Ingjaldur - 27.11.1932, Blaðsíða 2

Ingjaldur - 27.11.1932, Blaðsíða 2
2 INGJALDUR . • (Bsfiar tföjarnasan Innheiintu- og ináifiutningsskrifstofa Kirkjuveg 28 (Sunnudal). Opin alla virka daga frá kl. 1 3 og 5—6. Tetcur sð sér allskonar inn- helmtur, malflutning, aamniuga- gerðir og kaupmála. Annast kaup og sölu, Eæktun Eyjanna. Hingað eru komnir tveir menti sendir af Atvirmumálaiáðheira út af umkvörtunum nokkurra jarðar- bænda að kosti þeiiTi sé þjakað af umboðamanni og eiga þeir að kanna þetta „á staðnum". Petta ýtir undir mér að láta almenningi í té nokkrar upplýsingar um ræktun Eyjanna og annað í því sambandi, er þar skiftir máli. Þegar ég var nýkominn hingað, það er árið 1925, fóru ýmsir menn þess á leit við mig að fa land til ræktunar. Kynnti ég mér þá, það er að þessu laut og komst að þeirri niðuistöðu að enda þótt nnnt mundi vera efLir jarðræktar- lögunum að láta menn fá land til ræktunar an leyfis jarðarábúonda þá væri önnur leið heppilegri til þess að ýta undir almennriiæktun landsins, sem mór virtist alveg lífsskilyrði fyrir ibúana vegna mjólk- urleysis. Hún væti sú að öllu landinu yrði skift. Jarðarábúendur fengi sitt ákveðna land og hinu væri skifft í viðeigandi stórar skákir. Ef þetta væri gert bjóst ég við að jarÖarbændul• myndi sjalfir rækta meira þar sem þeir ættu þá land sitt út af fyrir sig en aðrir sækjast meira eftií' landi þegar alit væri frjálst og úr nægu að velja. Ég tók þá steínu að neita hverjum manni um ræktunar- land þangað til afgert væri hvort þessi leið yiði farin eða ekki, Ánð 1926 kom Sig. SigurðsHon búnaðaimálastjon hingað í því Bkyni að athuga ræktunarmögu- leika Eyjanna. Ég orðaði þessa hugmyud við hann og hann tók hana strax upp. Pakka óg hon- um eingöngu hve skjótt og vel ræLtist úr þessu. Hann kanuaði landið og ritaði siðar langan greinarbálk i XL. árg. Búnaðar- ritsins um „Ræktun Vestmánna- eyja“. Hann segir svo í nefndri grein sem gefiu var út séi prentuð :„Som sakir standa nú í VE. er umráða- réttur yflr hinu ræktaða landi næsta óviss. Bændurnir teija sig eiga hann, samkvæmt byggingar- bijefum þeirra, en hvað og hvo mikið land hver og einn má taka til ræktunar er í óvissu". Og annarsstabar segir hann „Sem sagt, mest þörí er fyrir aukna mjólkuiframleiðslu og garðrækt, En þetta heimtar aukna læktun. þess er því brýu þörf, frá almennu sjónarmiði, aö stuðlað sé að því að öll Heimuey verði iæktuð“. Petla tvennt var líka skoðun mín. Og eftir að samið hafði verið við bændur um friðsamlega lausn málsins hefur það verið stefna mín, er ég hvergi hefi hvikað frá, að stuðla eftir mætti að því að gæta hagamuna alinennings í nú- tíð og fraintið um mjólkurfram- leiðsluna og að ýta undir garðrækt að því er óg gat og til minna kasta kom, Hið fyrra hefi óg gert með því að taka meira land tii læktunar en bæjarvöldin og bænd- ur viidu og hið siðara hefi óg gert m»ð því að sjá um að menn fengi kálgarðsstæði ókeypis til afnota og þar sem þeir yfirleitt hafa valið sér þau, nema fyrir- huguð íæktun eða réttur annara væri því til fyrirstöðu. Pessi stefnu- festa hefur ekki ávailt verið vinsæl. En ég hygg nú samt aÖ hún hafi venð góð fyrir Eyjarnar. í áðurnefndri grein sinni geíur Sig. Sig. margar uppiýsingar um landið og áhöfn þegs og skal ég nú bera saman ástandið eins og það var áður og eíns og það er þegar nu, að eins 5 árum eítir að menn byrjuðu almennt að taka land til ræktunar. Árið 1900 vorú tún talin hér 54 hektara og árið 1923 einnig. 54 hektarar. Petta voru allt jarð- artún og sjást þarna „búnaðar- framfavirnar" skráðar skýru letri. En árið 1932 eru jarðartún orðin iiðugt 69 hektarar. En þó að eftir þessu 8é allmikil framtör í búnað- inum hjá bænduin samanborið við það sem áður var er þetta þó því miður að eins einstaka manni úr þeirra hóp að þakka og þá aðallega Gerðisbændum. Og þó þesai túnauki só nokkur, þá er hann hverfandi borinn saman við túnauka þann, sem leiddi áf því að almenningur íókk frjalsan að- gang að landi til ræktunar. Ég get ekki nefnt þar ábyggilegar tölur eins og uin jarðirnar. Par hefi óg bygt á nýafstöðnu fasfeignamat:. En ég veit að búið er að mæla möniium ut meira en 200 hektara af landi og að ekki er ofmælt að það sem þar er ræktað muni aldrei nema minnu en 60 hektör- um þó að vægt sé áætlað/*) Pegar Sig. Sig. skrifaði grein sína um „Ræktun Vestmannaeyja" árið 1927 voiu hér samkvæmt uppgjöf hans 175 nautgripir, 65 liestar og 600 kindur a Heimaey (eftir áætlun hans). En sauófjár- talan var alls 1923 1542. í búnaöarskýrslum fyrir árið 1927 er ræktað land talið 54 hektarar og töðufengur 4657 hestar. Arið 1932 eru hér samkvœint búnaðarskýrslu 265 nautgripír, 710 kindur og 32 hross en töðu fengurinn er þá orðinn 8201 hest- ar. Hann hefur m. ö. o. vaxið um ca. 3550 hesta á þessum fimm ,) Eftir að þetta var ritað fékk ég skýrslu þá sem er birt á öðium stað í blaðinu. Sér þar að talan 60 er of lág. árurn. Enda þótt verðið sé nú óvenju lágt má telja þennan hey- feng meira en 60000 króna vitði (17 kr. hesturinn), 0g er þáð í sjálfu sér mikils viiði. En hitt er þó meira um vert að með þessu áframhaldi má búast við að kúm fjölgi hór að miklum mun. Eins og áðurnefndar tölur sýna hefur nautgripum fjölgað hér á þessum íáu árum um helming. Petta merk- ir að nú fá Eyjabúar svo um munar meira af hinni hollu og ömissandi fæðutegund, mjólkinni, og von um að einkum börnin verði hennar meira aðnjótandi. Petta er að þakka hinni auknu ræktun. Petta er að þakka því að nú vinna margar hendur að þessu en áður að eins fáar. En það er langt í .land að markinu sé náð. Sig. Big. segir í margnefndri ritgerð sinni að eftir því sem telja veiði liafi Yestmannaeyjar áiið 1927 þurft mjólk úr 5—600 kúm, ef mjólkurþðrf (í fylsta skilningi) ætti að vera íullnægt „Eftir dæmi Ameríkumanna nægir ein kýrnyt handa 6 manns". Eú eru hór um 3500 íbúar að stað- aldri og efalaust um 4300 fjóra mánuði ársins. Pað væri eftir því æskiieg. st að hér væru minst 600 kýr í stað þess að nú eru þær liðugt 250. Þetta 'sýnir bezt að ekki má leggja hendurnar i kjöltuna og að „betur má ef duga skal“. Og þab Býnir að við höfurn illa ráð á þeim „luxus“ að skilja uudan ræktun heilmikið land að eins til skemt- unar nokkrum mönnum. Bæjar- stjórn vildi á sínum tirna undan- skilja alla Torfmýri m. nr. NÚ er þar mikið af ræktuðu landi. Æt)a menn að skemtun fárra mann að „spassera" þar eða leggjast í kvosirnar hefði orðið þung á meta- skalunum móti þessu. Ég held ekki. Ég held að mönnum sé því miður ekki nægilega ijóst hve Veatmannaeyjar standa að baki því sem vera þarf í þessuin efnum. Eitthvað 3 árum eftir að skifting landsins varð tók að bera á nokkurri óánægju meðal sumra jarðar-ábúenda og þótti þeim um- boðsnraður ganga á hluta sinn, að því er kom til réttsins yfir hinum svonefndu „Fjöllum". Töldu þeir sig eina hafa réttinn yfir þeim og um leið tóku sumir þeirra fram við mig að þeir ættu í rauninni yfirráð alls lands, sem ekki hefði verið mælt í skákir árið 1927. Jeg hefi aldrei getað íallist á þetta. Afstaða nrín hefir venð sú að þegar beim var út- hlutaö ákveðið land þá var svo að þeii' lröfðu að eins létt yfir því en engu öðru landi héi á Heinraey fremur en aðrir menn, nema um það væri sérstakur samningur. Ég tel skiiflega sam- ninga þar um geröa skora ótví- rætt úr þessu. Um þenna ágrein- ing var leitað álits big. Sigurðs- sonar bún. málast.j. og félst hann í ölliím atriðum á skoðun mína og skar AtvinnumálaráðuneyLið á sinum tíma úr um deilutia á þeim gi undvelli. Pá féllust bæði búnaðarmálastj. og Ráðuneytið á þá tillögu mína að hlúa að þeim jöiðum, sem ætlað var að byggja ■ til frambúðar sem jarðir með þvi að leggja undir þær þau hlunnindi, sem losnuðu þegar jarðirnar niðri í kaupstaðnum losnuðu úr ábúð og ennfremur að þessum jörðum, eða ábúendum þeirra „stórbæudun- um“, skyldi standa opið að fá hiu svonefndu „Fjöll" — en þar undir tel ég ekki Stórhöfða — til hagbeitar fyrir sauðfé með þeim skilyrbum að girða þau fjáiheldri girðing, Að öllu samanlögðu tel ég þetta meira en sæmilegt og hafi ávallt furðað mig á að bændurnir skyldi ekki ganga orða- laust að þessu. Enda þótt sumir þeirra kynni að hafa séð eftir að ganga árið 1927 að samningunum við umboðið þá var það nú búið og gert og sjálfsagt fyrir þá að láta sem minst á óánægju sinni bera heldur reyna að gleðjast með oss hinum af þeirri framför, sem þeir samningar lögðu grundvöllinn að. Auk þess get tekið fram að ég ég lagði til við Raðuneytið að umboðið tækið einhvern þátt í girðingarkostnaðinum. Ýmsir hafa deilt á mig fyrir það ofurkapp, er þeiin fiust ég Ieggja á að útrýma sauðfénaðinum bér úr Heimaey. Bændur telja mig sýua sér þar yfirgang og fara með ójöfnuð og lagaleysur. Ég hefi haldið fram að hver sem ætti skepnu yrði að sjá um að hún væri ekki í landi antiara og sizt ræktuðu landi. Bændur halda fram að „hver verði að sjá um sig“ og að það sé þeirra, sem lönd hafa að hafa svo vel fjárhelda girðing um þau að annara skepnur komist ekki þar inn. Allir sjá satingirnina. Á fjöldinn að förna miklu fé að eins vegna þessara sauðkinda, sem eru Eyjun- um til liius mesta ógagns ? Sig. Sig. segir í ritgerð sinni: ,jÁ 10 — 20 árum geta gróðurlítil svæði orðið alþakin gróðri, og svo mundi verðá í Vestinannaeyjum, ef ekkert sauðfé væri haft þar, og ef jafn- hliða því væri utinið að þvi, að jafna niður og græða moldarbörð þ-iu, sem eru á eynni. Af sauð- fjlreign sinni hafa Vestmanna- eyjingar litlar tekjur. Með því að hætta við hana á Heimaey, myndl það hafa þann hagnað í för með sér, að giiðingar þyrfti litlar um hið ræktaða land. Nú er það mikl- um erfiðleikum 'bundið að verja garða og tún fyrir ágangi sauö- fjár“. P«ssir fáu menn liugsa svo mjög um (ítnyndaðan) hag sinn að þelr gleyma þeim skaða, er þeir gera eða reyna að gera fjölda manns og það oft miklu etnaminni mönnum en þeir eru sjálfir.

x

Ingjaldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.