Baldur - 23.12.1952, Page 4

Baldur - 23.12.1952, Page 4
4 BALDUR Sigurður Breiðfjörð á Isafirði Sigurður skáld Breiðfjörð sigldi ungur að árum af æskuslóðum sínum á Snæfellsnesi til Kaupmannahafnar og nam þar beykisiðn. Að námi loknu kom hann aftur til ættlands síns og stundaði iðn sína, að öðrum þræði að minnsta kosti. Talið er, að hann hafi starfað að beykisiðn hér á Isafirði um fjögra ára skeið, frá 1818 til 1822. Því miður en engin húsvitjunar- né mann- talsbók (sálnaregistur) til úr Eyrarpresta- kalli í Skutulsfirði frá þeim árum, sem hér ræðir um. Því verður ekki af þess háttar heimild séð, að Sigurður Breiðfjörð hafi dval- ið hér þessi umræddu ár, og þá auðvitað enn síður hvar hann hafi búið hér í kaupstaðnum. Hans er heldur ekki getið í prestsþjónustubók (ministerialbók) prestakallsins frá þessum ár- um, en hún hefir varðveizt. Ætti hans þó að vera getið þar á meðal þeirra, sem fluttust í prestakallið, ef hann hefði eignazt heimilis- fang hér. Verður því ekkert ráðið af kirkju- bókum úr Eyrarprestakalli í Skutulsfirði um dvöl Sigurðar Breiðfjörðs hér á Isafirði, hvorki hvenær né hve lengi hann hafi dvalið hér, og ekki hvar hann hafi átt heimili í kaup- staðnum. Aftur á móti er Isafjarðar-vistar hans get- ið í Ævisögu Sigurðar Breiðf jörðs, skálds, eft- ir Gísla Konráðsson, sem Jóhann Gunnar Ól- afsson, sýslumaður, sá um útgáfu á og kom út á ísafirði 1948. Sömuleiðis er getið dvalar hans hér í kaupstaðnum í æviágripi í inn- gangi að þriðju útgáfu Núma rímna, sem Snæbjörn Jónsson gaf út í Reykjavík 1937, en inganginn skrifaði Sveinbjörn Sigurjónsson, mag. art. Sjálfsagt mun hennar víðar getið í æviágripum Sigurðar. Ekki verður það beinlínis ráðið af ævisög- unni eftir Gísla hve lengi Sigurður dvaldi hér í kaupstaðnum. Þar er svo komizt að orði: „Var Breiðfjörð þá (þ.e. eftir að hann kom úr siglingunni) um hríð beykir á ísafirði, á Skutulsfjarðareyri, en kynnisför fór hann á haustum að finna frændur sína suður yfir Breiðafjörð". Og enn segir þar: „Meðan Breiðfjörð var á ísafirði fór hann oft suður í Snæfellsnessýslu, að finna frændur sína, og er Eiríkur faðir hans dó fór hann í Stykkis- hólm til Boga kaupmanns og stúdents Bene- diktssonar, frænda síns, að taka við arfi sín- um af Boga, er skipuð hafði verið gæzla hans. Dvaldist hann þá lengi syðra og hitti frænd- ur sína“. Helz verður það ráðið af síðustu um- mælum Gísla um veru Sigurðar á Isafirði, að henni hafi lokið í síðasta lagi 1822. Hann seg- ir svo: „Síðan fór Breiðfjörð úr ísafirði og í Stykkishólm. Ritaði hann um það leyti ljóða- bréf Hannesi stúdent Amórssyni, prófasts í Vatnsfirði því bókhaldari var Hannes, Boga kaupm. um hríð. Sagt er Breiðfjörð héldi sig þá í Hólminum um hríð, og væri þar oft öðru hverju og þó stundum á ísafirði“, En svo er eins og Gísli finni hve óskipuleg frásögnin sé og óljóst tímatalið hjá sér, því að hann bætir við þessari afsökun innan sviga: „En enginn er kostur að telja með vissu beinan þráð í sögu Breiðfjörðs, eða vita með vissu hvenær hann hefur ýmislegt kveðið, því svo fá finn- ast ártöl í kveðlingum hans“. — Hannes Arn- órsson var við verzlunarstörf hjá Boga Bene- diktssyni í Stykkishólmi árin 1820 til 1822. Ljóðabréfið til Hannesar hefir Sigurður ekki skrifað síðar en 1822, en hann ritaði það ,,um það leyti“ hann fór úr ísafirði. Sveinbjöm Sigurjónsson segir í æviágripinu, sem áður er á minnzt, þetta um dvöl Sigurðar á Isafirði: „Vorið 1818 hvarf hann (þ.e. Sig. Breiðfjörð) aftur til Islands... ... Hann gerðist nú verzlunarþjónn og beykir á ísafirði og var hann ýmist þar eða í Stykkishólmi næstu f jögur ár. Stundaði hann iðn sína á sumrum, en er um hægðist á vetr- um ferðaðist hann oft milli kunningja sinna og frænda við Breiðafjörð". Af því, sem að framan er greint úr ævisög- unni eftir Gísla og æviágripi Sveinbjamar verður það ljóst, að víst mun Sigurður Breið- fjörð hafa verið hér á ísafirði við beykisstörf á ámnum 1818 til 1822. En þar sem hans er ekki getið í kirkjubókum Eyrarprestakalls, og af tilgreindum ummælum úr ævisögunni og æviágripinu, verður hitt jafnljóst, að heimilis- fang hafi Sigurður aldrei átt hér í kaupstaðn- um. Hann var á faraldsfæti, ýmist hér eða suð- ur í Snæfellsnessýslu. Dvöl hans var aldrei samfelld hér, heldur hefir hann verið hér þann tíma árs, er helzt var nauðsyn beykisstarfa hans við verzlun þá, sem hann vann við. En við hvaða verzlun hér á ísafirði vann þá Sigurður Breiðfjörð? Það er mál margra gamalla Isfirðinga þeirra, sem á annað borð hafa heyrt getið um veru Sigurðar Breiðfjörð hér í kaupstaðnum, að hann hafi verið beykir við svonefnda Neðstakaupstaðarverzlun, og er það í munn- mælum haft, að beykissmiðja hans hafi verið í húsi einu, sem enn er til, og að búið hafi hann í öðru húsi, sem einnig stendur enn í Neðstakaupstaönum. Bæði eru þessi hús svo gömul, að vel mætti Sigurður hafa unnið og búið í þeim, því að þau eru talin að vera frá tímum einokunarverzlunarinnar eða a.m.k. frá konungsverzlunartímabilinu síðara. Um aldur húsa þessara skal ekkert fullyrt, enda hefir það mál ekki verið rannsakað sem skyldi. En þó mun óhætt að segja, að þau séu reist fyrir mót átjándu og nítjándu aldanna. Þessi munnmæli, að Sigurður Breiðfjörð hafi starfað og búið í þessum ákveðnum húsum í Neðstakaupstað hér á ísafirði hafa komizt á prent í leiðréttingum og viðaukum aftan við ævisöguna eftir Gísla og nýlega hafa þau, að vísu óbeinlínis, aftur birzt á prenti, í smá- grein í blaðinu „Frjáls þjóð“ 8. des. s.l. í „Fræðabálki" blaðsins er grein með yfirskrift- inni: „Sigurður Breiðfjörð og Rósa“. Heimild- armaður að því, sem í greininni stendur, er Karítas Hafliðadóttir, sem var smábarna- kennari hér í kaupstaðnum í áratugi og flest- ir fullorðnir ísfirðingar kannast að sjálfsögðu við, Greinin hefst á þessum orðum: „Þegar Sigurður Breiðfjörð var kóngshöndlunarbeyk- ir á Skutulsfjarðareyri (nú ísafirði) o.s.frv." Nú var að vísu engin „kóngshöndlun“ á ísa- firði né annars staðar á landi hér á þessum árum, sem um er að ræða, því að verzlun á íslandi var þá fyrir mannsaldri orðin frjáls öllum þegnum Danakonungs. En heitið „kóngshöndlun" hefir að sjálfsögðu lengi loð- að við húsin, sem konungsverzlunin hafði áð- ur verið rekin í, og er hér því greinilega átt við Neðstakaupstaðarverzlunina. Sinn þátt í nafngiftinni „kóngshöndlun" átti máske það, að á verzlunarhúsunum í Neðstakaupstað var jafnan, allt til þess við eignuðumst eigin fána, dregin að hún danskur, klofinn konungsfáni. Það er ljóst, að í greininni í „Frjálsri þjóð“ eru enn á ferðinni sömu munnmælin, að Sig- 1818 — 1822 urður Breiðfjörð hafi starfað sem beykir við N eðstakaupstaðarverzlunina. Ég, sem skrifa þessar línur, hafði heyrt þessi munnmæli fyrir löngu og tók þau, eins og aðrir Isfirðingar, með „trúarinnar augum“ þangað til ég las fyrmefnda ævisögu Sigurðar efir Gísla Konráðsson. Eftir lestur hennar fór ég að íhuga þetta efni nánar og í sambandi við þá fræðslu, sem ég hafði aflað mér um Isafjarðarkaupstað í byrjun nítjándu aldar- innar. Árangurinn varð sá, að ég er nú orð- . inn þeirrar skoðunar, að munnmælin um starí og dvöl Sigurðar Breiðfjörð í húsum Neðsta- kaupstaðarverzlunarinnar séu reist á misskiln- ingi og eigi ekki við rök að styðjast. Mín skoðun er, að Sigurður Breiðfjörð hafi ekki verið beykir við Neðstakaupstaðarverzlun heldur við svonefnda Hæstakaupstaðarverzlun á ísafirði. — Skal ég nú reyna að renna stoð- um undir þessa skoðun mína. Þær verða að vísu ekki telgdar úr timbri óyggjandi, skjal- legra, opinberra gagna, en stoðir getum við kallað það allt að einu. Kirkjubækur úr Eyrarprestakalli í Skutuls- firði, sem til eru frá öndverðri 19. öld, geta Sigurðar Breiðfjörð að engu, eins og áður er á minnzt, og koma því ekki að neinu haldi í þessu efni. Verzlunarbækur frá þessum tím- um eru heldur ekki til svo ég viti, en vitaskuld væru þær ákjósanlegustu gögnin um þetta mál. Hefi ég þá ekki annað við að styðjast en það, sem skrifað hefir verið og birzt hefir á prenti um ævi Sigurðar Breiðfjörð, og fer ég hér eingöngu eftir ævisögu hans eftir Gísla Kon- ráðsson og ævinágripinu eftir Sveinbjörn Sig- urjónsson. Og mér virðist það nægja. Áður en lengra er haldið skulum við svip- ast um í ísafjarðarkaupstað eins og hann var í byrjun 19. aldar, eða nánar til tekið á þeim árum, er Sigurður á að hafa verið hér. ísafjörður var þá örlítið kaupstaðarkríli í reifum. Á sjálfri kaupstaðarlóðinni, sem þá náði úr Suðurtanganum og hér um bil upp að þeirri götu, sem nú heitir Norðurvegur, voru engin hús önnur en þau, sem verzlanimar áttu. Árið 1816 voru íbúamir 23 talsins og skiptust í þrjár fjölskyldur, sem allar voru á einhvern hátt bundnar verzlununum. Af þess- um 23 sálum höfðu 10 fluzt í kaupstaðinn þetta sama ár (1816), en ókunnugt er mér um, hve margir þeirra, sem voru þar árið áður, höfðu flutzt burt eða dáið. Þetta sama ár fæðist ekkert barn í kaupstaðnum og að- eins tvö árið eftir (1817), bæði hálfdönsk. Mannfjölgunin var ekki ör á Isafirði á þess- um árum. í næsta manntali úr Isaf jarðarkaup- stað, sem varðveizt hefir og er frá árinu 1835, er tala íbúa ekki nema 37, sem skiptast í f jórar f jölskyldur. Fjölgunin er því 14 manns á 19 árum. En árið 1816 og næstu árin á eftir eru hér þrjár verzlanir. Er fyrst að nefna þá verzlun, sem í munni almennings hét jafnan Neðsta- kaupstaðarverzlun og var hún í húsum „kóngs höndlunarinnar“ og einokunarverzlunarinnar. Eigendur hennar voru Jens L. Busch og Heinrich Paus, báðir búsettir þá í Kaupmanna- höfn. Verzlunarstjóri þeirra hét Carl Orm, ungur maður og ókvæntur, en ráðskona hans var ekkja fyrrverandi verzlunarstjóra við þessa sömu verzlun, Peter F. Busch, er lézt hér á ísafirði, og voru þrjú böm hennar hjá henni. Við þessa verzlun var einn „assistent", danskur og ókvæntur, og einn beykir, sömu-

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.