagsbókunum
og Tímariti Máls og menningar,
sem reiknast aðeins ein bók, eftir-
farandi kjörum:
Fyrir 75,00 kr. félagsbækurnar
(minnst þrjár með tímaritinu).
Fyrir 200,00 kr. félagsbækumar
og 3 bækur að auki eftir vali.
Fyrir 300 kr. félagsbækurnar. og
6 bækur að auki eftir vali.
Fyrir 400,00 kr. félagsbækurnar
og 9 bækur að auki.
Bækurnar verða mjög misjafnar
að stærð, en menn geta valið hverj-
gangast á sama tíma og þjóðar-
tekjurnar nema um 90 þúsundum
króna á hverja 5 manna f jölskyldu.
En reynslan talar sínu máli í þessu
efni og þann beiska sannleika
verður að segja, að atvinnuleysið,
sem nú þjakar þúsundir manna um
land allt, er verk núverandi ríkis-
stjórnar. Barátta fyrir atvinnu er
því jafnframt og aðallega barátta
gegn þessari stjóm, stefnu hennar
og óhappaverkum.
Því er oft haldið fram, að at-
vinnuleysið stafi af fjárskorti. í
einstökum tilfellum, þegar t.d. er
um fátæk bæjarfélög eða einstaka
atvinnurekendur að ræða, má slíkt
til sannsvegar færa, en sé litið á
þjóðarheildina er slík viðbára fár-
ánleg fjarstæða. Sannleikurinn er
hinsvegar sá, að okkur skortir
fjármagn til að vera atvinnulausir
bæði hvem einstakling og þjóðar-
heildina. Með atvinnuleysinu er
miljónum króna á glæ kastað, þess
vegna er baráttan gegn því og
skipulaginu, sem viðheldur því,
svo þýðingar mikil, að á henni má
aldrei verða lát.
ar sem em. Þær verða nálægt 120
örkum samanlagt og markaðsverð
ekki undir kr. 575,00, en eftir þessu
tilboði Máls og menningar þurfa
félagsmenn ekki að greiða fyrir
þær nema 325,00 kr. Á níu bókum
geta menn því sparað sér 250,00
kr. eða 44% frá markaðsverði. Til-
boðið gildir jafnt fyrir nýja fé-
lagsmenn, og þeim gefst einnig
kostur á félagsbókum síðustu ára
með sérstökum kjömm meðan
upplag endist. Bækur Heims-
kringluhöfunda verða flestar með
í útgáfunni. Fjölmargir félags-
menn em fastir kaupendur þeirra,
en fá þær hér á stómm lægra verði
en tök em á að veita á frjálsum
markaði.
Þetta nýja útgáfutilboð er helg-
að 15 ára afmæli Máls og menning-
ar og fyrir 17. júní, afmælisdag
félagsins, verða menn að hafa
sagt til um hvaða bækur þeir velja
sér. í ýtarlegu boðsbréfi, sem er í
prentun og ætlast er til að berizt í
hendur hverjum félagsmanni, er
gerð nánari grein fyrir útgáfunni
og nefndar allar bækurnar, sem út
verða gefnar og menn geta valið
um.
Á þessum dýrtíðardögum kostar
útgáfa á níu bókum stórfé, og þær
verða allar að vera til í einu og
fara í prentun samtímis. Pappír
í þær verður að tryggja fyrirfram
og handrit öll að vera í hendi út-
gefanda. Mál og menning hefur
aldrei haft neinn sjóð nema
traustið á félagsmenn. Og enn fer
félagið af stað í trú á menningar-
vilja almennings. Verður óhjá-
kvæmilegt að menn greiði hluta af
bókarverðinu um leið og menn ger-
ast kaupendur og velja sér bæk-
A síðast liðnu ári var baðmullar-
framleiðslan í Kína 40% meiri en
árið 1950 og 120% meiri en hún
var 1949. öll baðmullarframleiðsla
í Kína er unnin á grundvelli sam-
yrkjubúskapar.
-II-
Iðnaðarframleiðslan í Ungverja-
landi óx um 34,4% s.l. ár miðað
við árið á undan. Framleiðslan á
byggingarefni óx um fjórðung og
á vélum um 49 af hundraði. Launa-
greiðslur hækkuðu um 12,7%.
Árið 1951 tóku 36 000 fleiri böm
próf úr barnaskólum landsins en
árið á undan.
Áætlunin um iðnaðarframleiðslu
Ungverjalands fyrir árið 1951 var
framkvæmd 103,4% og uppskera
var sú bezta sem verið hefur síðan
landið var frelsað úr klóm nazista.
-II-
umar, eða minnst kr. 50,00 fyrir-
fram.
Þessi nýja félagsútgáfa Máls og
menningar stendur og fellur með
því hve margir gerast þátttakend-
ur. Hið lága verð á bókunum fær
því aðeins staðist að eitt til tvö
þúsund kaupendur fáist að hverj-
um flokki. Fáist % félagsmanna
og 500—1000 nýir, er lagður nýr
grundvöllur að stóraukinni starf-
semi Máls og menningar.
Um leið og Baldur skýrir frá
þessu, vill hann hvetja lesendur
sína til að notfæra sér þessi kosta-
kjör, bæði þá,'sem sem eru félagar
í Máli og menningu og ekki síður
hina, sem ekki eru félagsmenn, að
gerast það nú þegar og verða
þannig aðnjótandi þessara hlunn-
inda. Ennfremur vill blaðið gera
að ,sínum orðum þessi hvatnaðar-
orð boðsbréfsins:
„íslendingar hafa aldrei verið
svo fátækir að þeir hafi neitað sér
um nauðsynlegustu bækur, sem þá
hefur langað til að eiga. Þeir em
heldur ekki svo fátækir nú, fjarri
því. Þeir hafa einmitt lært að gera
kröfur til aukins menningarlífs.
Og einmitt þegar þrengt er að
kjömm manna verða bækurnar
þeim örvun og vopn í hendur, til
að neita að viðurkenna hin kröppu
kjör eða tilbúna fátækt í landi
auðs og alls nægta sem ísland er.
Mál og menning gerir með þess-
ari útgáfu þá kröfu til almennings
á íslandi, að hann neiti að láta
draga úr lestrarhneigð sinni, held-
ur hefji sókn fyrir aukinni menn-
ingu, aukinni þekkingu, sem er
þjóðinni nauðsynleg til að taka
vald yfir örlögum í stað þess að
láta skammta sér fátækt og óvið-
unandi lífskjör".
Ný gengisskráning var fram-
framkvæmd í Rúmeníu í lok jan-
úarmánaðar s.l. Samkvæmt því
hækkar verðgildi rúmenskra pen-
inga og miðast nú við gengi sovét-
rúblunar, ömggasta gjaldmiðils í
heiminum, en ekki við dollar eins
og áður var. Við þessa gengis-
hækkun lækkar verð á nauðsynja-
vömm um 5—25%.
—II—
I janúarlok s.l. var birt í Moskvu
greinargerð um þjóðarbúskap
Sovétríkjanna 1951. Iðnaðarfram-
leiðslan fór fram úr áætlun, varð
103,5%. Heildarframleiðsla iðnað-
arins varð 16% meiri en 1950. En
miðað við 1940 hafði hún hvorki
meira né minna en tvöfaldast.
Framleiðslan hafði ekki aðeins
aukizt að vöxtum, heldur einnig
að gæðum. Nýjar og fullkomnar
$ ✓
Austan járntjalds.