Baldur - 07.04.1952, Blaðsíða 3
B A L D U R
8
vélar og tæki voru tekin í notkun
með þeim árangri að afkastageta
vinnuaflsins jókst um 10 af hundr-
aði.
Niðurstöður skýrslanna í ein-
stökum liðum verða ekki raktar
hér. Þess skal þó getið að byggð
voru íbúðarhús er námu að gólf-
fleti 27 milj. fermetrar saman-
lagt, auk 400 000 íbúða í sveitum
landsins. Byggðir voru 5000 skól-
arog sjúkrahús, 8000 verzlanir o.fl.
í sveitum landsins jókst ræktað
land um 6,7 milj. hektara miðað
við 1950. Á samyrkjubúunum
fjölgaði nautgripum um 12%, þar
af kúm um 15%, svínum um 26%,
kindum, geitum og hrossum um
8%. Alifuglum fjölgaði um 50%.
Á ríkisbúum fjölgaði búpeningi
aftur á móti sem hér segir: Naut-
gripum um 15%, þar af kúm um
14%, svínum um 21%, kindum og
geitum um 11% og hrossum um
14%. Alifuglum fjölgaði um 27%.
Þegar talin er saman búpenings-
fjölgunin bæði á samyrkjubúum,
ríkisbúum og hjá einstaklingum,
nam hún alls, nautgripir, kindur,
geitur, svín og hross 14 milj. og
alifuglum fjölgaði um 60 milj.
Almenn kauphækkun átti sér
stað á árinu og nam hún 10 af
hundraði.
Þrír fjórðuhlutar þjóðartekn-
anna féllu í hlut Sovétborgaranna,
sem kaupgreiðslur. Eftirstöðvar
þjóðarteknanna féllu til ríkisins,
samyrkjubúanna og samvinnu-
hreyfingarinnar. Þessu fé var m.a.
varið til bygginga hinna miklu
raforkuvera og til annara þeirra
stórframkvæmda, sem á döfinni
eru, enn fremur til bygginga í
sambandi við vísindastofnanir, til
sjúkrahúsa og heilsuhæla, leikhúsa
o.s.frv.
Á sama tíma og allt kapp er lagt
á aukna framleiðslu í Ráðstjórn-
arríkjunum veldur aukning fram-
leiðslunnar stjórnarvöldunum í
háborg kapítalismans, Bandaríkj-
unum, mestu áhyggjum. Ástæðan
er sú, að framleiðslutækin eru þar
eign kapitalistanna ,sem hirða
bróðurpartinn af gróðanum. Kaup-
geta almennings minnkar hlut-
fallslega með aukinni framleiðslu
í stað þess að í Ráðstjómarríkjun-
um vex kaupgeta almennings með
aukinni framleiðslu.
MÁLIÐ MEIRA!
Nýkomið veggfóður, málningar-
vörur, vélalökk o.fl.
Finnbjörn málari.
t" .............i.—— ■«
Þökkum öllum fjær og nær fyrir auðsýnda samúð og hlut-
tekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar og fóstur-
móður
KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR.
Haraldur Kristjánsson. Ásta Dóra Egilsdóttir
Happdrætti ríkissjóðs.
Enn hefur ekki verið vitjað eftirtalinna vinninga, sem út voru dregnir
í A-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs þann 15. apríl 1949:
10.000 krónur :
66051.
5.000 krónur:
110303.
1.000 krónur:
29127, 30267, 76279,142926,147652
500 krónur:
7292, 10168, 21404, 29157, 33474, 46551,
73958, 79759, 81758, 85308, 93256,101499,
104948, 119624, 138265, 140379, 141834.
250 krónur:
2838, 2976, 3412, 6107, 8117,8720, 11345,
12835, 13660, 14184, 17289, 20458, 22454,
43797, 44783, 46639, 51555, 57593, 59100,
59893, 66120, 66288, 67474, 73693, 77420,
79911, 85181, 87548, 87838, 93122, 94808,
99089, 100893, 112139, 118672, 147179,
147654,148332.
Sé vinninga þessara ekki vitjað fyrir 15. apríl n.k., verða þeir eign
rOdssjóðs.
17. marz 1952.
F j ár málar áðuney tið,
MlR
tímarit Menningartengsl ís-
lands og Ráðstjómarríkjanna er
nýkomið út.
Er þetta 1. tbl. 3. árgangs og
flytur m.a.:
Vladimir Ilitsj Lenin, minning-
arkvæði, eftir V. Majakavski í þýð-
ingu Geirs Kristjánssonar, rit-
stjóra. Grein um alþjóðlega efna-
hagsráðstefnuna í Moskvu, sem
þar hófst 1. þ.m. Grein um rúss-
neska skáldið Gogol í tilefni af
hundmðustu ártíð hans 4. marz
s.l. Bréf frá Aram Katsjatúrjan til
12 ára reykvískrar telpu, sem um
þriggja ára skeið hefur legið rúm-
föst vegna lömunar. Katsjatúrjan
var einn í sovét-sendinefndinni er
kom til Reykjavíkur s.l. vor. Hann
er frá Sovét-Ameníu og víðfrægt
tónskáld. Meðan hann dvaldi hér
kynnist hann þessari telpu og for-
eldrum hennar. Þá er í þessu hefti
löng og fróðleg grein um vatns-
virkjanirnar nýju í Sovétríkjun-
um, en þær eru án efa stórkostleg-
asta afrekið, sem nokkru sinni
hefur verið unnið á verklegu sviði.
Loks má nefna grein um fram-
kvæmd fyrstu 5 ára áætlunarinnar
eftir lok stríðsins, framhald sög-
unnar Tuttugu og sex menn og ein
kona, eftir Maxim Gorki, grein um
úthlutun hinna alþjóðlegu friðar-
verðlauna Stalins árið 1951 o.fl.
Ritið er prýtt fjölda mynda.
MIR kemur út sex sinnum á ári.
Árgangurinn kostar 30 krónur.
Ritstjóri er Geir Kristjánsson.
Þeir, sem vilja gerast áskrifend-
ur, snúi sér til ritstjóra Baldurs.
Tilkynning
um bótagreiðslur almanna-
trygginganna árið 1952.
Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s.l.
og er nú almanaksárið, í stað þess, sem áður var, frá 1. júlí til 30. júní
árið eftir.
Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helmingi ársins
1952, eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs
og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft
til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1951
og endanlegur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1952 felldur, þegar
framtöl til skatts liggja fyrir.
Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barnalífeyris
eða fjölskyldubóta, þurfa ekki, að þessu sinni, að sækja um fram-
lengingu lífeyrisins. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta sam-
kvæmt heimildarákvæðum almannatryggingalaganna, að sækja á ný
um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra.
Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur, bætur til
ekkla vegna barna, svo og lífeyris hækkanir.
Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á viðeigandi
eyðublöð Tryggingastofnunarinnar, útfyllt rétt og greinilega eftir því,
sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðsmanni ekki síðar en
fyrir 15. maí næstkomandi.
Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfs-
orku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé
að taka umsóknimar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja
má í þessu skyni, er takmörkuð.
Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum,
hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir
eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með tryggingaskírteini sínu eða á
annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða
skerðingu eða missi bótaréttar.
Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að ofan eru
nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur,
svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri eða fjölskyldubætur verða af-
greiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi
skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs.
Athygli er vakin á, að bætur úrsskurðast frá 1. degi þess mánaðar,
sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið
fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda um-
sóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fymst að öðrum kosti.
Reykjavík, 15. marz 1952.
TRYGGINGASTOFNUN RIKISINS.