Baldur - 23.12.1952, Síða 6

Baldur - 23.12.1952, Síða 6
6 BALDUR » Minningarspjald Erlends sýslumanns Þórarinssonar. Þegar komið er inn í sýsluskrif- stofuna á ísafirði blasir við aug- um, á. veggnum gegnt inngöngu- dyrum, mikið og fagurt minning- arspjald, prentað gullnum stöfum á svartan grunn. Er spjaldið til minningar um Erlend sýslumann Þórarinsson, er hér var 1854-1857. Minningarspjaldið er meira en metri á lengd og þrír fjórðungar úr metra á breidd. Utan um það er breiður, gylltur rammi, allur flúraður blómskrauti. Gullna letrið er skínandi eins og það hefði verið sett á spjaldið í gær, og allt er spjaldið svo vel varðveitt, að helzt verður manni á að halda, að það hafi verið gert fyrir stuttu. Samt mun spjaldið vera að minnsta kosti 75 ára gamalt, ef til vill er það komið á tíunda tuginn. Minningarspjald þetta á sér ein- kennilega sögu. Ekki verður með vissu vitað hvenær það er gert, áreiðanlega ekki fyrr en 1858 og sennilega ekki síðar en 1874, þó ef til vill í seinasta lagi 1877. Spjald- ið lét gera Ásgeir Ásgeirsson, eldri, kaupmaður hér í Miðkaupstaðnum (f. 1817, d. 2. nóv. 1877), og er það að öllum líkindum gert í Kaupmannahöfn. Síðan var vel um það búið og það flutt hingað til Isafjarðar með einhverju verzlun- arskipinu. Þegar hingað kom var spjaldið látið upp á loft í verzlun- ar búðinni og þar lá það óhreyft allt til þess að Ásgeirsverzlun var seld eða þar til verzlunarrekstur lagðist niður í húsinu. En þegar farið var að róta til á „krambúð- arloftinu“ við eigendaskiptin rák- ust menn á allmikinn, flatan bögg- ul, vel um búinn, sem þeir vissu ekki hvað var. Voru umbúðimar teknar utan af honum og kom þá minningarspjaldið í ljós og jafn- framt bréf frá Ásgeiri kaupmanni og lætur hann þess getið í því, að’ spjaldið sé gjöf frá sér til ísa- fjarðarkaupstaðar og skuli það hengt upp í ráðhúsi bæjarins, þeg- ar það verði reist. Minningar- spjaldið komst nú í varðveizlu Jón Auðuns Jónssonar, fyrrum alþing- ismanns og bankastjóra, sem geymdi það vel. Isafjarðarkaup- staður átti ekkert „ráðhús“ lengur. Hann hafði átt „ráðhús“, svonefnt bæjarþinghús eða stofu, er hann eignaðist 1890. Það varð síðar fim- leikahús, þá kvikmyndahús og er nú Skátaheimilið. Þau árin, sem bærinn átti „ráðhús" var minn- ingarspjaldið týnt. Þegar spjaldið fannst, var „ráðhúsið" týnt. Þeg- ar nú skrifstofa sýslunnar var flutt í hin veglegu húsakynni, þar sem hún er nú, þótti vel hlýða og enda í samræmi við fyrirmæli gefand- ans, að spjaldið prýddi hana. Því er það þangað komið. Flestum, sem inn í skrifstofuna koma, verður starsýnt á minning- arspjaldið. Gullið letrið glóir á svörtum fletinum. Það er eitthvað hátíðlegt við spjaldið. Manni ein- um, er kom í þessi húsakynni skrifstofunnar í fyrsta sinn, varð að orði um leið og hann renndi augunum á spjaldið: „Það er eins og að koma inn í kirkju!“ Af því að ekki verður lesið fram an úr afgreiðslusalnum það, sem á minningarspjaldinu stendur, og ekki nema að koma allnálægt því, birtist það hér (mynd af því var ekki hægt að fá nú). Minningarljóðin munu vera eft- ir Helga Hálfdánarson, forstöðu- manns Prestaskóla Islands. Hann og Erlendur sýslumaður voru nær jafnaldra og voru samtímis í Kaupmannahöfn við nám. Faðir Helga, síra Hálfdán Einarsson, var prestur hér á Eyri öll sýslumanns- ár Erlends hér. Er því mjög senni- legt, að Helgi hafi þekkt Erlend vel, bæði af samvistum og orð- spori. Þessvegna hefir Ásgeir kaupmaður snúið sér til Helga og beðið hann að yrkja eftirmælin. Ýmsir þeirra, sem í skrifstof- una koma, spyrja margs um Er- lend sýslumann Þórarinsson. Þeim og öðrum til fróðleiks skal nú rak- ið það, sem auðið hefir verið að tína saman fram yfir það, sem á minningarspjaldinu stendur, eftir þeim heimildum, sem tiltækar eru hér. Erlendur sýslumaður fæddist í Bjarnarnesi í Hornafirði. Foreldr- ar hans voru Þórarinn prófastur Erlendsson, síðast á Hofi í Álfta- firði eystra, og kona hans Guð- ný Benediktsdóttir. Til þess var ætlazt, að Erlendur gengi skóla- veginn, en vegna breytingar, sem um þetta leyti var gerð á reglu- gerð latínuskólans, þótti hann orð- inn of gamall til þess að verða tekinn í skólann. I stað þess var hann um nokkurt skeið við bók- nám hjá síra Árna stiptprófasti í Görðum, en hjá honum námu marg ir piltar til stúdentsprófs. Stúdent varð Erlendur þó ekki. Að loknu námi hjá síra Árna sigldi Erlend- ur til Kaupmannahafnar og hóf þar nám í dönskum lögum, en ekki þurfti stúdentsmenntun til þess að taka próf í þeim fræðum, og veitti þó prófið rétt til embætta hér á landi og í Danmörku einnig. Ýms- ir hinna nýtustu embættismanna hér á landi voru „danskir júrist- ar“, enda voru þeir flestir skóla- gengnir. Erlendur þreytti prófið tvívegis. Hið fyrra sinnið, í júní 1853, fannst honum að hann hefði ekki fengið nógu góða einkunn. En árið eftir, í júlí, hlaut hann fyrstu einkunn í báðum hlutum prófsins. Rúmum hálfum mánuði eftir próf var hann svo skipaður sýslumaður í ísafjarðarsýslu, en þá höfðu ólöglærðir menn þjónað henni um sex ára bil (Magnús Gíslason og Magnús Pétursson). Erlendur sýslumaður þingar í fyrsta sinn hér í sýslu 21. okt. t BURT VAR HRIFINN 1 BLÓMA LIFS SEM SKJÓTAST HYRFI SKIN DAGMALA. ERLENDUR ÞÖRARINSSON. SÝSLUMAÐUR ÍSFIRÐlNGA. HANN VAR FÆDDUR 6. DECEMBR 1828. TÖK PRÓF 1 LÖGUM I KAUPMANNAHÖFN 1854. FÉKK ISAFJARÐARSÝSLU 24. JÚLÍ S.A. DRUKNAÐI A ISAFJARÐARDJCPI 29. DECEMBR 1857. HÉR VAR PRÚÐMENNI, ER PRÝÐI ÞYKJA FEGURST MATTI 1 FLOKKI HVERJUM. HÉR VAR LJÚFMENNI, ER LYNDI GLÖÐU ALDREI BRA, NEMA AUMT SÆI. HÉR VAR HOLLVINUR ÞAR HREIN 1 BRJÓSTI TRYGÐIN STÓÐ TRAUSTUM RÓTUM. HÉR VAR STILLING, ER STÝRÐI FETUM VANDLEGA FRAM A FERLI DYGÐA. HÉR VAR BLlÐA, SEM BLEKKTI ENGAN. BLÆFAGUR BJARMI BEZTU SALAR. HÉR VAR HJARTA, ÞAR HREINSKILNI BJÓ, EN AST OG GÓÐVILD ÖLLU RÉÐI. FA VORU ARIN, EN FÖGUR VAR ÞÓ HIN FARNA LIFSBRAUTIN, OG TIL ÞESS VARÐ ÆFIN, AÐ AGÆTUR ÞÆTTI. [NÓG FA VORU ARIN, EN MARGUR ÞÓ MA HANS MINNING I BLESSUN Æ GEYMA SÉR HJA OG GRATA’ HANN, SEM ALDREI NEINN GRÆTTI. HARMUR ER ÞÚNGUR, AÐ HRIFINN VAR SA HÉÐAN SVO BRAÐLEGA', ER ÞESSI VILDI GA, AÐ RÉTTVISIN RÉTTINUM NÆÐI. ÆTTJÖRÐIN MISTI ÞAR AGÆTAN SON, ÆTTMÖNNUM HVARF ÞAR HIN FEGURSTA SORGLEGA’ OG SVIPLEGA BÆÐI. [VON SVO HVERFUR TIÐUM HIÐ FEGURSTA FLJÖTT, OG FYR EN UM HADAG ER OPT KOMIN NÓTT, EN HJÖRTUNUM HUGGUN ÞAÐ FÆRIR: AÐ VONARBLÓM FÖGUR, ÞÖ VISNI HÉR ÞRATT, VAXA ÞAU APTUR OG ÞROSKA NA BRATT, DAUÐANS ÞAR SIGÐ ENGIN SÆRIR. H. H.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.