Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 1
NÝ DAGSBRÚN MALGAGN ISLENZKRA SÓSÍALISTA EFNIi Kommúnistaávarpið. Hvað er hægt að gera? Vv Atlantshafsbandalaginu — Samstaða með kúguðum þjóðum. Alþjóðahyggja Morgunblaðsins o. fl. 3. tölublað APRlL 1973 5. árgangur *tttf<ft ðfommumfttfdM ^artri. Síctófftntliitjtimjtbruat 18'41*. prolrtorifr ttfier lanoer oertimpt curfj. Xíunbon. j>2 .OilíUn««» e»ítil((^«t« ll*r 3rtftltt" !?."N '.í« i. <£. OitrjlMUt. .... - ... .¦:. j.íQf. t.trvft'.i-l ,*t»tfci. Wlin..lai'-ttt.. I<S". t V í •.' '» u' Á þessum vetri var jCommúnistaávarpið 125 ára, sbr. grein á 2. síðu. Myndin sýnir titilsíðu fyrstu útgáfu. STÆRSTA HNEYKSLIÐ Með þremur gengisfellingum og endalausum fjár- austri í útgerðarauðvaldið er nú svo komið að tog- araútgerðin á Islandi er svo til eingöngu rekin með opinberum styrkjum af almannafé. Síðasta afrek ríkisvaldsins í f járaustri til útgerð- arinnar er svo það að „ríkisstjórn alþýðunnar" tók að sér að greiða kostnað útgerðarbraskaranna af 8 vikna stríði við togarasjómenn. Og enda þótt búið væri að semja bæði við háseta og yfirmenn neituðu braskararnir að sigla fyrr en þeir hefðu fengið 80 milljónir til viðbótar. Þegar á allt er litið er stöðvun togaranna nú eitt stærsta hneykslið í allri atvinnusögu Islendinga á þessari öld. Rökin fyrir því eru augljós. 1 fyrsta lagi er það skylda rík- isstjórnarinnar að taka í taum- ana, þegar skuldunautar og van- skilamenn við hið opinbera ætla sér að knésetja sjómennina með atvinnusviptingu við framleiðslu- tæki, sem svokallaðir eigendur eiga svo til ekkert í. I öðru lagi hafa nú vegna eldsins í Vestmannaeyjum steðj- að að íslenzkum sjávarútvegi þyngri búsifjar en þekkst hafa við nútíma framleiðsluhætti. Af þessum sökum hafa verið lagð- ar stórfelldar byrðar á íslenzkan almenning í formi hækkaðra skatta auk annarra búsifja sem ffVerf fer það gulB, sem sótt er # greipar ægis? Sú framleiðslugrein, sem íslenzka auðvaldsþjóðfé- lagið framar öllu byggir afkomu sína á er sjávarút- vegurinn. Þar sem lífsafkoma þjóðarinnar hlýtur ó- hjákvæmilega að langmestu leyti að vera háð þessari framleiðslugrein er það óspart notað af hálfu hins borgaralega ríkisvalds til þess að halda þeirri kenn- ingu að þjóðinni að þessi framleiðslugrein verði að njóta sérstakra forréttinda innan þess kerfis, sem auðvaldsþjóðfélagið miðar framleiðsluhætti sína við. 1 þessari grein verður fjallað um einn þátt þess- arar framleiðslugreinar og sýnt fram á að það er ekki af umhyggju fyrir lífsafkomu íslenzkrar alþýðu sem slíku er haldið fram, heldur er þetta eitt af ein- kennum auðvaldsþjóðfélagsins, ein af blekkinga- brellum borgarastéttarinnar, til þess gerð að dylja hið svívirðilega og miskunnarlausa arðrán hennar um leið og gróði hennar er aukinn undir því yfir- skini að verið sé að tryggja rekstrargrundvöll þess- arar framleiðslugreinar. Að semja við sjálfan sig. íslenzkir hraðfrystihúsaeigend- ur hafa komizt allra arðræningja lengst í tæknilegri útfærzlu á arð ráni sínu. Þeir eru bæði eigend- ur hraðfrystihúsanna og að lang- mestu leyti einnig fiskiflotans. Þetta þýðir það, að þeir kaupa af sjálfum sér nær allt það hrá- efni sem þeir nota til framleiðslu sinnar. Það er því þeirra hagur að sá afli, sem skip þeirra sjálfra afla sé í sem lægstu verði. Þessu eiga þeir mjög auðvelt með að koma fram þar sem þeir geta samið við sjálfa sig um fisk- verðið (sbr. fulltrúi fiskkaupenda semur við fulltrúa fiskseljanda, sem einnig er fiskkaupandi, um fiskverðið. Þótt fiskimennirnir eigi einn fulltrúa í nefndinni verður hann auðvitað í minni- Sigurjón Jónsson. hluta, en auk þess er hann frá stéttarsamvinnusamtökunum svo hann veldur engum vandræðum). Með lágu fiskverði er fyrst og fremst verið að arðræna fiski- mennina, hitt sakar útgerðina ekkert þótt hún af þessum sök- um beri sig ekki því þá þurfa útgerðarmenn (sem einnig eru hraðfrystihúsaeigendur) ekki annað en lýsa yfir gjaldþroti út- gerðarinnar og heimta styrki úr ríkissjóði (til þess að geta hald- ið áfram að fórna sér!!! fyrir „þjóðarbúið"). Þessa styrki fær hið borgaralega ríkisvald þeim umsvifalaust og skattleggur ör- eigana til þess að afla fjár til þeirra (því það verður að tryggja rekstrargrundvöll framleiðsluat- vinnuveganna!!!). komnar eru fram og áætlaðar. En jafnframt þessu berast hundruð milljóna í fégjöfum frá útlendingum í miskunnar- og góðgerðarskyni. Slíkar gjafir er auðvitað því aðeins hægt að þiggja að Islendingar sjálfir leggi fram orku sína óskipta til að bæta skaðann, en leyfi ekki ofríkismönnum og bröskurum í útgerðarstétt að koma í veg fyr- ir að framleiðendur sjávaraf- urða, sjómenn og verkafólk, fái að neyta orku sinnar við að verj- ast áföllum. Á sama tíma, sem útgerðar- auðvaldið batt togarana áttum við og eigum enn í „styrjöld" við brezka og þýzka ræningjaflota um réttinn til nýju fiskveiðilög- sögunnar. Það er mörgum óskiljanlegt hve sú ríkisstjórn, sem studd var til valda af vinnandi fólki hefur reynst lítilsigld og vesöl í við- skiptum sínum við útgerðar- braskarana. Hún átti hvorki metnað né mannrænu til þess að stöðva þann Ijóta leik, sem leik- inn var af íslenzku auðstéttinni á hættustund. Með einu orði gat hún gert það, með því orði að segja út- gerðarmönnum að ganga að kröf- um sjómanna og hypja sig á mið in að öðrum kosti yrðu togararn- ir teknir eignanámi og sjómenn og aðrir aðilar, beðnir að taka við rekstri þeirra. Ef ríkisstjórn- in hefði átt vilja og þor til að segja slíkt, hefði ekki orðið langt til samninga. í stað þess tókst útgerðar- bröskurunum enn að kúga millj- ónatugi út hjá ríkisvaldinu áður en togararnir fóru aftur á mið- in. Þessu fé er ausið úr almanna- sjóði og aldrei sést stafur fyrir hvernig því fé er varið. Þessi vinnubrögð hafa hinsvegar opnað augu fjölda fólks fyrir því að það er þjóðhættulegur verkn- aður að leyfa útgerðarauðvald- inu að fara áfram með ráðin yf- ir þeim eignum almennings, sem togaraflotinn raunverulega er. Það er glæpsamlegt að leyfa tog- ara„eigendum" að nota vald sitt til fjárkúgunar, vinnusviptingar sjómanna og verkafólks og tli lið veizlu við erlenda ræningja sem hóta eyðingu fiskimiðanna og þar með sjálfstæðri tilveru ís- lenzkrar þjóðar. En það er hlutverk verkalýðs- ins og samtaka hans að brjóta hér í blað. Þau geta ekki látið það viðgangast að sami leikurinn sem nú hefur átt sér stað endur- taki sig ennþá einu sinni. Þau verða að koma í veg fyrir það, að útgerðarauðvaldið noti eignir almennings sem hrein fjárkúg- unartæki til þess að knýja út eyðslufé úr almannasjóðum og fái ríkisstjórn, sem verkalýður- inn hefur stutt til valda til þátt- töku í samsærinu. Verkalýðurinn á kröfu á því að allir reikningar togaraútgerð- arinnar verði opnaðir og birtir og ekkert undan dregið. Sú stjórn, sem styðst við fylgi alþýðunnar á Islandi og ekki skilur þetta, hún á engan rétt til þess að sitja að völdum í umboði hennar. Fjárkúgun og arðrán En hraðfrystihúsaeigendur láta ekki þar staðar numið við arðrán sitt. Þegar þeir á þennan hátt hafa aflað sér ódýrs hráefn- is til framleiðslu sinnar og þar að auki fengið með því fjárstyrki sem píndir hafa verið út úr ör- eigastéttinni með ýmsum aðferð- um, bæði á sviði skattheimtu og kaupgjalds, og ýmist notað til þess valdboð af hálfu ríkisvalds- ins eða lævís svikabrögð stétta- samvinnupostula verkalýðsfor- ustunnar, Iáta þeir (þ. e. hrað- frystihúsaeigendur) vinna úr þessu hráefni á það framleiðslu- stig sem þeim er hagkvæmast og taka síðan til við að arðræna í gegnum útflutninginn um leið og þeir selja sjálfum sér meirihlut- ann af sinni eigin framleiðslu. Lítum nú á hvernig það er fram- kvæmt. Hraðfryst fiskflök eru aðallega flutt út til Bandaríkjanna. Á tímabilinu jan.—nóv. 1972 voru flutt þangað 42.741,0 tonn af hraðfrystum fiskflökum fyrir 3.801,4 millj. kr. Á sama tímabili var flutt út til allra annarra landa, sem kaupa þessa vöru af íslenzku togurunum, 19.830,6 tonn fyrir 1.103,0 millj. kr. Á um- ræddu tímabili hefur því um 68% af útfluttum freðfiski farið til Bandaríkjanna fyrir um það bil þrisvar sinnum hærri fjár- upphæð. Á fyrrgreindu tímabili hefur því meðalverð á þeim freð- fiski sem fluttur var til Banda. ríkjanna verið um 59,9% hærra en þess sem til annarra landa fór, enda fer allt það bezta af freðfiskframleiðslunni til Banda- ríkjanna, allar verðmeiri tegund- ir svo sem þorskur og ýsa, en til annarra landa fer allt hið lakara, verðminni tegundir, t. d. fer ekk- ert af karfa til Bandaríkjanna, hann fer allur til annarra landa, aðallega Sovétríkjanna, en karfi er ein af ódýrari fiskitegundum á heimsmarkaðinum; á honum og t. d. þorski er verulegur verð- munur. Bandarísk fyrirtæki — íslenzkir eigendur. Hvernig stendur á þessum mikla útflutningi á hraðfrystum fiskflökum til Bandaríkjanna? Framhald á 2. síðu

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.