Baldur - 28.08.1953, Qupperneq 2
2
BÁLDUR
BALDÚR
Ritstjóri og ábyrgðarm.:
Halldór Ólafsson frá Gjögri.
Árgangurinn kostar 20 krónur.
Lausasöluverð 75 aurar.
Afgreiðsla Pólgötu 8.
Erfið stjórnar-
fsðing.
Nú eru liðnir tveir mánuðir frá
kosningum, en stjórn hefur enn
ekki verið mynduð.
Eftir kosningaúrslitunum að
dæma var talið fullvíst að núver-
andi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn héldu samstarfinu áfram o’g
hölluðu sér aftur í stjórnarflat-
sængina, án þess að viðhafa sér-
stök látalæti. Þetta hefur þó ekki
reynst svo. Framsókn beið veru-
legt afhroð í kosningunum og
kann það að vera orsök þess, að
hún hefur virst ófús til áfram-
haldandi hvílubragða við íhaldið.
Framsókn sagði sig þó ekki úr
ríkisstjórn eins og hún hafði lof-
að fyrir kosningar, og það var
ekki fyrr en fullur mánuður var
liðinn frá kjördegi, að forsætis-
ráðherra gekk á fund forseta og
tjáði honum „að í samræmi við á-
lyktanir flokksþings Framsóknar-
manna í vetur, myndi hann biðj-
ast lausnar fyrir ráðuneyti sitt
mjög bráðlega“. Forseti óskaði þá
að stjórnin sæti áfram og vitan-
lega varð hún við þeirri ósk.
Nokkru áður en þetta gerðist
voru þingmenn stjórnarflokkanna
kallaðir til Reykjavíkur, en ekki
var Alþingi kvatt saman til að
ráða fram úr stjórnarkreppunni.
Þessir tveir „lýðræðisflokkar“
töldu sig upp úr því vaxna, að
við hafa svo sjálfsagða lýðræðis-
aðferð.
Um líkt leyti byrjuðu flokkarn-
ir að skrifast á um væntanlegt
stjómarsamstarf. Framsóknar-
flokkurinn vildi ákaft að mynduð
yrði stjórn þriggja flokka, þ.e.a.s.
Alþýðuflokkurinn yrði hafður
með. Hefur sjálfsagt álitið að það
styrkti aðstöðu sína í samstarf-
inu. fhaldið neitaði þegar öllu
samstarfi við þennan flokk, nema
hann æti ofan í sig allt sem hann
hafði um núverandi stjórn sagt og
samþykkti stefnu hennar óbreytta
í öllum verulegum atriðum. Til
þessa mun Alþýðuflokkurinn ekki
hafa treyst sér, svona rétt eftir
kosningar, enda þótt stefna hans
og stjómarflokkanna hafi farið
saman í jafn þýðingarmiklu atriði
og utanríkismálum og hann hafi
starfað og starfi enn með þessum
flokkum í verkalýðssamtökunum.
Minnsta kosti er talið víst að Al-
þýðuflokkurinn verði ekki með í
BÆRINN og NÁGRENNIÐ.
Framhald af 4. síðu.
urþingum, ungfrú Bára Jónsdóttir
og Sigurður Hjartarson, bakari,
ísafirði.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína:
Ungfrú Málfríður Finnsdóttir,
yfirhjúkrunarkona og Marías Þ.
Guðmundsson, skrifstofumaður.
Ungfrú Anna Bjarnadóttir og
Kári Samúelsson, smiður.
Ungfrú Steingerður Gunnars-
dóttir og Jón Karl Sigurðsson,
skrifstofumaður.
Ungfrú Sigríður Friðbertsdóttir
frá Súgandafirði og Albert Karl
Sanders, skrifstofumaður.
Ungfrú Arndís ólafsdóttir og
Sigurður Th. Ingvarsson, járn-
smiður.
Ungfrú Fríða Gísladóttir og Pét-
ur Blöndal, járnsmiður.
Togararnir.
Sólborg og Isborg eru nýkomn-
ir af Grænlandsmiðum. Lögðu þeir
báðir afla sinn upp hér. Sólborg
274 tonn og ísborg 236 tonn af
væntanlegu stjórnarsamstarfi.
Árangur af bréfaskriftum fram-
sóknar og íhalds varð sá einn, svo
vitað sé, að þeir komu sér saman
um að talast við. Hafa þær við-
ræður farið fram undanfarið, en
stjórn er ómynduð ennþá. Ágrein-
ingur um stefnumál milli flokks-
foringjanna mun þó ekki ástæðan,
heldur deilur um valdaaðstöðu
innan væntanlegrar stjórnar og
andstaða kjósenda Framsóknar-
flokksins gegn áframhaldandi
íhaldssamvinnu. Þrátt fyrir allt
eru foringjarnir alltaf dálítið
hræddir við háttvirta kjósendur,
ekki sízt þegar þeir sjá, að þeir
eru að snúa við þeim bakinu.
Ástæðurnar fyrir því, að þess-
ir flokkar hófu ekki viðræður fyr
en raun varð á, geta verið ýmsar.
Sennilega hafa þeir hugsað sem
svo, að landinu væri hvort sem er
stjórnað af Bandaríkjunum og þvi
lægi. ekki á að mynda nýja lepp-
stjóm.
Almenning skiptir það vissu-
lega litlu máli hvort ný stjórn
verður mynduð eða ekki. Stefna
hennar verður sú sama og núver-
andi stjórnar, þ.e. áframhaldandi
þjónusta við erlent vald og svik
við málstað Islendinga. Jafnvel
þótt einhver mannaskipti kunni að
verða, sem ekki er líklegt, breytir
það engu.
Það, sem alþýðu nú ríður mest
á er að treysta sem bezt fylking-
ar sínar og mæta sameinuð þeim
árásum, sem í vændum eru.
KARLAKÓRSFÉLAGAR!
Munið eftir fundinum í Gagn-
fræðaskólanum í kvöld kl. 6. Aríð-
andi að allir mæti.
saltfiski. Skipin halda bæði áfram
veiðum við Grænland.
Andlát.
Guðrún Friðriksdóttir, ekkja,
Sundstræti 21. ísaf., andaðist á
Isafirði 2. júlí s.l. Hún var fædd
23. maí 1868 að Rafnseyri í Arn-
arfirði.
Elísabet Jasína Guðleifsdóttir,
Hnífsdalsveg 10, ísaf., andaðist í
Sjúkrahúsi ísafjarðar 24. júlí s.l.
Hún var fædd 14. júlí 1895 í Bol-
ungarvík í Grunnavíkurhr., N.-ls.
Guðmundína ólafsdóttir, gamal-
menni, Rauðamýri í Nauteyrarhr.,
N.-ls., andaðist í Sjúkrahúsi Isa-
fjarðar 24. júlí s.l. Hún var fædd
17. janúar 1874.
Jón Hákon Sigmundsson, húsa-
smíðameistari, Túngötu 15, ísa-
firði, andaðist á heimili sínu 24.
júlí s.l. Hann var fæddur 22. apríl
1880 að Mýrum í Dýrafirði.
Bjarnfríður Jónsdóttir, Sólhjalla,
ísafirði, andaðist á Sandeyri í Snæ
fjallahreppi 18. þ.m. Hún var fædd
10. febrúar á Þingeyri í Dýrafirði.
Síldarskipin að koma heim.
Síldveiðin fyrir Norðurlandi er
nú orðin treg og eru flest skipin
hætt og komin heim eða væntan-
leg næstu daga. Hefur afli vest-
firzku skipana verið yfirleitt lítill
og sum koma heim af þessum veið
um án þess að hafa lagt á land
nokkurn afla.
LOFTÁRASIR A ISLAND...
Framhald af 1. síðu.
mikilvirkustu drápstækjum þeirra,
í að beita þeim gegn Islandi og þá
auðvitað íslendingum.
Ekki er hætt við öðru en að
þessir „leikir á Atlantshafi", en
svo nefnir bandaríski hermála-
fréttaritarinn fyrirhugaðar her-
æfingar, heppnist vel. Verður þá
ekki horft í þótt ein íslenzk ey
hverfi af yfirborðinu, íslenzk
verðmæti eyðileggist og jafnvel
íslenzk mannslíf týnist. Banda-
ríkjamenn hafa verið í þjálfun
undanfarin ár í Kóreu og gert þar
stórfeldustu tilraun, sem sagan
getur um, til að murka lífið úr
heilli þjóð.
Ilitt er aftur á móti ósennilegt,
að íslendingar yfirleitt, verði á-
nægðir með, að slíkir „leikir“ séu
iðkaðir á landi þeirra eða um-
hverfis það, þó að ríkisstjórnin
láti sér það vel líka. Vestmanna-
eyingar hafa þegar mótmælt, og
fleiri þurfa að fara að dæmi
þeirra. Minnsta kosti verður að
gera þá kröfu til íslenzkra stjórn-
arvalda, að þau láti vita á hvaða
eyju á að skjóta hlöðnum sprengj-
um og hvaða skotmörk á að hæfa
á landi. .
TIL SÖLU vönduð svefnherbergis-
húsgögn. Seljast ódýrt.
Upplýsingar í síma 178.
Frá Bókasafni ísafjarðar.
Bókasafn Isafjarðar verður opnað til útlána 1. september n.k. og
verður til næstu mánaöarmóta opið sem liér segir:
Máudaga kl. 5—6,30 e.h.
Þriðjudaga kl. 5—6,30 e.h.
Fimmtudaga kl. 8—10 e.li.
Föstudaga kl. 5—6,30 e.h.
Sú breyting verður á frá í fyrra, að opið verður eftir kvöldmat á
fimmtudögum, vegna þeirra, sem óhægt eiga með að koma á öðrum
tírna, sökum atvinnu sinnar.
BÓKAVÖRÐUR.
AUGLYSING.
Starf fastráðins manns við slökkvistöð og slökkvilið ísaf jarðar er liér
með auglýst til umsóknar. Þekking á vélum er nauðsynleg og sömu-
leiðis kunnátta í viðhaldi og viðgerðum véla og tækja.
Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni.
Umsóknarfrestur er til 15. september.
ísafirði, 20. ágúst 1953.
, V BÆJARSTJÓRI.
Hér með færi ég hjartans þakkir öllum þeim góðu mönnum, §
I sem tóku höndum saman og færðu mér að gjöf nýtt viðtæki fyr- |
= ir Hvítasunnuna í vor, en mér er sagt að upphafsmenn að því |
| hafi verið Ágúst Vígfússon og Gunnar Sigtryggsson, enda |
1 færðu þeir mér gjöfina. Bið ég góðan Guð að launa þeim, því |
| að ég et það ekki sjálfur. |
| Guðmundur Steinsson, Bolungarvík.- |
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllll