Ingjaldur - 23.10.1932, Blaðsíða 3

Ingjaldur - 23.10.1932, Blaðsíða 3
ÍNGf ALDUft 3 nxM**u*uuuuuu*uunuu***uu* Ný sending Af Kven vetrtrkápum verður tekin upp á þriðiudaginn. Gunnar Ólafsson & Co. Mtmntmnnmm************** sáu ekki vel töíuna. En þá lét Guðni setja á fulla ferð og komst milli víranna og með þeim hœtti svo nálægt, að þeir sáu vel bæði einkennistölur og stafi. í þessum svifum hjuggu togaramenn á vírana og geystu á braut sem mest þeir máttu. Guðni lét setja út bauju á staðnum og tók einnig miðanir. Telur hann togarann hafaverið 1,7 úr sjm. fyrir innan land- helgislínuna. Síðan fór hann heim til Eyja og skýrði bæjar- fógeta frá pessu. Bað bæjarf. hann að fara út aftur og halda vörð við baujuna þangað til varðskip kæmi að staðfestja hana. Talaðist svo til milli hans og bæjarfógeta að gefið Bkyldi til kynua með ljósmerkj- um frá Stórhöfða, ef varðskip- sins væri von með morgninum. Taldist okkur til að Ægir sem þá mun hafa verið i Reykjavík gœti vel verið korainn þá á stað- inn því að Háðun. fékk að vita um þetta ki. 10 þriðjud. morgun. En varðskipið var ekki látið fara á stað. Hefði það verið gert eru allar líkur til þess að það hefði náð togaranum, þvi að hann kom á þær slóðir, sem þeir voru á „Viggo" miðviku- dagsmorguninn að reyna að slæða botnvörpuna og ná henni upþ. Hafa varðskipin áreiðan- lega oft farið i lengri ferðalög og ekki haft meiri erindi. Á. Guðni og þeir allir á „ViggoB þakkir skildar fyrir mjög rösklega framgöngu og er ekki þeim að kenna ef sökudólgurinn eleppur og hinn innantómi Landhelgiasjóður missir upp undir 20,000 krónur. En ef til vill tekst þetta samt því að trúandi sr brezkum yfirvöldum til aö aðstoða íslendinga við aö koma lögum yfir brotlega þegna Bina og muuu hafa gert það í ekki Ó8vipuöum tilfellum. Annars eru líkur til þess að ísl. skips- stjóri hafi verið á togara þessum. Eftir að þetta var ritað hafa bæði Ægir og brezka eftirlitsskipið Doon mœlt stað baujunnar, sem svo lánlega vildi tii um áö enn var kyr og hvorki óveðrið eða togarinn höfðu rifið burtu. Skýrsla „Ægia* er ókomin en staðsetning Guðna mun vera al- veg rótt. Lesið Ingjald. „Guilfoss^málið. Menn hér muna eflaust eftir þvf að nokkrir menn úr landi fóru eitt sinn snemma á árinu, sem leið út i „Gullfoss*, sem lág hér á Víkinni til þess að stöðva vinnu það um borð. Aðal- forgöngumenn þeirrar farar voru féiagarnir ísieifur Högnason og Jón Rafnsaon. Þetta kærði stjórn Eimskipafélagsins og er málið hafði verið rannsakað var höfðað mál og lyktaði því svo í héraði að þeir voru hvor um sig, Jón og ísleifur dæmdir l 300 kr, sekt fyrir brot gegn þeim ákvæðum hegningarlag- anna, að gera tilraun þess að raska frelsi roanna. Nú er fallinn dómur í þessu máli l hæztarétti og var dóm- urinn þyngdur þannig að hvor um Big var dæmdur i 30 daga einfait fangelsi — skilorðBbund- ið þó. Þetta mun vera fyrsti dómur hæztaréttar út af afbrot- um af þessu tæi og athyglis- verður. Það er tilgangslaust af þeim, sem virðist þetta rang- látt að skamma unirréttinn eða hæztarótt. Þeim er nær að finua að lögunum sem dæmt er eftir og reyna að fá þeim breytt. En það dettur ekki hinum geðvondu Kommúnistum i hug heldur æpa um „stóttardóma* og „ofsókn- ardóma* þangað til þeir eru orðnir hásir eina og hrafnar. --—0*<X>---- HiH cg þetta. í klrkjunni verður barnaguðþjönusta í dag kl. 11 og ruessað ki. 5. Jarðarför frú Stefaníu Þ. Davíðsson för fram í gær. Hún andaðiat 8 þ1 m. hjá syni sínum Friörik Ólafs- syni skiph. á Ægi. Samelgi iegur fundur Sjómannefólags ‘VestmnnnnByja og yerkamannafélagsíns Dn'fandi var í gærkvöldi í Alþýðuhúsinu. Fundarefnið er „mál Bem allur verkalýður getur verið sammála um". „Ingjaldur* vonast til að fá það til birtingar af þessum fundi, er almenning varðar. „Ingjaldur" gatekki flutt ályktun gjaldenda- fundarins. Þeir voru hræddir við að espa fógetann með því að lofa ritstjóranum að sjá hana. A. J. Johnsen segist álíta hyggilegast að svara ekki áskorun Georgs Gíslasonar. Barnavinafélagið. það er lofsvert að nokkrar kon- ur og menn hór í bænum hafa tekið saman höndum að stofna fólag til þess að vernda börnin gegn óhollum og skaðlegum áhrif- um, sem vissulega er of mikió af. Þesg er óskandi að almenn þátt- taka fáist og vísast til augl. í blaðinu um stofnfund á þriðjudag- inn kemur. Rikiaakattanefnd hefur lækkað 'útsvar Ólafs Ó. Lárussonar hóraðslæknis um 900 kr. ofan á þær 700 kr. sem yfir- sk.neínd lækkaði það og þó ekki Bóð bænum fyrir neinni hækkun í staðinn Það er því útséð um að hún íallit á það með niðurjöfnun- arnefndinni að víta yfiisk.nefnd fyrir að hækka ekki um nóg ( stað þess er hún lækkar úr því hún tskur ekkí sjálf meira tillit til þeirra gáfulegu umkvartana en rvo að gera sig seka í því sama. — Læknirinn hefur nú á skömmum tíma skrifað tvö bréf og fengiö 1600 kr. fyrir. Bærileg ritlaun. það ór meira en ig og nefndin getum búist við fyrir okkar skrif. Gott ef þau ekki kosta okkur ann- að eins og læknirinn „þéuar“. Sýsiumannsembcettið I Húna- vatnesýslu er veitt Guðbr. ísberg lðgír. og alþingismanni. Auk hans sóttu ýmsii eldri lógfr. meðal þeirra menn, sem Setið höfðu í embiett- um og/er kunnugt um annað en að hatí ataðið vel í stöðu sinni, svo sem Jón Sveinsson bæjarstj. á Akureyri og Kr. Ólafsson bæjar- fógeti á Norflrði. „lngjaldur" vill áður en hann leggur dóm á þessa smbættisveitingu beina þeirri fyr- irspurn til Dómsmálaráðherra hvort með þessu sé opinberlega tilkynnt (eins og sumir halda fram( að halda eigi áfram stefnu þeirri um embættavelting- ar, sem J. J. innleiddi, eða hvort önnur viðunalegri skýring sé. Vill „Ingjaldur" sjálfur ekki leggja dóm á þetta fyr en Ráðherran hef- ur svarað eða litið svara fyrir- Bpurn þessari. f glugga Vöruhússins hefnr Éinar Siðuiðsson knupm. til sýnis leiðbeiningar þær um líf- gunaitilraunir, sem keudar eru við Sc*’áfei og getið var um í „Ingjeldi* ekki alls fyrir Iðngu. Ér það lofsvert. Ættu raenn að veita þeim vel eftirtekt og væri ánægjulegt ef íþröttafélögin og skólarnir reyndu að útbreiða þekk ~ Hinir margeftispurðu peysufata- rykfrakkar eru eru nýkomnir Gunnar Ólafsson & Co. Nýkomið allar stærðir sf hversdags- skóm á börn ogunglinga. Jóh. H. Jóhannsson. ingu á þessu. En m. a. o. hefur Björgunarfólagsstjórnin aða bæjar- stjórn nokkuð sinnt uppástungu minni um að hingað væri fengið áhald það sem ég um leið sagði fiá og notað er til þess að lífga þá sem lengi hafa í sjó legiö eða vatni. Eru mannslífin eigi þess virði að jafn lftið só gert til þess að bjarga þsim ? Ófögur lýslng. Alþ. bl. tekur 6. þ. m. Komm- únístaforsprakkana rækilega „til bæna“ út af því að þeir hafa rekið Ingólf Jónsson bæjarstj. á ísafirði ur flokknum af þeirri áBtæöu að hann — eftir frásögn blaðsins — glæptist á því að segja sannleikann í póiitisku málsfni. Er þar sagt að sannað sé að kommúnistar séu ekki annað en „svívirðilegir, vísvitandi svikarar við verkalýðinu" og bætt viö öðium viðeigandi faguryrðum í þeirra garð. Annars skil ég ekkí hvaða sannleiksást heíur allt í einu flogið i Ól. Friðriksson og væri gaman fá að nánari skýring hjá honum á þessu fyrirbrigði. Black Prince. Brezka stjórnin hefur látið sendiherra sinn í Kaupmanna- höfn fiytja Slysavarnarfélaginu og eins bátsmönnum á v. b. „ExpreBa* þakkir fyrir veitta aðstoö þegar togarinn Black Prince strandaði við Eiðið hér í vetur. Atvinnuleysi í Danmörku: Stauning forsætisráðh. lýsti því yfir i ræðu, sem bann hélt nú f vikunni við þingateningu I Kaupmannahöfn að vinnutím- ann œtti að stytta og afnema yfirvinnu til þess að bæta með því úr atvinnuleysinu. Mér hefur ávallt virst þetta langbesta lausnin á atvinnuleyB- ismálinu þar sem þessi stytting á við. En það er einkum á sviði iðnaðarins. Hreinar þvegnar ljerehstuskur kaup'r Eyjaprentsmiðjan h. f.

x

Ingjaldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.