Baldur - 31.07.1957, Qupperneq 1
iáti®®
BLAÐ SÖSlALISTA Á VESTFJÖRÐUM
12. tölublað.
Isafjörður, 31. júlí 1957.
XXm. árg.
I boði Flugíélags Islands:
Komið í fjögur lönd
á fimmtíu og sjö klukkustundum
Flugfélag íslands 20 ára
Framhald.
1 síðasta blaði var þessum ferða-
þáttum þar komið, að „vér blaða-
menn“ vorum lentir á flugvellin-
um í Glasgow. Varla gat það þó
talist meira en að stinga við stafni
á þeim bæ, því að viðdvöl þar var
aðeins hálf klukkustund, við sett-
ir í girðingu, eins og stekkjarlömb,
og máttum engin viðskipti eiga við
innfædda.
Ferðin frá Glasgow til Kaup-
mannahafnar gekk að óskum. Veð-
ur á leiðinni var mjög gott. Flogið
var í 21500 feta hæð þar til komið
var yfir vesturströnd Jótlands, þá
var flug lækkað í 19000 fet, og um
kl. hálf þrjú (ísl. tími) settist
Gullfaxi á Kastrupflugvöll.
Birgir Þórhallsson, umboðsmað-
ur Flugfélagsins í Kaupmannahöfn
tók þar á móti okkur. Eftir toll-
skoðun og annað tilheyrandi, var
ekið til borgarinnar og beint á
hótel Kosmopolite, sem er eitt af
betri gistihúsum Kaupmannahafn-
ar, en þar var okkur búin nætur-
gisting.
Þegar við ferðafélagamir höfð-
um snyrt okkur eftir beztu föng-
um, fórum við út í borgina að
verzla. Lá leið okkar flestra í
Magasin du Nord, en þar fæst allt,
eins og forðum daga í Thomsens-
magasín. Ekki er ástæða til að
segja hér frá viðskiptum okkar við
þetta volduga vöruhús, en þar var
sannarlega hægt að fá „sitt af
hverju tæi“.
Tveir týnast úr lijörðinni.
Svo hafði verið umtalað, áður
en lagt var í þennan „verzlunar-
leiðangur“, að á ákveðnum tíma
skyldu allir mæta á skrifstofu
Flugfélagsins, Vesterbrogade 6 C.
Þetta tókst þó ekki betur til en
það, að tveir okkar komumst aldrei
á þennan ákvörðunarstað. Voru
margar tilraunir gerðar til að finna
þessa týndu sauði, en árangurs-
laust. Hittum við þá ekki fyr en
morguninn eftir, og sögðu þeir sín-
ar farir ekki sléttar. Höfðu þeir
tekið leigubíl til að komast á skrif-
stofuna, en bílstjórinn fann ekki
húsið þrátt fyrir mikið hringsól.
Gáfust þeir þá upp að leita, héldu
heim í gistihúsið, og eyddu kvöld-
inu eftir því sem þeim þótti bezt
við eiga. M. a. lögðu þeir leið sína
í Nýhöfnina, og hafði annar þeirra,
sem þar hafði komið áður, orð á
því að sá frægi staður væri nú
svipur hjá sjón við það, sem þá
var. Mátti helst á honum skilja,
að skemmtanalífið þarna minnti nú
einna helzt á kvenfélagsball í
sveit, þar sem engir bílvegir liggja
að samkomuhúsinu.
Kvöld í Kaupmannahöfn.
Víkur nú sögunni aftur til skrif-
stofu Flugfelagsins. Þegar þangað
kom tóku Birgir Þórhallsson og
Anna Snorradóttir, kona hans, þar
á móti okkur. Skrifstofan er að
öllu leyti hin vistlegasta á mjög
góðum stað í borginni. Þarna var
velkomandaminni drukkið og ljúf-
feng dönsk jarðaber borðuð. Gest-
gjafar skýrðu okkur frá ýmsu er
viðkom starfsemi Flugfélagsins á
Framhald á 2. síðu.
Flutt úr
Bjöm H. Jónsson, skólastjóri,
og kona hans, Jónína Þórhallsdótt-
ir, kennari, eru alflutt úr bænum
með fjölskyldu sína. Frú Jónína
flutti héðan í júnímánuði, en
Björn fór fyrir nokkrum dögum.
Hið nýja heimili þeirra er í Garða-
hréppi.
Fræðsluráð ísafjarðar hélt þeim
hjónum kveðjusamsæti að Uppsöl-
um 14. júní s.l. og afhenti þeim
við það tækifæri heiðursgjöf. Að-
alræðuna í samsætinu flutti for-
maður fræðsluráðs, Björgvin Sig-
hvatsson, en auk þess talaði heið-
ursgesturinn, Björn H. Jónsson og
fjöldi annara veizlugesta.
Þau hjón komu hingað til ísa-
fjarðar 1924. Var Björn kennari
við Barnaskóla Isafjarðar fyrstu
sex árin, en skólastjóri síðan 1930.
Frú Jónína hefur kennt því nær
óslitið við skólann síðan hún kom
hingað. Það er því þriðjungur ald-
ar, sem þau hafa kennt ísfirzkum
börnum. Auk þess hafa ísfirzkir
iðnnemar og önnur ungmenni not-
Baldri hefur borist í hendur
fróðleg greinargerð um starfsemi
Flugfélags Islands þau 20 ár, sem
það hefur starfað, en það var
stofnað 3. júní 1937 á Akureyri
og hét þá Flugfélag Akureyrar. Á
aðalfundi félagsins 5. apríl 1940
var samþykkt að breyta nafni þess
í Flugfélag Islands og flytja jafn-
framt heimili og varnarþing þess
til Reykjavíkur.
Hér fara á eftir nokkur atriði úr
starfssögu félagsins, byggð á áð-
urnefndri greinargerð.
Fyrsta flugvélin, sem F. í. eign
aðist, var 4 farþega flugbátur af
Vaco-gerð. Kom hann til landsins
í aprílmánuði 1938, en 2. maí þ. á.
hófust flugferðir, og var í fyrstu
aðallega flogið milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Þetta sama sumar
var önnur Vaco-flugvél tekin í
notkun.
Vorið 1942 festi félagið kaup á
flugvél af Beechraftgerð, en það
var fyrsta tveggja hreyfla flug-
vélin, sem Islendingar eignuðust.
Tók hún 8 farþega.
Árið 1944 keypti félagið tvær
flugvélar af gerðinni De Havilland
bænum
ið kennslu Bjöms, því að hann var
skólastjóri Iðnskóla ísafjarðar í
27—28 ár og kenndi þar einnig.
Þó að skólastjóm og kennsla
hafi verið aðalstarf Björns, hefur
hann lagt margt annað á gjörva
hönd, enda er hann manna fjöl-
hæfastur bæði í bóklegri og verk-
legri menningu. Hann er t. d.
ágætur smiður og bókbindari, hef-
ur réttindi sem húsasmiður og
vann lengi í þeirri iðn á sumrin.
Af félags- og menningarmálum,
sem Bjöm hefur látið sig varða
og lagt lið, má nefna iðnaðarmál,
skógrækt, barnavemd, Sögufélag
Isfirðinga og Byggðasafn Vest-
fjarða. Hann hefur átt sæti í yf-
irskattanefnd ísafjarðar síðan
1928, verið héraðssáttasemjari í
vinnudeilum frá 1939 og margt
fleira, sem hér verður ekki talið.
Af þeim hjónum er mikil eftir-
.-.ión fyrir þetta bæjarfélag, og
þeim fyigja góðar kveðjur og árn-
aðaróskir allra, sem ky.untust
þeim.
Rapides, og í október sama ár
fékk það sinn fyrsta Katalína-
flugbát. Hann var fyrsta íslenzka
flugvélin, sem flogið var yfir Atl-
anzhaf.
Félagið eignaðist fyrstu
Douglas Dakota flugvél sína árið
1946, en með komu þessara flug-
vélategundar jókst starfsemin að
miklum mun.
Nú á F. 1. 9 flugvélar: 2 Vis-
count-vélar, 1 Skymaster, 3
Douglas Dakota, 2 Katalina-flug-
báta og 1 Grumman-flugbát. Geta
vélar þessar flutt samtals 286 far-
þega.
Sumarið 1945 hófst nýr þáttur
í starfsemi F. 1., en þá hófust flug-
ferðir milli íslands og útlanda.
Fyrsta ferðin, sem jafnframt var
fyrsta ferð íslenzkrar flugvélar
með póst og farþega milli landa,
var farin 11. júlí 1945. Næsta ár
samdi félagið um leigu á Libera-
tion-flugvélum hjá Skottish-Air-
lines, og 27. maí það ár hófust
reglubundnar flugferðir milli
Reykjavíkur, Prestvíkur og Kaup-
mannahafnar — fyrstu áætlunar-
fiugferðirnar milli Islands og ann-
ara landa. Flugvélar þessar voru
leigðar til tveggja ára, eða þar til
F. 1. eignaðist Skymaster-flugvél-
ina Gullfaxa, sem kom til lands-
ins 8. júlí 1948.
Með komu Gullfaxa til Islands
má segja, að enn sé brotið blað í
þróunarsögu F. 1. íslenzkar flug-
áhafnir voru nú þjálfaðar og taka
við störfum af útlendingum, og
brátt tók Gullfaxi að fljúga milli
fjarlægra landa undir íslenzkum
fána og íslenzkri stjórn. Farþega-
tala milli landa fór stöðugt vax-
andi. Árið 1948 voru farþegar
2868 en 1954 var tala þeirra kom-
in upp í 7528. S.l. ár var algjört
metár, en þá fór farþegatalan í
millilandaflugi yfir 15000. Auk
ferðanna til Prestvíkur og Kaup-
mannahafnar, var nú farið til
Lundúna og Oslóar, þar að auki
mikill fjöldi leiguferða, og mátti
sjá Gullfaxa skarta íslenzkum
fána á ólíklegustu stöðum, allt frá
Sýrlandi til Venezuela.
Eftir að F. í. eignaðist aðra
Skymasterflugvélina, Sólfaxa, í
árslok 1954 og Viscount-flugvél-
arnar, Gullfaxa og Hrímfaxa, s.l.
vor, hefir viðkomustöðum enn ver-
ið f jölgað. Til viðbótar þeim stöðum,
Framhald á 3. síðu.