Baldur - 23.12.1954, Blaðsíða 3
XX. ÁRG.
ísafjörður, jólin 1954.
14.—16.
tölublað.
Séra Stefán Lárusson:
Verið óhræddir.
Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í liaga og gættu um nóttina
lijarðar sinnar. Og engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins
ljómaði í kring um þá, og þeir urðu mjög hræddir. Og engillinn
sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögn-
uð, sem veitast mun öllum lýðum, því að yður er í dag frelsari
fæddur, sem er Kristur drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til
marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í
sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem
lofuðu guð og sögðu: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu
með þeim mönnum, semhannhefur velþóknun á.
(Lúk. 2, 8—14)
Ennþá einu sinni kemur jólaboðskapurinn til vor mitt í dimmasta
skammdeginu. Þessi hógværi látlausi boðskapur um litla barnið í
jötunni, — boðskapurinn, er engillinn flutti fjárhirðunum í haganum
hina fyrstu jólanótt.
„Verið óhræddir...“ Þetta er fyrsta jólakveðjan, fyrstu orðin,
sem bárust að eyrum hirðanna á Betlehemsvöllum úr ljómanum frá
hæðum, sem allt í einu lék um þá og endurskín enn í dag í jólahaldi
kristinna manna. Þessi tvö orð „Verið óhræddir...“ voru nauðsyn-
legur inngangur hinna himnesku tíðinda — til að spekja fælinn manns-
hugann, sem hræðist tíðast allt óvanalegt, hversu himneskt, sem það
er. Óttinn mun vera sameiginlegt einkenni á trúarbrögðunum, og
því meiri, því frumstæðari sem þau eru.
Langflestum þjóðum, hefur á bernskustígi þeirra, staðið ógn og
skelfing af guðum sínum. Ljósast dæmi um það er trúarsaga Gyðinga,
þar sem Jahve er lýst sem reiðigjömum og ógnþmngnum guði. Það er
því sízt að furða, þótt hirðarnir fomu væru undirorpnir slíkum ótta.
Þetta vom fmmstæðir menn, er lifðu í mannfélagi, sem var mjög svo
skammt komið, hvað aila menningu áhrærir.
Einn af heimspekingum siðari alda lét svo um mælt, að óttinn
skapaði guðina. Hann sagði, að óttinn við hin óþekktu og duldu öfl
tilvemnnar, knýi mennina til að gera sér guði, — til þess að falla
fram og tilbiðja þá. Hann undanskildi ekki kristindóminn, hann einnig
er vakinn og nærður af ótta. Óvinir kristindómsins hafa margir gripið
þessa lífsskoðun fegins hendi og notað hana sem rök gegn trúar-
brögðunum, einnig kristindóminum.
Fær nú þessi lífsskoðun staðizt? Fráleitt hvað kristindóminn á-
hrærir. Þáð má vísast segja um ýms hinna heiðnu goða, að þau séu
að einhverju leyti orðin til sökum ótta heiðingjans. Villimaðurinn í
skóginum húkir í hreysi sínu og fremur særingar gegn illum öndum.
Heiðingi nútímans hefur máske ekki slíkar aðfarir um hönd, en við-
brögð hans gagnvart dulmögnum tilvemnnar bera eigi að síður ótt-
anum vitni.
Óttinn leiðir að guði. Goðin, sem mennirnir hafa blótað, og blóta
enn, eru vísbending um leit mannsins að guði og þörf mannsins fyrir
guð. En óttinn hefur ekki skapað guð, þann guð, sem Drottinn Kristur
hefur birt oss kristnum mönnum sem kærleíksríkan föður.
Þegar engillinn flytur jólaboðskapinn frá guði, hinum eina sanna
guði, þá er því hið fyrsta sem honum liggur á hjarta: „Verið óhrædd-
ir“. Þessi skilaboð engilsins voru ekki fólgin í hvatningu einni saman,
þau voru rökstudd með fagnaðarríkri staðreynd: „Ég boða yður
mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er í d&g frelsari
fæddur, sem er Kristur Drottinn“.
Boðskapur engilsins var sá, að fæðing Krists væri svo óumræðilegt
fagnaðarefni, að það ræki allan ótta á brott. Mennimir þurftu ekki
lengur að hræðast skapara sinn, þurftu ekki að reikna með neinu
gerræði af hans hálfu. Hvílíkur gleðiboðskapur mannkyni, sem var
að þreifa sig áfram um hina myrku og torrötuðu stigu í leit að ljósi
og þekkingu.
Þeir, sem fyrstir veittu þessum boðskap áheyrn og höndluðust af
honum og bera reynslu sinni vitni í Nýja testamentinu, vom ótta-
lausir menn. Þeir voru ekki aðeins lausir við áhyggjur, kvíða og dulda
lífsangist, heldur höfðu þeir eignast innra megin, sigurafl, nýtt líf.
Fagnandi voru þeir jafnvel í likamlegum píslum, já, fagnandi gengu
þeir móti dauðanum sjálfum. Þeim var boðskapur jólanna, staðreynd
jólanna og allt, sem af þeirri staðreynd leiddi, svo alger umskipti, að
þeir sögðust vera gengnir frá dauðanum yfir til lífsins.
Þannig skipti um fyrir þeim, sem heyrðu til hlítar skilaboð jólanna:
YÐUR ER I DAG FRELSARI FÆDDUR.
Verið óhræddir... yður er í dag frelsari fæddur.“ Á þessi kveðja
engilsins nokkurt erindi við oss nútímamenn — við þig og mig?
Lifum við í ótta?
Ef vér emm hreinskilin við oss sjálf, og það eigum vér æfinlega
að vera, þá verðum vér að játa, að margt er það, sem veldur oss
ótta og kvíða. Að vísu emm vér flest hætt að óttast guð. Svo mikið
höfum vér lært af Kristi.
En þótt vér óttums ekki guð, þá er samt margt, er veldur oss ógn
og kvíða.
Fyrir mörgum er hið mikla vandamál Iífsafkomunnar stöðug upp-
spretta hræðslu og sálarstríðs. Hversu mikið, sem þeir strita, finna
þeir stöðugt til vaxandi fátæktar og erfiðleika. Hin lævísa rödd eía
og trúleysis fær hjá sumum þeirra góðan hljómgrunn. Ert þú ef til
vill i þeirra hópi? Þú, sem e.t.v. verður að leggja hart að þér í bar-
áttunni fyrir afkomu þinni og þinna. Máske hefur þú sjaldan hugsað
um himneska hluti, eða efar að nokkuð himneskt sé til. Hin óbiíðu
kjör hafa ofið hjúp efasemda og lífsleiða um sál þína. Getur þú ekki
einmitt nú, þegar jólin, hátíð ljósanna, fara í hönd, heyrt engilsraust
til þín talaða: „Verið óhræddir“? Getur þú ekki látið geislandi blik
jólaljósanna reka efann og kvíðann úr sál þinni mitt í erfiðleikum
þínum? Er ekki einnig þér frelsari fæddur, — frelsari frá ótta og
synd? Minnstu þess ætíð, að þú getur aldrei orðið fátækari á ver-
aldarvísu en litla barnið í peningsjötunni forðum.
Vertu viss, ef þér tekst þetta, þá þynnist hjúpurinn um sál þína og
leysist að lokum alveg upp. Og jólastjarnan mun skína við í allri
sinni fegurð og tign, og þú munt heyra í sál þinni enduróm engla-
söngsins: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim
mönnum, sem hann hefur velþóknun á“.
Hræðsluefni mannanna eru einnig mörg önnur, já fleiri en nöfn-
um tjáir að nefna.
Og ef vér lítum út í hina stóru veröld, hvernig er umhorfs þar?
Hafa þjóðirnar losnað viðóttann, eins og leiðtogar þeirra lofuðu þeim
að gerningaveðrinu mikla loknu? Fjarri fer því.
Sanni nær, væri að segja að veröldin skjálfi af ótta og kvíða við
það, sem framtíðin kann að bera í skauti. Og aldrei fyrr í sögu sinni
hefur mannkynið staðið nær því en nú á þessum síðustu árum, að
standa andspænis við sína eigin tortýmingu.
Hvað ætti þá að vera meira gleðiefni fyrir alla menn, kristna jafnt
sem heiðna, en að heyra raustina, þá er fyrst var heyrð á Betlehcms-
völlum — raustina fornu og síungu: „Verið óhræddir... yður er í
dag frelsari fæddur“. Já, meir en að heyra þessa raust, GERA jóla-
barnið að leiðtoga sínum og leiðarstjörnu í öllu starfi og stríði á
jörðu hér. Það er EINA leiðin til að reka óttann á dyr og alla þá
böhun er honum fylgir, — og að eignast þann frið, sem einn fær
varað.
Biðjum guð þess, að á þessum jólum færist mannkyn allt einu
skrefi nær jötunni, — og lúti að lokum barninu fátæka í auðmýkt
og lotningu — mannkynsfrelsaranum, Drottni Jesú Kristi, honum,
sem einn getur gefið hinn sanna FRIÐ á jörðu.
I Jesú nafni. Gleðileg jól.