Ný dagsbrún - 01.09.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.09.1973, Blaðsíða 4
Lánasjóður íslenskra námsmanna minnir á að umsóknarfrestur til að sækja um aðstoð úr sjóðnum til náms á komandi vetri er eftirfarandi: 1. Vegna almennra námslána, sem greiðast í einu lagi í janúar ti lmarz, til 15. október 2. Vegna ferðastyrkja til 15. október. 3. Vegna kandidatastyrkja til 15. október. 4. Hefjist námsár eigi fyrr en um eða eftir áramót er umsóknarfrestur um námslán ogjeða ferðastyrki til 1. febrúar. Umsóknum skal skila á skrifstofu sjóðsins, Hverfisgötu 21, Reykjavík. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 13.00—16.00. Lánasjóður ísl. námsmanna. Lista- og menningarsjóður Kópavogskaupstaðar Verðlaunasamkeppni 1 tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar árið 1974, hefur Lista- og mcnningarsjóður Kópavogskaupstaðar ákveðið að efna til samkeppni um gerð útimyndar (skulptur). Vænt- anlegri verðlaunamynd hefur verið valinn staður í garði þeim, er myndast milli bygginga í lsta áfanga miðbæjar Kópavogs. Þátttakendur í keppninni getað leitað teikninga og upp- lýsinga af svæðinu hjá Upplýsinga- og framkvæmdastofnun miðbæjar Kópavogs, Álfhóísvegi 5, Kópavogi. Frumdrög skal senda Lista- og menningarsjóði Kópavogs- kaupstaðar, c/o Bæjarskrifstofur, Félagsheimili Kópavogs- kaupstaðar, fyrir 1. marz 1974, merkt kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi, merktu sama kjörorði og frumdrög. Eingöngu verður opnað nafnumslag verð- launaverks, önnur verk ásamt óopnuðum nafnumslögum verða afhent að keppni lokinni gegn sönnun um eignarrétt. Ein verðlaun verða veitt, að upphæð kr. 200.000,00. Telji dómnefnd ekkert verk verðlaunahæft, fellur verð- launaveiting niður. Stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogskaupstaðar. Tilkynning til bifreiðaeigenda. I Ljósaskoðun 1973 1. Athygli bifreiðaeigenda, sem mæta með bifreið sína til skoðunar hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, skal vakin á því, að þeir þurfa að framvísa vottorði um Ijósaskoðun frá bifreiðaverkstæði, sem hefur lög- gilta ljósastillingamenn. 2. Peir sem mæta með bifreið til ljósaskoðunar eftir 1. sept. munu, auk vottorðs um ljósaskoðun, fá afhentan miða með áletruninni „Ljósaskoðun 1973", sem gefinn er út af Umferðarráði og Bif- reiðaeftirlitinu. 3. Þeir sem fengið hafa vottorð um ljósaskoðun eftir 1. ágúst 1973, geta fengið afhenta miða á bifreiða- verkstæðum, sem annast ljósaskoðun eða hjá bif- reiðaeftirlitsmönnum og lögreglu. 4. Eigendur þeirra bifreiða, sem fengu fullnaðar- skoðun fyrir 1. ágúst 1973, eru hvattir til að mæta sem fyrst með bifreiðar sínar til ljósaskoðunar á bifreiðaverkstæði og cigi síðar en 15. október 1973. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Yfirlýsing í stað samninga NY dagsbrún Septeniber 1973. Grænlensk sjálfstjórnarhreyfing Viö brosum - en erum efcicf frfð- samir lengur Það sem . borgaralegu lýðræði hefur helzt verið talið til gildis er það, að alltaf sé hægt að skipta um stjórnarstefnu í al- mennum kosningum. En reynsla okkar og annarra „vestrænna lýðræðisþjóða" hefur margsann- að, að þessu er ekki þannig varið. Atvinnustjórnmálamenn breyta afstöðu sinni til mála og skipta um hlutverk jafn auðveld- lega og þeir hafa fataskipti. Eitt af mörgum dæmum sem sanna þetta, er saga þorskastríðsins fyrr og nú og afstaðan til samn- inga við innrásarflotann í fyrra þorskastríði. Guðmundur I. Guð- mundsson var þá í hlutverki samningamannsins og gaf þá af og til út meinleysislegar yfirlýs- ingar um það að hann væri bara að útskýra málið. En núverandi stjórnarflokkar, einkum Þjóð- viljinn héldu að það væri veiði- von í því að vera á móti öllu samningamakki og kröfðust þess þá að því yrði skilyrðislaust hætt. En örlögin hafa verið svo kaldhæðin gagnvart þessum sein- heppnu stjórnmálamönnum, að heppnu stjórnmálamönnum, að þau hafa dæmt þessa sömu menn til þess að standa nákvæm- lega í sömu sporum og vinna þar sömu verkin og hinn illræmdi Guðmundur 1 vann í fyrra þorskastríði. * Það er margbúið að sýna sig á undanfömum mánuðum að nú- verandi ríkisstjórn er jafn fús til samnniga og viðreisnarstjóm- in var. Enn er setið á löngum samningafundum og það gefur tilefni til þess að álykta að við sömu aðstæður yrðu gerðir sams- konar smánarsamningar og í- haldið gerði 1961. En núverandi ríkisstjórn á erfiðara um vik. 1 fyrsta lagi vegna þess að staðan á alþjóðavettvangi er gjörbreytt. Nú hafa meir en 30 þjóðir tekið sér víðáttumikla landhelgi, allt upp í 200 mílur og fyrirsjáanlegt að fleiri bætast í hópinn í mjög náinni framtíð, þar á meðal Kanada sem er eitt af samveldis- löndum Breta. I öðru lagi bendir margt til þess að á næsta ári verði samþykkt alþjóðalög sem heimili strandríkjum allt að 200 mílna Inadhelgi. Ef núverandi ríkisstjórn gerir bindandi samn- inga við Breta og V.-Þjóðverja fyrir þann tíma, þá vinnur hún sama óhappaverkið og fyrrver- andi stjórn. Eins og kunnugt er, telst Grænland vera hluti af danska ríkinu (ekki nýlenda) samkvæmt danskri ákvörðun sem Samein- uðu þjóðirnar hafa viðurkennt. Nú er þetta samband landanna komið á dagskrá meira en nokkru sinni fyrr. Ástæðan er þjóðaratkvæðagreiðslan um inn- göngu Danmerkur í efnahags- bandalagið. Danir samþykktu hana með 63% atkvæða en mik- ill meirihluti grænlenzkra kjós- enda sögðu nei, eða 71% gegn 29%. Að sjálfsögðu breytti það engu um heildarúrslitin. Græn- land er, sem danskur ríkishluti, samt sem áður í Efnahagsbanda laginu. En margt bendir til þess að Grænlendingar vilji ekki una sambandinu við Danmörku öllu lengur í því formi sem það er nú. Moses Olsen, sem situr í danska þinginu sem fulltrúi frá Grænlandi, sagði á þingi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna: „Þrátt fyrir skýrt og ákveðið nei frá Grænlendinga hálfu,' skulu þeir þvingaðir inn í Efna- hagsbandalagið.------Ef til vill væri rétt að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu á Grænlandi um sambandið við Danmörku. Ef íbúarnir óska að sambandinu sé öðruvísi háttað, verðum við að \dnna að því." Þessi skoðun Moses Olsen hef- ur verið sterklega mótmælt af hálfu danskra borgaralegra stjórnmálamanna og hann sak- aður um aðskilnaðarstefnu. Mos- es Olsen neitar því en segist geta hugsað sér samband við Danmörku svipað því sem Fær- eyjar hafa, þ. e. a. s. heima- stjórn, sem fer með innanlands- mál Grænlands. Af því að Græn- land er ríkishluti eru dönsk lög og reglur látin gilda í Grænlandi án tillits til þess hvort þau eigi við þar. Fái Grænlendingar á- byrga heimastjórn, finna þeir lausnir mála sem svara betur til grænlenskra hátta. En staða landsins er því til fyrirstöðu, segir Moses Olsen í viðtali við „Friheten" í Osló: „Grænlenska landsráðið hefur mjög lítil völd, það er aðeins ráðgefandi. Og allar tillögur þess ganga gegnum síu þá, sem heitir Grænlandsráðuneytið. Það sem út úr henni kemur, getur verið allt annað en í hana er látið, ef yfir höfuð nokkuð kemur." Ekki kveðst Moses Olsen vera svartsýnn á að landið beri ekki eigin stjórn. Hann segir að sam- kvæmt athugun sem Geografisk Institut hefur gert, fari þær 700 milljónir sem danska ríkið legg- ur til Grænlands aftur til Dan- merkur til danskra burgeisa. Að lokum segir Moses Olsen í áðurgreindu viðtali: „Ég vil vinna að því að við fáum heimastjórn innan tíu ára. Það er ekkert í samningum eða samþykktum Efnahagsbanda- lagsins sem skuldbindur það til nokkurra framkvæmda. Ef við undirbúum ekki á fullnægjandi hátt úrsögn okkar fyrirfram, lendum við í erfiðleikum. Við verðum að fá tryggingu fyrir því að við getum sett á laggir heimastjórn mjög fljótt ef við komumst að raun um að við getum ekki samið við efnahags- bandalagið á þann hátt sem okk- ur hentar. Og ég á ekki von á því að þeim samningar fáist nokkru sinni við Efnahagsbanda lagið sem ég sem Grænfending- ur, get sætt mig við". „Ef farið er eftir blöðunum mætti halda að í Grænlandi væri uppreisnarástand. Það hefur löngum verið sagt um okkur að við værum friðsöm og brosandi þjóð. Nú brosum við bara. Við erum ekki frðisamir. Við viljum ekki aðskilnað. Við höfum neyðst til þess um árþúsundir að vera raunsæismenn, annars værum við ekki til í dag. Við erum neyddir til að þoka máli okkar fram skref fyrir skref. Ég sé ekki ástæðu til þess að tala um aðskilnaðarstefnu þó að Grænlandi sé meir en nú er stjórnað af Grænlendingum sjálfum." (Að mestu eftir Friheten). Fallnir félagar Þeir falla nú þétt í valinn sósíalistarnir, sem héldu tryggð við hugsjónir sósíalismans og fylktu sér þar í sveit, sem þeir vissu að heizt mundi að vænta róttækrar forustu í baráttunni fyrir sjálfstæði ís- lands og sósíaliskum þjóðfélagsháttum. Guðbrandur Guðmundsson og Kristinn Andrésson voru báð- ir meðlimir Kommúnistaflokks íslands og unnu honum og róttækri hreyfingu allt sem þeir máttu. Skúli kom síðar í raðirnar, en hann var ótrauður baráttumaður á þeim vettvangi, sem hann valdi sér og fáir áttu léttari né beittari vopnum að bregðaen hann, þegar hann viidi það við hafa. Ný dags- brún á þess ekki kost að minnast þessara góðu félaga sem vert væri nú. Við hörmum fall þeirra, þvi allir studdu þeir þann málstað sem N. d. berst fyrir og voru meðlimir Sósíalistafél. Reykjavíkur. Guðbrandur Guðmundsson, Kristinn E. Andrésson, f. J.-sept.d'892, d^28. júlí 1973. f. 12. júní 1901, d. 20. ágúst 1973. Skúli Thoroddsen f. 3. nóv. 1918, d. 23. ágúst 1973

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.