Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRON APRÍL 1973 NY DAGSBRUN Utgefandi: Sósialistafélag Reykjavíkur AbyrgSarmaður: Guðni Guðnason. Ritstjóm og afgreiðsla: Tryggvagötu 10 - Reykjavík Sími 17510 • Pósthólf 314 Verð blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. W Ur Atlantshafsbandalaginu! Samstaða með kúguðum þjóðum! í leiðara Morgunblaðsins 17. febrúar síðastliðinn segir svo: „Alþjóðahyggjan hefur mótað utanríkisstefnu Sjálfstæðis- flokksins frá upphafi. 1 samræmi við þessa alþjóðahyggju beitti Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir því, að Island gerðist að- ili að Atlantshafsbandalaginu 1949 ---Jafnan síðan hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn verið í fararbroddi þeirra þjóðfélags- afla sem beitt hafa sér fyrir þátttöku í samstarfi þjóðanna á ýmsum sviðum, á vettvangi Norðurlandaráðs, viðskiptasam- starfi í EFTA og samningum við Efnahagsbandalag Evrópu.“ Að jafnaði er ekki liægt að taka Morgunblaðið trúanlegt þegar það lýsir stefnu flokks síns og stéttareðli hans. Þar verður oftast að lesa milli línanna. Að þessu sinni er þó ó- hætt að taka blaðið bókstaflega. Hvert orð í tilvitnuðum um- mælum er satt og rétt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið trúr alþjóðahyggju sinni. Það hefur aldrei hvarflað að honum né Morgunblaðinu að standa annars staðar en heimsvaldasinna megin gegn kúg- uðum þjóðum og arðrændri alþýðu vegna þess að „þjóðfélags- öfl“ þau, sem flokkurinn er „í fararbroddi fyrir“ er auðvalds- stéttin. Alþjóðahyggja Sjálfstæðisflokksins er alþjóðahyggja auðvaldsins. Island er auðvaldsríki sem hefur — undir forustu aðalflokks horgaranna, Sjálfstæðisflokksins — skipað sér heimsvalda- sinna megin í alþjóðapólitík. Þ að er ástæðan fyrir því að Is- land gekk í Atlantshafsbandalagið og samdi um bandarískar herstöðvar í landinu. Þýðir þetta að sósíalistar (marxistar) eigi ekki að berjast gegn stefnu ráðandi stéttar í utanríkismálum með þeim rök- stuðningi að engu verði um þokað á því sviði meðan hún hefur völdin? Slíkt væri fjarstæða. Það væri „að bíða eftir byltingunni“, hlíta forustu borgaranna og afneita alþjóðahyggju verkalýðs- ins. Sósíalistar ætla sér ekki þá dul að breyta stéttarlegri af- stöðu borgaranna. En skylda þeirra er að breyta afstöðu verkalýðs og annarra vinnandi stétta, losa þær undan áhrifum borgaranna í þessu máli sem öðrum og móta stefnuna út frá stéttarhagsmunum og alþjóðahyggju verkalýðsins. Þess vegna hlýtur kjörorðið að vera: Úr hernaðarbandalagi heimsvalda- sinna! Samstaða með kúguðum og arðrændum þjóðum heims! Þetta var stefna Sósíalistaflokksins og stéttvísasta hluta verkalýðsins þegar Atlantshafsbandalagið var í uppsiglingu. Andstaðan gegn aðild Islands var að meginstofni meðal verka- manna í Reykjavík. Aðildin var samþykkt 30. marz 1949 „under red riot“, eins og það leit út í augum bandarískra heimsvaldasinna (sbr. New York Times daginn eftir). En Sósíalistaflokkurinn brást forustuhlutverkinu og afhenti það hinum smáborgaralegu Samtökum hernámsandstæðinga, sem ekki voru í beinum tengslum við verkalýðsbaráttuna. Slík samtök eru eigi að síður sjálfsögð og óhjákvæmileg. En her- skaparstefna borgarastéttarinnar er stéttarlegt mál og andstæð- an gegn henni hlýtur fyrst og fremst að koma frá sósíaliskri verkalýðshreyfingu. En andstaðan nær til ýmissa millistéttar- hópa Þá andstöðu þarf af skipuleggja. Það verður ekki gert nema með einhvers konar samfylkingarsamtökum. Málpípur núverandi ríkisstjórnar hafa borið mikið mál í það, að með henni hafi orðið alger stefnubreyting í utanríkis- málum. Sér er nú hver stefnubreytingin! 1 stjórnarsamningn- um er beinlínis tekið fram, að „núgildandi skipan“ skuli lialdast“,“ að því er varðar aðild að Atlantshafsbandalaginu. Og jafnvel þó að stjórnin hefði ákveSiS að segja upp her- stöðvasamningnum frá 1951, væri það engin „alger stefnubreyt- ing“, heldur aðeins breyting á þátttöku Islands í Atlantshafs- bandalaginu, sem út af fyrir sig væri áfangi á réttri leið. Eft- ir sem áður væri landið pólitískt og hernaðarlega í samfélagi heimsvaldasinna. En stjórnin hefur ekkert ákveðið um þetta. I stjórnarsamn- ingum segir aðeins að „varnarsamningurinn“ við Bandaríkin MARX-LENINISMINN - ALMENN MEGINATRIÐI 1. KommúnistaávarpiÖ Höfuðatriði fræðikenningar sósíalismans (marx-leninismans) eins og þau hafa þróazt í rannsókn og starfi heimshreyfingar kommún- ismans eru fyrst mótuð og skýrð í ritum frum- kvöðlanna Marx og Engels og helztu eftirmanna þeirra svo sem Lenins, Stalins og fleiri. Rit þessi er sjálfgefið að leggja til grundvallar í námi, enda þótt til séu ágæt yfirlitsrit á flestum málum. Þau rit sem hér eru talin fjalla um höf- uðatriði kenninga marx-leninismans um þróun þjóðfélagsins, stéttanna, stéttabaráttuna, lenin- ismann og heimsvaldastefnuna. í síðari þáttum verður fjallað um díalektiska efnishyggju, þjóð- hagfræðina, verkalýðsflokkinn og byltinguna. Auðvitað fléttast þessi atriði fræðikenningarinn- ar öll saman, og meira eða minna fjallað um þau í einu og sama riti, en þessi flokkun er tal- in heppilegust til að auðvelda skilning á verk- efninu. Kommúnistaávarpið er talið hér fyrst. Það er ekki aðeins elzt þeirra rita sem hér eru talin, það markar einnig upphaf hins vísindalega sósí- alisma. Samt er ekki ráðlegt að hefja nám á því að lesa það. Ávarpið er ákaflega yfirgrips- mikið að efni og er í mjög samþjöppuðu formi. Það er því hætt við að margt fari framhjá al- gerum byrjanda í þessum fræðum. Bezta byrj- endabókin er án efa Þróun sósíaiismans eftir Engels. Þar er á snjallan og Ijósan hátt lýst þeirri þróun þjóðfélags og sósíaliskra hug- mynda, sem marxisminn er sprottinn úr. Það er því nokkurskonar lykill bæði að Kommún- istaávarpinu og síðari marxiskum ritum. Þess skal getið að efnisútdráttur úr þeim rit- um, sem aðgengileg eru á íslenzku er hafður í stytzta lagi. Þeim mun lengra máli verður var- ið til þess að lýsa þeim ritum, sem síður eru aðgengileg íslenzkum lesendum. Svo er t. d. um ,Anti-Dúhring" eftir Engels. Sú bók er heldur ekki byrjendabók og skyldi hún lesin síðust þeirra rita um almenn meginatriði marx-lenin- ismans, sem hér eru talin. MARX og ENGELS: Ávarp Kommúnistaflokks- ins (Kommúnistaávarpið. Á íslenzku í þremur útgáfum: 1924, 1949 og loks í Urvalsritum Marx og Engels). Kommúnistaávarpið var samið fyrir og sam- þykkt af II. þingi Kommúnistabandalagsins 1847, sem stefnuskrá þess. Svo er að sjá af bréfi frá Engels til Marx í nóv. það ár, að Eng- els hafi samið fyrsta uppkast að ávarpinu. Hann lýsir sig mótfallinn spurningakvers- formi, sem fyrst hafi komið til orða og segir: „Ég byrja: Hvað er kommúnismi?------Og svo beint til öreigastéttarinnar — sögulegan upp- runa hennar, að hverju leyti hún er frábrugðin fyrri vinnustéttum, þróun andstæðunnar milli öreiga og borgara, kreppur, afleiðingar---- Og að lokum baráttuaðferð flokks kommún- ista.“ Það er auðséð að hér er ávarpið að mótast eins og við þekkjum það, hvernig sem sam- starfi höfundanna hefur verið háttað. Ávarpið var fyrst prentað í febrúar 1848 og varð þannig samferða Febrúarbyltingunni í Frakklandi. Verkalýðurinn (öreigastéttin) var að koma fram sem sjálfstætt byltingarafl í fyrsta skipti í sögunni (Júníbardaginn í París og Chartistahreyfingin á Englandi). Kommúnistaávarpið markar tímamót í sögu sósíalismans og verkalýðshreyfingarinnar. Fyrir daga Ávarpsins var sósíalisminn annað hvort útópiskur, það er að segja, ímyndaðar áætlanir um fyrirmyndaþjóðfélag jafnaðar og réttlætis, eða leynisamsæristilraunir. En með Ávarpinu fær verkalýðsbaráttan vísindalega, byltingarsama fræðikenningu til að byggja á. Ávarpið samsamaði vísindalegan sósíalisma og almenna verkalýðsbaráttu. Kommúnistaávarpið er áreiðanlega víðlesn- asta og þekktasta rit marxismans. Áhrif þess á stéttabaráttu verkalýðsins verða hvorki mæld né vegin. Kommúnistaávarpið skiptist í fjóra aðal- kafla. 1 fyrsta kaflanum er gerð stutt grein fyrir þróun borgarastéttarinnar og sögulegu hlutverki hennar, og hinum ósættandi mót- setningum milli borgara og öreiga. Höfundam- ir sýna fram á að öreigabyltingin er söguleg nauðsyn. 1 öðrum kafla, um öreiga og komm- únista, er rökstudd nauðsyn þess að til sé bylt- ingarflokkur (kommúnistar) til „að skipu- leggja öreigalýðinn á stéttagmndvelli, steypa valdi borgarastéttarinnar og framkvæma póli- tíska valdatöku öreigalýðsins." 1 þriðja kafla er lýst afstöðu kommúnista til aliskonar aftur- haldssamra og smáborgaralegra afbrigða af „sósíalisma" sem á gangi vora á dögum Febrú- arbyltingarinnar. 1 fjórða og síðasta kafla er gerð grein fyrir afstöðu kommúnista til ým- issa þáverandi stjórnarandstöðuflokka. Kommúnistaávarpið er nú 125 ára gamalt. Þrátt fyrir það era allar meginreglur þess í fullu gildi. Þrátt fyrir það verður að hafa í huga sögulegar aðstæður þess tíma sem það er ritað -á. -Þá var einveldistími, borgarabyltingin hvergi nærri um garð gengin og því er ýmsum „borgaralegum Iýðræðisflokkum" heitinn stuðningur" kommúnista. Þá er og ýmislegt í Ávarpinu óljóst, og lítt skilgreint svo sem um lýðræðið og ríkið og valdatöku öreiganna. Þetta er svo vegna þess að verkalýðshreyfingin var þá enn ekki búin að fá reynslu byltinganna 1871, 1905 og 1917. Fræðikenning sósíalismans er ekki hugsmíðar „heimsbjargvætta", heldur „aðeins almenn tjáning á raunhæfum stað- reyndum stéttabaráttu", eins og segir í ávarp- inu sjálfu. Ávarpið er flokksstefnuskrá „fræðileg og raunhæf í senn", eins og höfundar segja í for- mála fyrir síðari útgáfu. Það leiðir af sjálfu sér að sumt af þvi sem var talið raunhæft fyr- ir 125 árum er það ekki nú. „Hagnýting þess- ara kenninga í framkvæmd er jafnan og alls- staðar háð sögulegum aðstæðum", segja höf- undar í sama formála. En almenn meginatriði Ávarpsins eru fullgild enn í dag. „Kommún- istar berjast fyrir markmiðum og hagsmunum verkalýðsstéttarinnar á líðandi stund, en í hreyfingu nútímans eru þeir um leið fulltrúar hreyfingarinnar í framtíðinni." Þetta er frum- regla stjórnlistar kommúnismans. skuli „tekinn til endurskoSunar eSa uppsagnar í því skyni aS varnarliðið hverfi frá Islandi í áföngum. Skal aS því stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu.“ Það má gera ráð fyrir því að endurskoðunarstarfið sé þeg- ar hafið með vesturför utanríkisráðherrans og að hann hafi í viðræðum við bandaríska ráðamenn „stefnt aS“ brottför hersins. Annað og meira en þetta hefur stjórnin ekki gefið fyrirheit um. 1 stjórnarsamningnum stendur ekkert um það, hvað gera skuli ef „endurskoðunin“ leiðir ekki til brottfarar herliðsins. „Endurskoðun eSa uppsögn“ er frjálst val. Akvæði stjórnar- samningsins er því hægt að „efna“ án þess að nokkur her- maður fari úr landinu á kjörtímabilinu! Vitanlega segir stjórnin ekki upp herstöðvasamningnum, né gérir nokkra breytingu a honum án samþykkis bandarískra ráðamanna, og hefur aldrei ætlað sér að gera. Hið loðna á- kvæði stjórnarsamningsins er aðeins til þess ætlað að friða þá mörgu kjósendur stjórnarflokkanna sem ekki hafa stétt- arlega hagsmuni af hersetunni og eru henni andvígir. Herstöðvasamningurinn er gerður á grundvelli aðildar Is- lands að Atlantsliafsbandalaginu, en sjálfstæður samningur þá, sem segja verður upp sérstaklega. Að því ber að vinna. En a&alatriSi málsins er staSa Islands í alþjóSastjórnmálum. Þar standa tvær stefnur, tvennskonar alþjóðaliyggja hvor gegn ann- arri. Engin þriðja leið er til. R_ B. Nýtt vítamfn Vísindamenn við Lífefnafræði- og Matvælatæknistofnunina í Moskvu hafa fundið nýtt víta- mín, sem er u-vítamín. Það hafa verið gerðar margar tilraunir með það, en það samanstendur af aminósýrunni metionin, en án hennar getur líkaminn ekki verið. Efni þetta er í mörgum fæðutegundum, en einkum í osti. Vítamín þetta hefur góð áhrif á sjúklinga með magakvef og magasár. Tilraunir hafa leitt í Ijós, að u-vitamínið eykur mögu- leikann á að lækna maga- og þarmasjúkdóma. Frekari til- raunir benda til, að vítamínið komi að góðu gagni fyrir hjarta- og æða og húðsjúkdómasjúkl- inga. Það mun ekki líða á löngu áður en hið nýja vítamín kem- ur á markaðinn. Fyrsta verk- smiðjan hefur þegar verið reist í borginni Ufa. Samkv. APN).

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.