Ingjaldur - 01.06.1932, Page 2
2
INGJALDUB
En auk þeirra bráðabirgðaráðstafana Bem ég
gat um hér að framan er eitt mögulegt. Það
er að undirbúa að sem fyrat verði unt að fram-
kvæma þá úrlausn vatnsmálsins, sem verður
að ráði þeirra, sem völdin hafa í þeim efnum.
Mór er óskiljanlegt tómlæti ráðandi manna
i þessu. Þetta er svo mikilsvarðandi mál fyr-
ir allt bæj^rfélagið að það má ekki dragast úr
hömlu. Það þolir enga bið. Allir sem komnir
eru af unglingsárunum, hafa veitt því eftirtekt,
hve mjög veðráttan hefur breyst hér á landi
um 10—20 ára skeið og þo einkum nú síðustu
árin. Það á enginn vissu fyrir því, að Vest-
mannaeyjar verði sama rigningarbælið og þær
hafa áður verið. En hvað á að gera ef vatn
brestur? Það er opinn voði fyrir alla. Þess
vegna má til að hefjast handa og gera eitthvað.
Eg hefi þá skoðun enn, að heppilegasta lausn-
in sé að Btækka brunnana og fjölga þeim. En
ef vel væri ætti jafnframt því að taka sjó uppi
á Eyjunni fyrir ofan aðalbæinn til notkunar við
ræsi þau, sem hljóta að koma hér með tíman-
um, til vatnssalernanotkunarr^aða og ýmislegs
annars. Færi þetta tvennt saman, þyrftuVest-
mannaeyjingar aldrei að kviða vatnsskorti þó
að þeir notuðu vatn eins og siðaðar þjóðir gera
(það er án þess að spara það).
Á meðan að ekk'i er hægt að afla nægilegs
fjár til þessara framkvæmda, á bærinn að taka
ákvörðun í málinu og síðan undirbúa þá ákvörð-
un. Því að auðsætt er að allmiklar athuganir
og kostnaðaráætlanir þurfa að ganga á undan,
— að ég tali ekki um allar umræðurnar áður
en unt er að hefja verkið.
Þegar sá undirbúningur allur er búinn getur
verið að tímarnir séu svo breyttir, að bæjar-
félagið geti ráðist i hinar nauðsynlegu fram-
kvæmdir. En það er að taka lán sem afborg-
ast á mörgum árum og ríkisábyrgð er fyrir-
það fó notar það siðan til þeirra framkvæmda
sem á því hvíla i þessu sambandi og til lána
handa húseigendum (til jafn margra ára og
vatns-lánið) til þess að stækka og fjölga brunn-
um sínum. því það liggur opið fyrir mér, sem
víst fyrstur hafði hér tvihólfaðann brunn, að
best er og heilsusamlegast að hafa brunnana
tvo ineð 8ígju á milli. Hermansen á Ásbyrgi
annast þetta verk ágætlega vel.
Stjórnmálastefna.
það er meinlng mín að „Ingjaldur* verði frem-
ur bæjarblað en málgagn neins sérstaks stjórn-
málaflokks í landinu. En auðvitað »litást“ blaðið
af skoðunum mínum á lands- og bæjarmálum.
Ég hefi sjálfur fylgt cg fylgi Sjálfstæðiífiokknum
að málum og er það af þelm ástæðum helst, að
sá flokkur á iangflestum heiðarlegum stjórnmála-
mönnum á að skipa, og er einn líklegur nú til
þess að halda uppi heiibrigðu stjórnmálalífi hér
á landi. Hinsvegar dreg eg enga dul á það,
að mér þykir flokkurinn altof hægfara í þjóð-
félagslegri umbótastarfsemi og fylgjast illa með
„straumum tímanna*. En þó svo sé og ég þar
að ýmsu leyti teiji jafnaðarmenn bera meira fyrir
brjósti sum áhugamál mín, þá ký* ég heldur að
fylgja of gætnum og hægfara heiðursmönnum,
en sumpart mönnum með altoflitla pólitiska sam-
viskusemi eða of framhleypnum angurgöpUm,
eins og ráðandi jafnaðarmönnum og kommúnist-
um, sem að eins taka tjilit tii hinna fræðilegu
stofu-vísinda sinna, en gefa fjandanum þá hug-
mynd að láta reynsluna kenna sér og að ráðast með
gætnl f þá nýbreytni, er nokkru varðar (sbr.
t. d. síldareinkasöluna).
í sumum öðrum löndum eru flokkar, sem geta
með réttu tallst „miliiflókkar* bornir saman við
Sjálfstæðismenn og Jafnaðarmenn hér (Fram-
sóknarflokkurinn er vitanl Agrar-flokkíir eða
bændaflokkur). Svo er t. d Radikali flokKurinn
í Danmörku. Úr því að slíkur flokkur er ekki
til hér, fylgi ég af framangreindum ástæðum
Sjálfstæðisflokknum að málum og hefi gert, en
þó þannig að ég læt ekki bindast neinum flokks-
böndum, eins og nú er títt, heldur víti það t
fari flokk8Íns i lands- og bæjarmáium, sem er
andstætt skoðunum mfnum um hvað réttast sé
og heppilegast í hverju tilviki.
K L.
Hitt og þetta.
Næsta blað
af Ingjaldi kemur fyrir mánaðarmót og verður
þá stærra. Verður þar m. a. sagt frá útsvörun-
um hér síðast og eitthvað um kærur manna.