Baldur - 23.12.1952, Qupperneq 7

Baldur - 23.12.1952, Qupperneq 7
BÁLDUR 7 1854, en þó segir annars staðar, að Magnús Gíslason hafi afhent honum embættið 1. des. þ.á. Með bréfi dags. 12. des. 1854 tilkynnir Erlendur sýslubúum, að sér hafi verið veitt sýslan og að heimili sitt sé í Efstakaupstað á Skutuls- fjarðareyri. Allt til þessa höfðu sýslumenn ísfirðinga setið hér og hvar um sýsluna, eftir því sem þeim hentaði sjálfum bezt, löngum í ögri og á Núpi, en einnig t.d. í Bolungarvík, Eyri í Seyðisfirði, Vigur, Ytri-Hjarðardal í önundar- firði, Reykjarfirði og víðar, nema hvað Eggert Ó. Briem, sem var hér sýslumaður 1844—1848, sat eitt ár hér í kaupstaðnum, en hin árin á Melgraseyri. Erlendur er því fyrsti sýslumaður Isfirðinga, sem tekur sér fastan bústað hér á ísafirði, enda skyldaði stjórnin hann til þess að búa hér. En hús- næði var þá af skomum skammti á Isafirði. Heimili hér voru þá (1855) 27 að tölu, en íbúar 146 talsins. 1 bréfi til konungs, dags. 11. ág. 1856, biður Erlendur sýslu- maður um styrk til húsbyggingar á ísafirði og segir jafnframt, að 'sér hafi með erfiðismunum tekizt að fá eitt herbergi á leigu, en það sé ónóg, því að hann þurfi að hafa einn skrifara og stundum tvo. Hvort sem nú konungur varð við beiðni hans eða ekki, þá er það víst, að annað hvort hefir Erlend- ur sýslumaður reist hér hús eða eignazt hús með kaupum, því að í auglýsingu dags. 6. febr. 1858 um sölu á eigum hans, er talað um hús hans. Hvar í kaupstaðnum það hús stóð eða ef til vill stendur enn, er mér ekki ljóst. Sýslumannsaldur Erlends varð aðeins rúm þrjú ár. Mér er ekki neitt kunnugt um embættisrekst- ur hans. En það er víst, að hann fær hið bezta eftirmæli hjá sam- tímamönnum. Hann öðlaðist víst fljótt hylli sýslubúa, því að í bréfi á dönsku, þar sem tilkynnt er frá- fall hans, segir að „okkar hugljúfi og elskaði sýslumaður“ ( á dönsku: vor yndede og elskede Sysselmand) hafi ásamt skrifara sínum og þriðja manni drukknað á smábát. Þá virðist mér, að minn- ingarspjaldið beri vott um, að kynni þeirra Ásgeirs og Erlends hafi verið góð. Yfirleitt mæla menn eftir hann mjög á sömu lund. Síra Sveinn Skúlason (faðir Helga, bankastjóra, sem lengi var hér í bæ) var þá ritstjóri blaðs- ins „Norðra“. Hann mun hafa þekkt Erlend sýslumann mjög vel, og mælir hann þannig eftir hann í blaði sínu 31. jan. 1858: „Erlendur sálugi var enginn sérlegur gáfumaður, en hinn mesti alúðar- og iðnismaður við allt bók- nám. Hann var hinn vinsælasti maður af öllum ungum mönnum, sem ég hefi verið samtíða bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, sí- glaður og sískemmtinn, og allir, sem nokkur kynni höfðu af hon- um, unnu honum hugástum, eins og von var, því góðlyndi hans og blíðlyndi var framúrskarandi, enda var hann líka hið mesta prúð- menni og aðdáanlega kurteis í allri hegðun. Hinn örasti maður var hann að fé sínu, og þó hinn mesti reglumaður. Hann kunni sér hvar- vetna hóf, og engan hefi ég þekkt á hans aldri, er hafði aðra eins mannhylli af háum og lágum. — Ég veit að sýslubúar hans mega sárlega sakna hans og gjöra það líka, því þeim varð að fara eins og öðrum, að unna honum. Annað var ekki hægt. Og hinir öldruðu for- eldrar, systkini og vinir, hve mega ekki allir sakna hans. En það er þó mikil huggun > fyrir alla, að hann var svo góður, og hafði var- ið lífi sínu, þó stutt væri, svo vel. Sá hefir lifað lengi sem vel hefir lifað“. í „Norðra“ 28. apríl s.á. birtust og önnur eftirmæli um Er- lend sýslumann eftir Svein Skúla- son og voru þau í bundnu máli. Er það vafalaust, að Erlendur hef- ir verið Sveini mjög hugþekkur. í blaðinu „Þjóðólfi", 13. febr. 1858 birtist fregnin um drukkn- un Erlends sýslumanns í aðsendri grein, sem er undirskrifuð með tölustöfum, þannig: 7.—16. Lýk- ur henni á þessa leið: „Hann var hið mesta valmenni, tryggur og vinfastur, blíður og ástúðlegur í lund, en viðfeldinn og nettmenni í allri umgengni, og var því ágæt- lega þokkaður af sýslubúum sín- um og sérlega vel látinn meðal þeirra“. 1 Annál 19. aldar kemst síra Pétur Guðmundsson í Grímsey svo að orði: „Erlendur sýslumaður var prúðmenni mikið og einkar vel látinn“.-------- Á minningarspjaldinu stendur, að Erlendur sýslumaður hafi drukknað á ísafjarðardjúpi 29. des. 1857. Skal nú nánar greint frá tildrögum og atvikum sjó- slyss þessa. 1 Vigur á ísafjarðardjúpi hafði búið undanfarna áratugi Kristján Guðmundsson (Bárðarsonar úr Arnardal) og síðari kona hans, Anna Ebenezersdóttir (sýslu- manns Þorsteinssonar í Ytri- Hjarðardal). Kristján var athafna- samur bóndi. Hann hafði verið gerður að dannebrogsmanni og einnig hafði hann hlotið að verð- launum fyrir atorku og myndar- skap í búnaði silfurbikar mikinn, allt að því merkurílát, frá Det kongelige Landhuusholdningssel- skab og er sá bikar enn til í Vigur. Kristján lézt árið 1852, en ekkja hans, maddama Anna, bjó áfram í Vigur. Þeim hjónum hafði orðið auðið einnar dóttur, er Martha Ragnheiður hét, og var hún ein- bimi. Þegar Erlendur varð sýslu- maður í ísafjarðarsýslu mun Marta í Vigur hafa verið um tvítugt. Hún var hin fríðasta mær og einka erfingi mikils auðs. Því mun hún hafa verið einna beztur kvenkost- ur við ísafjarðardjúp. Þessari glæsilegu konu trúlofaðist Erlend- ur sýslumaður. Daginn fyrir Þorláksmessu árið 1857 lagði Erlendur sýslumaður af stað frá ísafirði inn í Vigur á smá- bát (vöðubát) og vom í för með honum tveir menn, Jón Markús- son frá Ármúla, skrifari sýslu- manns, og Erlendur ólafsson, bræðrungur (heldur en systrung- ur) sýslumanns, nýkominn austan úr Múlasýslu til frænda síns. Báð- ir voru þessir menn ungir og hin- ir efnulegustu. Ætluðu þeir þre- menningarnir að dvelja í Vigur um jólahátíðina. Gaf þeim vel inn til eyjarinnar og sátu þeir þar í fagn- aði miklum, svo sem að líkum læt- ur, til 29. desember, en þá lögðu þeir af stað um morguninn áleiðis til ísafjarðar á sama báti. Var á landsynnings-kæla fyrst, en gekk í suðrið og varð því nær logn. Höfðu þeir sýslumaður fyrst hæg- an byr frá Vigur og út yfir svo- nefnd Sund, svo út yfir Álfta- fjörð og allt út undir Súðavíkur- hlíð. Tvö skip voru þar að halda til lands, komu þau frá lóðum og reru þau úr veiðistöðinni Hafnir undir Arnarnesi. Sást til þeirra mjög nærri lendingunni. Þriðja farið á þessum slóðum var á ferð úr Súðavík. En er þessi þrjú skip og hið fjórða sýslumanns áttu eft- ir eina eða tvær lóðalengdir í landi, brast á óskaplegt vestan- (suðvest- an) rok og það svo skjótt, sem hendi væri veifað. Maður, stadd- ur á ísafirði, stóð ásamt öðrum undir húsi einu, nálægt því sem nú er Landsbankinn, segir, að þar væri hvítalogn, þegar rokið var komið á Pollinum upp fyrir Mjó- sund; þaut það svo yfir á auga- bragði og er það rauk fyrir Tang- ann var logn úti á firðinum, en nær fjallhátt sást þá rokið fram- af Amarnesi. Töldu menn að rok- inu hefði slegið af fjöllum ofan. Skip þau, er áður voru talin, slitn- uðu undan landi, og fengu skips- hafnir við ekkert ráðið, en héldu bátunum í horfinu með árum og létu reka undan vindi. Súðvíking- ar komust undir Snæfjallaströnd. Þeir höfðu séð sýslumann sigla, og var sprit-segl og fokka á bát hans; bar hann fljótar en bát þeirra, en þeir settu undan á árum, og hvarf hann þeim þegar. En er þeir höfðu náð landi yfir Djúpið, rak um nóttina (sumir segja eftir nýárið) bát á hvolfi fyrir innan Skarð á Snæfjallaströnd, á Eyjahlíð, og ekkert lauslegt í bátnum nema spanskreyrstafur sýslumanns brotinn undir röng í skutnum (aðrir segja að framan) og svipti- kista með litlum fatnaði í. Bátur- inn var og mjög brotinn. Þóttust menn víst vita að þetta var bátur sýslumanns, og hann týndur. Þann ig bar þá fráfall Erlends sýslu- manns Þórarinssonar að höndum. Unnusta Erlends sýslumanns, Marta í Vigur, lét setja upp í Ög- urkirkju minningarspjald um hann. Það er svona: Hjer eru grafnir Harma stafir 1 míns Ástvinar Endurminning Elskaðs Yfirvalds ísfirðinga Erlendar Þórarinssonar Hans við mín Samknýtt Heit-bönd ásta Sam og ein-helguð Hjörtum beggja Liggja köld, leyst á Lagarbotni. Því er hjarta mitt Harms af funa Eldheitt og brostið af helkulda. Sár það dýpsta svíður sárt til dauða Æ, mjer hans andlát Enginn bætir Nema minn Guð 1 minu andláti. Því, ást vor, Alvalds mynd, Yndi vina Rennur þá saman Úr regindjúpi, Glík röðul geislum Guðs á himni Huggun sú mig hressi Uns hitti eg endur Unnusta minn er ann eg heitast Martha B. Kristjánsdóttir Erlendur sýslumaður Þórarins- son hefir orðið mér hugstæður. Ekki vegna þess, að hann væri af- burðamaður á nokkum veg né skörungur í embætti, heldur vegna þess, að hann var áreiðanlega val- menni og fráfall hans var svo á- takanlega sorglegt og sviplegt. Þegar ég set mér fyrir sjónir ann- arsvegar kveðjustund þeirra unn- Framhald á 10. síðu.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.